Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stofnfiskur áætlar að velta fyrir-
tækisins í ár verði um 1,7 milljarðar
króna. Stærsti þátturinn í starfsem-
inni er framleiðsla laxahrogna, en
vöxtur í framleiðslu hrognkelsaseiða
hefur verið mikill að sögn Jónasar
Jónassonar, framkvæmdastjóra
Stofnfisks. Hann
áætlar að í ár
flytji fyrirtækið
út hrognkelsa-
seiði og hrogn
fyrir hátt í 400
milljónir, en grá-
sleppan hefur
dugað vel til að
éta lýs af löxum í
eldi.
Allir markaðir
eru nú opnir fyrir framleiðslu Stofn-
fisks, en markaður fyrir laxahrogn í
Síle opnaðist á ný í mars í fyrra eftir
tímabundna lokun vegna þess að
veira fannst í villtum hrognkelsum
hér við land. „Við framleiðum í
rauninni fyrir allan heiminn og get-
um afhent okkar framleiðslu allan
ársins hring,“ segir Jónas í Stofn-
fiski.
Laxahrogn fyrir 1,3 milljarða
„Við seljum mest til viðskiptavina
í Noregi, Færeyjum, Skotlandi, Ís-
landi og Síle. Nú fer mest á Noreg,
sem framleiðir allra landa mest af
laxi. Við getum afhent hrogn á
sumrin, sem þeir hafa ekki mikla
möguleika á að gera sjálfir, og höf-
um styrkt stöðu okkar.“ Laxahrogn
gætu verið um 70% af framleiðslu
Stofnfisks í ár og útflutningsverð-
mætið rúmlega 1,3 milljarðar.
Útflutningur á grásleppuseiðum
og hrognum hefur undið hratt upp á
sig síðustu þrjú ár. Jónas segir að
Íslendingar fylgist vel með og hafi
sýnt áhuga á að skoða hvaða mögu-
leikar séu fyrir hendi með að fá
hrognkelsaseiði frá Stofnfiski ef lús
verði vandamál í laxeldi hérlendis í
framtíðinni.
1-2 gámar í hverri viku
Í hverri viku fara 1-2 gámar sjó-
leiðis með hrognkelsaseiði frá Stofn-
fiski í Höfnum til Færeyja. Vegna
mikillar spurnar eftir seiðum hefur
Stofnfiskur stækkað aðstöðuna í
Höfnum þannig að þar er nú hægt
að framleiða um tvær milljónir seiða
á ári. Í stöðinni í Höfnum starfa átta
manns undir stjórn Sölva Sturluson-
ar, en um 60 manns alls hjá fyrir-
tækinu. Helstu viðskiptavinir Stofn-
fisks í Færeyjum eru Bakkafrost,
LUNA og Marine Harvest, en þau
eru jafnframt stærstu fyrirtækin í
færeysku laxeldi.
„Þetta ævintýri með hrognkelsin
byrjaði með einu símtali í febrúar
2014, en nú stefnir í að við fram-
leiðum tvær milljónir seiða á þessu
ári,“ segir Jónas. „Við áttum í upp-
hafi gott samstarf við Hafrann-
sóknastofnun, sem hefur mikla
þekkingu á eldi sjávardýra. Ég vissi
að þeir höfðu prófað hrognkelsaeldi
og við fórum í smá verkefni saman,
sem gekk vel frá upphafi.
Þegar við byrjuðum 2014 ætluð-
um við að framleiða 150 þúsund
seiði, en allt í einu urðu þau 500 þús-
und og þá fór allt af stað. Luna í
Færeyjum tók þátt í þróun verkefn-
isins í upphafi og svo hafa hin fyrir-
tækin bæst við.“
Auk Færeyja sendir Stofnfiskur
hrogn og 3-4 vikna smáseiði með
flugi til móðurfélagsins Benchmark
í Skotlandi. Úr hrognunum áætla
þeir að framleiða 1,5-2 milljónir
seiða í ár og nota í eldisstöðvum á
Hjaltlandseyjum og í Skotlandi.
Mikill vöxtur
í útflutningi
hrognkelsaseiða
Hófst með símtali fyrir þremur árum
Allir markaðir Stofnfisks eru opnir
Jónas Jónasson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Með auknu fiskeldi hér á landi og
breyttum áherslum hefur starfsemin
í tilraunaeldisstöð Hafrannsókna-
stofnunar á Stað við Grindavík einnig
þróast í átt að helstu eldistegundum
undanfarin ár. Aðalleikarar í stórum
verkefnum eru núna lax og bleikja að
hrognkelsaseiðum ógleymdum, en
þau eru framleidd til að éta lús af löx-
um í færeyskum eldiskvíum. Auka-
leikarar eru þá fiskar eins og þorsk-
ur, steinbítur, sandhverfa og lúða.
Agnar Steinarsson, sérfræðingur á
stöðinni, segir að seiðaeldi úr grá-
sleppuhrognum sé nú í fullum gangi.
Stefnt sé að því að senda 150-200 þús-
und seiði til Færeyja í sumar og
haust. Þetta sé heldur minna magn
en síðustu ár og mun minna heldur en
Stofnfiskur flytji út. Stöð Hafró hafi
komið þessu verkefni af stað á sínum
tíma, en líti á verkefnið öðrum þræði
sem nokkurs konar rannsóknastarf-
semi þar sem flutningsaðferðir hafa
m.a. verið skoðaðar.
