Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Dæmi:
COSMETAL AVANT
Nýjasta brúsavatnsvélin
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það sem af er þessu ári hafa Sam-
göngustofu borist 362 kvartanir frá
flugfarþegum, yfirleitt vegna
seinkana á flugferðum. Þetta er
talsverð fjölgun frá því í fyrra.
Svipuð hlutfallsleg fjölgun hefur
orðið á þeim erindum sem Neyt-
endasamtökunum berast vegna
flugsamgangna. Þetta má að hluta
skýra með fjölgun flugferða, en
einnig með því að fólk sé meðvit-
aðra um réttindi sín.
Í þessu sambandi er vert að
hafa í huga að þeir farþegar, sem
telja að flugþjónustu hafi verið
ábótavant á einhvern hátt, geti
verið talsvert fleiri, því að á bak
við hverja kvörtun eru gjarnan
nokkrir einstaklingar; ferðahópur
eða fjölskylda.
Á vef Samgöngustofu segir að
samkvæmt EES-reglum verði flug-
félög að greiða farþegum skaða-
bætur þegar flugi er aflýst eða
seinkað. Þau réttindi eiga þó ekki
við í öllum tilvikum og er það út-
skýrt nánar á vefnum.
Samgöngustofa fékk í fyrra 424
kvartanir frá flugfarþegum. Þar af
voru 356 vegna seinkunar, 34
vegna þess að flugferðum hafði
verið aflýst og 17 vegna þess að
flugfarþega var neitað um far af
einhverjum ástæðum. 11 voru
vegna farangurs og sex vegna ein-
hvers annars. Þetta voru næstum
því tvöfalt fleiri kvartanir en stof-
unni bárust árið á undan og er sú
fjölgun í nokkuð beinu samhengi
við þann vöxt sem verið hefur í
flugsamgöngum.
Upplýsingagjöf ábótavant
Neytendasamtökin veita neyt-
endum upplýsingar og ráðlegg-
ingar vegna flugsamgangna. Í
fyrra voru slík erindi 224, sem var
talsverð aukning frá fyrra ári og
voru flest vegna seinkana á flug-
ferðum. „Við veitum fólki upplýs-
ingar um hver réttindi þess eru og
hvert það eigi að leita,“ segir Ívar
Halldórsson.
„Það er nokkuð um að neyt-
endur hafi samband við okkur,
enda virðast flugfarþegar betur
meðvitaðir um réttindi sín og
hvort þeir eigi rétt á bótum en
áður var, “ segir Ívar. „Það er
mikilvægt að farþegar fái upplýs-
ingar um réttindi sín á flugvell-
inum þegar þeir lenda í seink-
unum eða aflýsingum, en margir
kvarta yfir því að hafa ekki fengið
nægilegar upplýsingar um rétt-
indi sín á flugvellinum,“ bætir
hann við.
Ívar er stjórnandi Evrópsku
neytendaaðstoðarinnar, ECC á
Íslandi. Í fyrra barst aðstoðinni
61 erindi vegna ýmissa mála sem
varða flugsamgöngur, flest voru
þau frá erlendum farþegum ís-
lenskra flugfélaga. Það sem af er
þessu ári eru slík erindi orðin 37
og segir Ívar þessa fjölgun erinda
líklega bæði tilkomna vegna auk-
ins ferðamannastraums og auk-
innar þekkingar neytenda á ECC.
Flugfélögum ber að upplýsa
Þórhildur Elínardóttir, upplýs-
ingafulltrúi Samgöngustofu, segir
upplýsingaskyldu flugrekenda lyk-
ilatriði til að farþegar geti nýtt
réttindi sín, en samkvæmt reglu-
gerð um skaðabætur og aðstoð til
handa flugfarþegum ber flugrek-
andi eða umboðsmaður hans
ábyrgð á að upplýsa farþega um
rétt þeirra til bóta og aðstoðar,
m.a. með tilkynningu við innritun
farþega. „Samgöngustofa hefur
haft samband við flugrekendur
vegna upplýsingagjafar, bæði
haldið fundi með þeim og sent
spurningalista til þeirra um
hvernig að framkvæmd er staðið.
