Morgunblaðið - 05.05.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna (SKB) hefur tekið í sölu arm-
band hannað af gullsmiðnum Sigurði
Inga Bjarnasyni, eða Inga hjá skart-
gripafyrirtækinu Sign ehf., í fjáröfl-
unarskyni fyrir félagið. Útkoman er
ný lína fyrir SKB sem heitir Von, en
það er eilífðartáknið úr stáli í leðuról
með áletruninni VON – HOPE –
SPES, sem þýðir „von“ á íslensku,
ensku og latínu. Armbandið er fyrir
bæði kyn og alla aldurshópa og
hönnunin er með skírskotun í and-
stæður íslenskrar náttúru að sögn
framkvæmdastjóra Sign, Kötlu Guð-
mundsdóttur.
Óttarr Proppé heilbrigðisráð-
herra veitti fyrsta armbandinu við-
töku hjá Mirru Wolfram Jörgens-
dóttur, 7 ára félagsmanni SKB á
verkstæði Sign í Fornubúðum 12 í
Hafnarfirði í gærmorgun til að ýta
fjáröfluninni úr vör.
Selt á heimasíðu SKB
Armbandið er selt á heimasíðu
SKB, www.skb.is, og á skrifstofu fé-
lagsins í Hlíðasmára 14. Þar er opið
kl. 9-16 virka daga.
SKB styður við bakið á fjöl-
skyldum krabbameinssjúkra barna.
Félagið er rekið fyrir sjálfsafla- og
gjafafé eingöngu og reiðir sig m.a. á
afrakstur af sölu minningarkorta og
varnings eins og t.d. armbandsins
sem nú fer í sölu.
Morgunblaðið/Golli
Fjáröflun SKB Armbandið var hannað af Inga gullsmið hjá Sign ehf.
Óttarr Proppé fær
SPES-armband
Þórarinn Ævarsson, framkvæmda-
stjóri IKEA, afhenti í gær á leik-
stofu Barnaspítala Hringsins 50 töfl
að gjöf frá Skákfélaginu Hróknum
og IKEA til barnanna sem dvelja á
spítalanum. Hrókarnir Hrafn Jök-
ulsson og Róbert Lagerman hafa
heimsótt barnaspítalann á fimmtu-
dögum síðan 2003 og eru heimsókn-
irnar nú komnar vel yfir 500. Heim-
sóknirnar eru það verk sem á 20 ára
ferli félagsins er Hróksmönnum
hvað hjartfólgnast, að sögn Hrafns
Jökulssonar, og þó þeir hafi reynt að
kenna og gleðja, þá hafi þeir sjálfir
lært enn meira af börnunum og fjöl-
skyldum þeirra.
Skákmaraþon í þágu barna
Dagana 12. og 13. maí verður
haldið skákmaraþon í Pakkhúsi
Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykja-
víkurhöfn, en safnað verður fyrir
Fatimusjóð og UNICEF í þágu
barna í Sýrlandi og Jemen sem búa
nú við stríð og hungursneyð. Hrafn
mun freista þess að tefla í 30 klst.
gegn 200 andstæðingum og safnað
verður áheitum og frjálsum fram-
lögum. Í fyrra söfnuðust 3 millj.
króna, sem runnu óskertar í neyðar-
hjálp fyrir sýrlensk börn. Nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðu
Hróksins, www.hrokurinn.is.
Hrókurinn og IKEA færa
Barnaspítalanum 50 töfl
Morgunblaðið/Golli
Gjafir Yehya frá Sýrlandi og systur hans Shaymaa og Aya fengu öll töfl.
AÐALFUNDUR
AðalfundurHBGranda hf. verður haldinn í dag,
5.maí 2017, í matsal félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík
og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. í samþykktum félagsins.
2. Tillaga umheimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum
skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnurmál.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði
hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja
fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð.
b) greitt atkvæði skriflega.
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér
annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig
þeir skuli bera sig að. Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu, form skjala og
hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir
aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins
og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku,
á heimasíðu félagsins og á skrifstofu
félagsins á venjulegum skrifstofutíma.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er
að finna á vefsíðu félagsins,
www.hbgrandi.is
Stjórn HBGranda hf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, segir það ekki rétt sem
fram kom í Morgunblaðinu í gær að
fyrirhugað innviðagjald vegna
borgarlínu muni leggjast á íbúða-
verð. Borgarlína er fyrirhugað kerfi
almenningssamgangna.
Haft var eftir Degi í blaðinu að
innviðagjaldið mundi verða hluti af
lóðaverði við borgarlínuna.
Undir lok viðtalsins var borgar-
stjóri spurður eftirfarandi spurning-
ar: Er þetta [þ.e. innviðagjaldið] þá
hluti af lóðaverði á þéttingarreitum
meðfram borgarlínunni?
„Já, það er hugsunin,“ var svarið.
