Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 8

Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 Endaspretturinn er hafinn ífrönsku forsetakosningunum.    Kappræður for-setaefnannna voru í gær og skoð- anakönnun í kjölfar- ið sýndi að rúm 60% áhorfenda töldu að Macron hefði staðið sig betur, en tæp 40% hölluðust að því að Le Pen hefði sigr- að.    Svo vill til að þettaeru sömu töl- urnar og birtast í meðaltali kannana um væntanleg úrslit.    Marine Le Penátti þó eftirminnilegustu setn- ingu kvöldsins og þá sem mest er vitnað til.    Hún sagði: „Hvernig sem úrslitkosninganna verða á sunnudag liggur ein niðurstaða þegar fyrir: Frakklandi verður í framhaldinu stjórnað af konu. Annaðhvort Merk- el, kanslara Þýskalands, eða mér.“    Macron er staðfastur og ákafurESB-sinni og hefur andstæð- ingur hans reynt að koma á hann þeim stimpli að hann sé dindill Þjóð- verja.    Angela Merkel kanslari hefur lýstyfir stuðningi við Macron.    Út frá íslenskum umræðuefnummá segja að athyglisvert var að Marine Le Pen sakaði bankamanninn Macron um að eiga leynireikninga í skattaskjólum.    Macron hótaði frúnni lögsóknvegna þeirrar fullyrðingar. Marine Le Pen Fjörleg átök STAKSTEINAR Emmanuel Macron Veður víða um heim 4.5., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 17 heiðskírt Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 heiðskírt Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 9 heiðskírt Lúxemborg 12 rigning Brussel 14 léttskýjað Dublin 14 léttskýjað Glasgow 13 heiðskírt London 12 alskýjað París 14 rigning Amsterdam 11 skýjað Hamborg 7 rigning Berlín 9 súld Vín 16 léttskýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 26 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Aþena 23 heiðskírt Winnipeg 14 skýjað Montreal 11 skýjað New York 14 heiðskírt Chicago 8 rigning Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:45 22:05 ÍSAFJÖRÐUR 4:32 22:28 SIGLUFJÖRÐUR 4:14 22:12 DJÚPIVOGUR 4:10 21:39 Nýleg íslensk rannsókn gefur til kynna að fjöldi sjúklinga með ósæð- arlokuþrengsl (e. aortic stenosis) mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Frá því að fyrsta ósæðarlokuað- gerðin var gerð með þræðingar- tækni, svokölluð TAVI-aðgerð, í Frakklandi árið 2002 hafa yfir 300.000 slíkar aðgerðir verið fram- kvæmdar í heiminum. Fjölgar þeim almennt um u.þ.b. 40% á ári. Kemur þetta fram í ritstjórnar- grein Ingibjargar Jónu Guðmunds- dóttur, yfirlæknis hjartaþræðinga- deildar Landspítala, sem birt er í 5. tölublaði Læknablaðsins. „Hér á Íslandi hafa um 80 sjúkl- ingar gengist undir TAVI-aðgerð og flestir með mjög góðum árangri, árlega eru nú gerðar um 25 aðgerð- ir og er þörfin vaxandi,“ segir í greininni, en meðalaldur sjúklinga hefur verið um 84 ár. Hafa elstu sjúklingarnir verið 93 ára. Áður fyrr voru aðgerðirnar framkvæmdar með svæfingu og voru sjúklingar fluttir á gjörgæslu eftir skurðinn. „Nú er hægt að setja lokurnar inn um grennri op á slag- æð og auðveldara er að staðsetja þær nákvæmlega,“ segir einnig. Þá er stefnt að því að halda rann- sókn fljótlega þar sem borinn verð- ur saman árangur af TAVI-aðgerð og opinni skurðaðgerð á sjúkling- um sem eru yngri en 75 ára. Búast við tvöföldun á 25 árum  Vaxandi þörf fyrir TAVI-aðgerðir Morgunblaðið/Eggert Læknavísindi Yfir 300.000 TAVI- aðgerðir hafa verið framkvæmdar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.