Samkvæmt loftferðalögum getur
Samgöngustofa lagt sektir á flug-
rekendur, sinni þeir ekki þessari
skyldu, enn sem komið er hefur
það ekki verið gert,“ segir Þór-
hildur.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segir að
nokkuð sé um að farþegar beini
kvörtunum vegna seinkana eða
annars beint til félagsins, en fari
ekki með þær í gegnum Sam-
göngustofu. „Það gæti verið
vegna þess að reglugerðir í kring-
um flugstarfsemi eru skýrari en
áður og fólk er meðvitaðra um
hvort það eigi rétt á bótum eða
ekki.“
Kvartanir til Samgöngustofu
Heimild: Samgöngustofa
Vegna óviðráðanlegra farþega,
t.d. vegna ölvunar
2014 2015 2016 2017*
*Fyrstu 4 mánuði ársins.
20
15
10
5
0
Almennt vegna flugsamgangna
Fyrstu
4 mánuði
ársins:
362
Allt árið
í fyrra:
424
11
18 18
3
Óánægðum flugfarþegum
fjölgar og sífellt fleiri kvarta
Farþegar meðvitaðri um réttindi Sekta má flugfélög sem veita ekki upplýsingar
Íslenskum flugrekendum er
skylt að tilkynna atvik þar sem
erfiðleikar hafa verið við að
hafa stjórn á ölvuðum, ofsa-
fengnum eða óviðráðanlegum
farþegum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Samgöngustofu hef-
ur slíkum atvikum ekki fjölgað,
heldur hefur fjöldi þeirra nokk-
uð haldist í hendur við fjölgun
farþega. „Það kemur fyrir að
flugfarþegar um borð séu of
drukknir,“ segir Svanhvít Frið-
riksdóttir, upplýsingafulltrúi
WOW air. „Ef svo er, er þeim
óhikað vísað frá borði. En það
er ekki haldið sérstaklega utan
um fjölda slíkra tilvika.“
Guðjón Arngrímsson hjá Ice-
landair segir að ekki séu til töl-
ur um hversu oft tilvik sem
þessi koma upp um borð í vél-
um félagsins. Hann segir að
nokkrum sinnum hafi félagið
lagt fram kærur til lögreglu
vegna hegðunar farþega og í
einhverjum tilvikum hafi við-
komandi farþegi verið krafinn
um skaðabætur, hafi framferði
hans haft áhrif á framgang
flugferðarinnar.
Flugdólgum
hefur ekki
fjölgað
SKYLT AÐ TILKYNNA
ÖLVAÐA OG OFSAFENGNA
„Við glímum enn
við dagsektir og
þetta mál hefur
bara sinn gang,“
segir Arnþrúður
Karlsdóttir, út-
varpsstjóri Út-
varps Sögu, en
Póst- og fjar-
skiptastofnun
(PFS) hóf í lok
febrúar sl. að
leggja dagsektir á stöðina að upp-
hæð 75 þúsund krónur fyrir hvern
dag sem líður þar til félagið lætur
af útsendingum á tíðninni 102,1
MHz. Hafði PFS þá úrskurðað að
stöðinni væri óheimilt að útvarpa á
tveimur tíðnisviðum á sama svæði.
„Hér skiptir mestu máli að við er-
um enn í loftinu – á okkar tveimur
tíðnisviðum,“ bætir hún við.
Hlustendur Útvarps Sögu hafa
um árabil getað nálgast alla þætti
stöðvarinnar á heimasíðu félagsins
þar til nýverið, en hinn vinsæli
símatími er þar ekki lengur í hópi
þess efnis sem þar er að finna. Að
sögn Arnþrúðar var ákveðið að
setja þá þætti ekki inn á netið sök-
um stuldar á dagskrárefninu.