„Í Færeyjum hefur grásleppan
skipt sköpum í laxeldinu og önnur
betri leið er ekki fyrir hendi,“ segir
Agnar. „Færeyingar geta ekki fram-
leitt grásleppuseiðin sjálfir, mega
ekki flytja þau inn frá Noregi vegna
hættu á sjúkdómum og kaupa þau
þess vegna frá Íslandi. Norðmenn
nota líka mikið fisk sem kallast vara-
fiskur eða bergsnapi og er góður í
baráttunni við lúsina. Hann er hins
vegar erfiður í eldi og vex hægt.
Norðmenn veiða þennan fisk aðallega
villtan og koma með lifandi í land.“
Kuldinn náttúruleg vörn
Spurður um hættu á laxalús hér við
land og aðgerðir gegn henni segist
hann hafa heyrt af áhyggjum manna í
greininni.
„Það er lús í hafinu og þar hefur
alltaf verið lús, það er bara eðlilegur
hluti af flórunni,“ segir Agnar. „Lúsin
er ekki orðin vandamál hér við land,
en ég veit til þess að menn í sjókvía-
eldi fyrir vestan ætla að taka hrogn-
kelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið
fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig
áfram til að læra á þetta.
Ef sjórinn heldur áfram að hlýna
og vetur að vera mildir samhliða
auknu laxeldi þá eiga sumir von á því
að lúsin geti náð sér á strik hérna.
Þegar hitastig er komið niður í 2-3
gráður vex lúsin hins vegar ekki og
fjölgar sér ekki og kuldinn er því
náttúruleg vörn gegn lúsinni.“
Bleikja og ófrjór lax
Agnar segir að unnið sé að ýmsum
rannsóknum og tilraunum á bleikju
og þannig sé stór bleikjurannsókn í
gangi með Hólaskóla. Talsvert sam-
starf er við nágrannana í Íslands-
bleikju, m.a. um tilraunir á hitastigi
og seltu í eldi. Ávinningur sé fyrir
báða aðila að slíku samstarfi.
Þá sé að fara af stað stór rannsókn
á ófrjóum laxi í samstarfi við Hóla-
skóla, Stofnfisk og fleiri aðila. Í lok
árs kemur geldlax í stöðina á Stað og
verða þar m.a. gerðar rannsóknir á
mismunandi hitastigi í eldi hans.
Agnar segir að talið sé að ófrjór lax
þoli síður hátt hitastig og jafnvel lágt
hitastig heldur en tvílitna eða frjór
lax.
„Á sama tíma fara ófrjóir laxar í
kvíar fyrir vestan, en systurhópar
verða í stöðinni hjá okkur þar sem
auðveldara er að mæla vöxt, vansköp-
un og fleiri þætti, sem skipta máli
varðandi hugsanlega framleiðslu á
ófrjóum laxi,“ segir Agnar.
Þá hafa starfsmenn sem störfuðu á
Veiðimálastofnun komið með sínar
rannsóknir í stöðina, t.d. laxarann-
sóknir og tilraunir með merkingar.
Hafrannsóknastofnun og Veiði-
málastofnun sameinuðust í fyrra og
tilheyrir stöðin nú fiskeldis- og fiski-
ræktarsviði nýrrar stofnunar. Fimm
starfsmenn eru í stöðinni í Grindavík.
Þorskur, sandhverfa
og síðustu lúðurnar
Svo vikið sé að öðrum tegundum
segir Agnar að dregið hafi úr áherslu
á kynbótaverkefni í þorski þannig að
ný kynslóð er framleidd á þriggja ára
fresti en ekki árlega eins og áður.
Einnig séu í gangi rannsóknir sem
snúa almennt að líffræði og lífeðlis-
fræði þorsks. Jafnvel verði hægt að
yfirfæra niðurstöður á þorska í haf-
inu og gætu þær nýst í stofnstærð-
armati og fiskveiðistjórnun í framtíð-
inni. Ýmislegt sé hægt að gera í
eldisstöðvum þar sem hægt er að
stjórna umhverfinu og sjónarhornið
verður allt annað en í villtri náttúru.
Unnið er að líffræðilegum rann-
sóknum á steinbít á Stað. Þar er að
finna stofn til að hefja á ný eldi á
sandhverfu og þar eru einnig síðustu
lúðurnar úr Fiskeldi Eyjafjarðar á
Hjalteyri. „Það er óhætt að segja að
hér kenni ýmissa grasa og fiska,“
segir Agnar, en stöðin á Stað hóf
starfsemi árið 1988.
Handavinna Agnar Steinarsson bólusetur fyrsta hrognkelsaseiðið í stöðinni á Stað fyrir þremur árum, en öll seiðin eru
bólusett fyrir útflutning og er það talsvert verkefni. Við hlið hans eru Vésteinn Guðmundsson, og Tómas Árnason.
Áherslur í rannsókn-
um fylgja eldisþróun
Fjölbreyttar rannsóknir í tilraunaeldisstöð Hafró á Stað
Seiði hrognkelsa hafa skipt sköpum í baráttu við laxalús