Út frá þessum orðum og öðrum
svörum borgarstjóra sagði í fyrir-
sögn á forsíðu og í fréttaskýringu á
blaðsíðu 2 að innviðagjaldið mundi
hafa áhrif til hækkunar íbúðaverðs.
Dagur segir fyrirsagnirnar villandi.
Einkaaðilar deili ágóðanum
„Innviðagjöld eru ein af þeim að-
ferðum sem skoðaðar hafa verið til
að fjármagna borgarlínu að erlendri
fyrirmynd. Þau ganga út á það að
þegar ákvörðun er tekin um legu þá
leiðir það samkvæmt rannsóknum til
hækkunar á verðmæti byggingar-
réttar við línuna, enda verður hann
eftirsóttari,“ seg-
ir Dagur og út-
skýrir málið frek-
ar.
„Innviðagjald
er lagt á til að þeir
einkaaðilar sem
„eiga“ innan
gæsalappa þenn-
an byggingarrétt
sem hækkar deili
þeim ágóða og
taki þannig þátt í að borga innviðina
sem leiða til hækkunar á verðmæti
eigna þeirra. Borgarlína getur hins
vegar leitt til lækkunar á byggingar-
kostnaði á hverri íbúð, því ekki þarf
að gera ráð fyrir jafnmörgum bíla-
stæðum,“ segir Dagur og bendir á að
stæði í bílakjallara kosti 5-7,5 millj-
ónir. Það muni fljótt um hvert stæði.
Kostnaður við innviði bætist við
Dagur nefnir til frekari skýringar
að aðferðarfræði innviðagjalda hafi
verið beitt í Vogabyggð.
„Þar vorum við að breyta skipulagi
úr atvinnusvæði í íbúðasvæði. Það
kostar 5 milljarða í nýjum innviðum
en eykur hins vegar lóðaverðmætin
gríðarlega. Í stað þess að borgarsjóð-
ur borgi allan reikninginn upp á
fimm milljarða og einkaaðilar á
svæðinu fái allan ábata af breyting-
unni var innviðakostnaðurinn lagður
ofan á hvern nýjan fermetra í bygg-
ingarrétti sem bættist við á svæðinu.
Landsbankinn og aðrir sem áttu lóð-
irnar fá þá heldur minni ágóða af sölu
þeirra til verktaka,“ segir Dagur og
leggur áherslu á að ábatanum verði
„sem sagt skipt“.
Hluti ábatans til uppbyggingar
„En við eignumst öll nýtt og fallegt
hverfi án þess að innviðakostnaður-
inn sé lagður á aðra borgarbúa sem
hafa einungis óbeinan hag af upp-
byggingunni í Vogabyggð. Innviða-
gjöldin fyrir borgarlínu myndu virka
eins: þeir sem vilja fá að byggja
meira meðfram borgarlínunni – til að
nýta sér að það er hægt að byggja
þéttar þar sem borgarlína kemur –
leggja hluta ábatans af auknu verð-
gildi sinna reita eða lóða til uppbygg-
ingar borgarlínunnar.“
Vilja verktakar deila ágóða?
Spurður hvort raunhæft sé að
einkaaðilar deili ágóðanum, og hvort
þeir muni ekki reyna að selja á því
verði sem markaðurinn er tilbúinn að
greiða, segir Dagur „ekki sjálfsagt
að allir sem liggja á lóðum meðfram
verðandi borgarlínu séu tilbúnir að
greiða innviðagjöld. Því hefur verið
bent á að til að leggja þau á væri
betra að styðjast við lagastoð. Þá
mætti takmarka innheimtu þeirra
við viðbótarbyggingarrétt, en ekki
þann sem þegar liggur fyrir í gild-
andi skipulagi. En ef þessar forsend-
ur liggja fyrir, þá eru þær bæði mál-
efnalegar, sanngjarnar og síðast en
ekki síst gera þær okkur kleift að
hrinda áformum um borgarlínu af
stað fljótt og vel“.
Hvert stæði kostar 5 milljónir
Á nýjum þéttingarreitum borgar-
innar hefur verið gerð krafa um hér
um bil eitt bílastæði á íbúð.
Spurður hvort raunhæft sé að
fækka bílastæðum umfram það segir
Dagur það vel gerlegt.
„Já, það er sannarlega raunhæft
og raunar mikil kjarabót fyrir heimili
ef góðar almenningssamgöngur gera
fólki kleift að eignast íbúð án þess að
þurfa að borga 5 milljónir fyrir eitt
stæði í kjallara, að ekki sé talað um
10 milljónir fyrir tvö, eins og stund-
um er kallað eftir. Auk þess að geta
sparað sér fjárfestingar og rekstrar-
kostnað eins eða tveggja bíla. Kann-
anir sýna að fjöldi fólks kallar eftir
því að borgin skapi aðstæður til að
þetta sé hægt. Og borgarlína fjallar
einmitt um það,“ segir Dagur.
Innviðagjald leiði ekki
til hærra íbúðaverðs
Borgarstjóri segir fækkun bílastæða fela í sér kjarabót
Dagur B.
Eggertsson