„Á síðunni okkar er fólki bent á
að þeir sem nota dagskrárefni og
myndir frá Útvarpi Sögu án leyfis
verða dregnir til ábyrgðar og
krafðir um greiðslu fyrir ólöglega
birtingu og dreifingu,“ segir Arn-
þrúður og bendir á að stöðin vinni
nú í því að hafa hendur í hári þeirra
sem tekið hafa dagskrárefni og
mega þeir búast við rukkun fyrir.
Senda enn á tveimur
tíðnisviðum og glíma
við dagsektir PFS
Arnþrúður
Karlsdóttir
Sólberg ÓF-1, nýr frystitogari
Ramma hf. í Fjallabyggð, sigldi
heimleiðis frá Tersan-skipa-
smíðastöðinni í Tyrklandi síðdegis í
gær. Áætlað er að siglingin til
Siglufjarðar taki allt að tveimur
vikum og er reiknað með að skipið
haldi til veiða viku eftir að það
kemur til Íslands.
Sólberg ÓF-1 er 3.720 brúttó-
tonna frystitogari, 80 metrar á
lengd og 15,4 metrar á breidd.
Skipið er tæknilega fullkomið og
allur aðbúnaður eins og best gerist.
Sólberg ÓF leysir af hólmi frysti-
togarana Mánaberg ÓF og Sig-
urbjörgu ÓF, en báðir eru þeir
komnir til ára sinna. aij@mbl.is
Sólbergið á heimleið
frá Tyrklandi
Sólberg ÓF-1 Ferðin heim tekur tvær vikur.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sveitarstjórnin í Rangárþingi eystra
hefur samþykkt að kannaðir verði
möguleikar á því að sveitarfélagið
eignist afsteypu af verki listakon-
unnar Nínu Sæmundsson, Afreks-
hugur (Spirit of Achievement), sem
er ein af táknmyndum hótelkeðj-
unnar Waldorf-Astoria. Gangi þetta
eftir verður verkinu fundinn staður í
nýjum miðbæ Hvolsvallar sam-
kvæmt deiliskipulagi sem sveit-
arstjórn og áhugasamir íbúar vinna
nú að.
„Okkur finnst að Nínu hafi ekki
verið hampað nóg og við hér höfum
ekki vakið nægilega athygli á upp-
runa hennar,“ segir Kristín Þórðar-
dóttir sem bar upp tillöguna ásamt
Birki A. Tómassyni. Listakonan
fæddist árið 1872 í Nikulásarhúsum
í Fljótshlíð sem tilheyrir Rang-
árþingi eystra.
„Hugsun okkar er sú að miðbær-
inn sé hliðið að sveitarfélaginu og
verkið dragi athygli að okkur og fái
fólk til að koma við hjá okkur,“ segir
Kristín. Afrekshugur Nínu sé al-
þjóðlega þekkt verk sem margir
kannist við.
Nína Sæmundsson sigraði í hug-
myndasamkeppni um höggmynd til
að prýða aðalinngang Waldorf-
Astoria hótelsins í New York þegar
það var opnað við Park Avenue árið
1931. Var það valið úr hópi 400 til-
lagna. Vinningstillaga hennar er
táknmynd afrekshugar og metnaðar
og var talið falla vel að framfara- og
afrekshug þeim sem einkenndi
hönnun hinnar nýju hótelbyggingar.
Kristín segir að hún telji að
sveitarfélaginu beri að halda á lofti
uppruna og sögu Nínu og heiðra
minningu hennar og það sé best gert
með þessum hætti. Sér hún fyrir sér
að afsteypan verði á torgi í mið-
bænum. Jafnframt því að minnast
listakonunnar yrði verkið táknmynd
þess framfarahugar sem búi að baki
nýju miðbæjarskipulagi á Hvolsvelli.
Verk Nínu í heimahagana
Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson verði á Hvolsvelli
List Afrekshugur Nínu í New York.