Morgunblaðið - 05.05.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
– fyrir salernið!
Pro300
Vitamix Pro300 er
stórkostlegur. Auðveldar
alla matreiðslu í
eldhúsinu. Mylur alla
ávexti, grænmeti, klaka
og nánast hvað sem
er. Nýtt útlit og öflugri
mótor.
Stiglaus hraðastilling og
pulse rofi.
Tilboðsverð kr. 107.989,-
Fullt verð kr. 143.985,-
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Kópavogsgöng verða felld út úr Að-
alskipulagi Reykjavíkur samkvæmt
samþykkt sem gerð var í borgarráði
27. apríl síðastliðinn. Jafnframt
verða stofnbraut og gangamunni í
Fossvogsdal felld út svo og gang-
amunni og mislæg gatnamót í Suður-
Mjódd. Kópavogsbær hefur einnig
boðað að fella út Kópavogsgöng af
sínu aðalskipulagi.
Kópavogsgöng, sem tengja áttu
Reykjanesbraut við Kringlumýrar-
braut og áfram um fyrirhuguð
Öskjuhlíðargöng við Hringbraut,
voru skilgreind sem hluti framtíðar-
gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins í
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis-
ins 2001-2024, sem staðfest var í
byrjun árs 2001.
Kópavogsgöngin áttu að liggja frá
Reykjanesbraut nokkru vestan Ný-
býlavegar og gangamunninn í vestri
átti að verða í Fossvogsdalnum rétt
við Birkigrund. Síðan yrði vegurinn
ofanjarðar en færi að aftur í göng
rétt vestan við Kringlumýrarbraut
sem lægju undir kirkjugarðinum og
opnuðust við Hlíðarfót sem mætir
Flugvallarvegi nokkru norðar.
Kostnaður tugir milljarða
Alls áttu göngin að verða um 3,5
kílómetra löng. Að auki var reiknað
með að talsvert landrými færi undir
vegatengingar við gangamunna.
Kostnaðaráætlun við gerð ganganna
var talin allt að 9 milljarðar króna.
Þessi tala væri nálægt 23 milljörðum
í dag, miðað við hækkun bygginga-
vísitölunnar.
Í frétt í Morgunblaðinu frá sept-
ember árið 2000 segir að
Öskjuhlíðargöng og göng undir
Kópavog séu stórframkvæmd sem
talin er þörf á að ráðast í á næstu ár-
um og þá sé verið að horfa áratugi
fram í tímann. Hugmyndir um þetta
séu einkum frá ráðgjöfum um svæð-
isskipulag höfuðborgarsvæðisins.
„Þetta yrði framtíðartenging milli
suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og
miðborgarinnar og myndi létta mjög
á Kringlumýrarbrautinni en vegna
umferðaraukningar sem spáð er
næstu einn til tvo áratugina er þessi
leið talin óhjákvæmileg,“ segir í
fréttinni.
Kópavogsgöng urðu aldrei að
veruleika og forsendur hafa nú
breyst. Við mótun nýs svæðis-
skipulags voru gerðar umferðarspár,
með Kópavogsgöngum annars vegar
og án þeirra hins vegar. Umferðar-
spárnar sýndu að áhrifa ganganna
gætti fyrst og fremst í næsta ná-
grenni þeirra og þegar fjær drægi
yrðu áhrifin óveruleg. Niðurstaða
umferðarlíkans höfuðborgarsvæð-
isins sýndi að Kópavogsgöng myndu
flytja talsvert umferðarmagn af
Reykjanesbraut, þar sem fyrir væri
nægjanleg umferðarrýmd, yfir á
Kringlumýrarbraut þar sem afkasta-
geta væri nánast fullnýtt. „Þessar at-
huganir studdu þá ákvörðun að gera
ekki ráð fyrir Kópavogsgöngum í
framtíðargatnakerfi höfuðborgar-
svæðisins,“ segir m.a. í kynningu á
aðalskipulagsbreytingunni.
Þá segir ennfremur að í nýju
svæðisskipulagi höfuðborgarinnar sé
meginmarkmiðið að efla almennings-
samgöngur og breyta ferðavenjum.
Þá hafi sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu sett fram stefnu um að
byggja upp hágæða almennings-
samgangnakerfi á höfuðborgarsvæð-
inu, borgarlínukerfi.
Kópavogsgöng felld
út úr skipulaginu
Kópavogsgöng Ráðgert var að jarðgöngin byrjuðu í Fossvogsdalnum, færu
undir Kópavoginn og eystri gangnamunni yrði við Reykjanesbrautina.
Kópavogsgöng
FOSSVOGSDALUR
REYKJAVÍKUR-
FLUGVÖLLUR
KÓPAVOGUR
REYKJAVÍK
Miklabraut
ey
kja
nesb
raut
Nýbýlavegur
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Áttu að vera 3,5
km löng og liggja
undir Kópavog
Öskjuhlíðargöng (Hlíðarfótur) eru enn inn á aðalskipulagi, að sögn Jóns
Halldórs Jónassonar upplýsingafulltrúa. Það sé aðallega vegna aukinnar
byggðar í Vatnsmýri og vesturborginni. Öskjuhlíðargöng séu talin mun
meiri samgöngubót en Kópavogsgöng, sem nú á að fella formlega niður í
aðalskipulagi og voru áður felld út af svæðisskipulagi. Í tengslum við
þetta má rifja upp að Holtsgöng voru felld út úr skipulagi árið 2012 þar
sem þau voru álitin gera takmarkað gagn fyrir samgönguflæði í borginni.
Hugmyndin með Holtsgöngum var að tengja nýju Hringbraut og Sæbraut
saman með göngum sem lægju undir Skólavörðuholt og voru þau skil-
greind sem stofnbraut. Var gert ráð fyrir gangamunna á og við lóð Land-
spítalans við Hringbraut og öðrum við Sæbraut. Göngin hefðu verið um
einn og hálfur kílómetri að lengd. sisi@mbl.is
Öskjuhlíðargöng eru enn inni
HOLTSGÖNG VORU FELLD ÚR SKIPULAGI ÁRIÐ 2012