Morgunblaðið - 05.05.2017, Qupperneq 18
Morgunblaðið/Eggert
Fjármagn Áhættufé vantar í sprotasamfélagið um þessar mundir en breyt-
ing á lögum og nýr fjárfestingarsjóður gætu þó hjálpað umhverfinu.
festingar í sprotafyrirtækjum þar
sem helstu framtakssjóðir eru tómir
eða fullfjárfestir um þessar mundir.
Örn Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Eyris sprota, segir til að
mynda í samtali við Morgunblaðið
að sjóðurinn hafi fjárfest í 10 verk-
efnum og muni sinna þeim á næstu
misserum, og ekki auka við fé í sjóð-
inn nema til að styðja þær fjárfest-
ingar. Einum milljarði var bætt í
sjóðinn í fyrra.
Nýr fimm milljarða sjóður
Einn nýr sjóður hefur boðað
komu sína á þennan markað á næst-
unni, framtakssjóðurinn Crowberry
Capital, sem rekinn verður af þeim
Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur
og Jenný Ruth Hrafnsdóttur. Hann
hefur nú safnað rúmum helmingi
þeirra fimm milljarða sem félagið
stefnir á að safna til nýfjárfestinga á
Íslandi.
Hekla segir í samtali við Morg-
unblaðið að sjóðurinn hafi fengið
loforð og stuðning frá mörgum líf-
eyrissjóðum og einkafjárfestum.
„Við viljum byrja sem fyrst að fjár-
festa. Það er mikil fjárþörf og mörg
góð tækifæri á landinu,“ segir
Hekla.
Nýsköpunarlög end-
urskoðuð í ráðuneyti
Framtakssjóðir tómir eða fullfjárfestir Þörf á fjármagni
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Nýsköpunarlögin svokölluðu, lög nr.
79/2016 um „fjármögnun og rekstur
nýsköpunarfyrirtækja og smærri
fyrirtækja í vexti“ hafa verið tekin
til endurskoðunar á skattaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins í kjölfar fund-
ar sem fulltrúar sprota – og nýsköp-
unariðnaðarins áttu með Benedikt
Jóhannessyni fjármálaráðherra á
dögunum. Benedikt segir í samtali
við Morgunblaðið að fundurinn hafi
verið góður og málefnalegur og hóp-
urinn hafi bent á ákveðin atriði sem
skoða mætti betur í löggjöfinni.
Menn voru fullvarfærnir
„Þessu var vel tekið og við höfum
tekið þetta til skoðunar,“ segir
Benedikt, en hann á ekki von á að
löggjöfinni verði breytt á yfirstand-
andi þingi.
Meðal þeirra takmarkandi þátta í
lögunum sem hópurinn benti á voru
stærðarmörk fyrirtækja sem fjár-
fest er í til að fá skattafalátt, tak-
markanir á fjárfestingum tengdra
aðila í fyrirtækjum, og bakfærsla
skattafrádráttar ef einstaklingur
eða fyrirtæki uppfylli ekki lengur
skilyrði sem sett eru í lögunum.
„Þau bentu á margt sem eflaust
mætti betur fara og ég tók jákvætt í
þetta.“
Benedikt segir að lögin hafi verið
skref í rétta átt á sínum tíma.
„Menn voru kannski fullvarfærnir
þegar lögin voru sett.“
Lítið af fjármagni er í boði til fjár-
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Vefverslun með lyf
Lyfseðlar Lyfjaverð ofl.
Cocoa Mint umgjörð
kr. 14.900,-
Sérðu þetta?
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
5. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.79 106.29 106.04
Sterlingspund 136.73 137.39 137.06
Kanadadalur 77.38 77.84 77.61
Dönsk króna 15.519 15.609 15.564
Norsk króna 12.303 12.375 12.339
Sænsk króna 11.972 12.042 12.007
Svissn. franki 106.3 106.9 106.6
Japanskt jen 0.9418 0.9474 0.9446
SDR 144.77 145.63 145.2
Evra 115.43 116.07 115.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.8796
Hrávöruverð
Gull 1235.85 ($/únsa)
Ál 1915.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.99 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Ármann Þor-
valdsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaup-
þings Singer &
Friedlander í Bret-
landi, mun taka við
starfi forstjóra
Kviku banka um
miðjan júní, sam-
kvæmt tilkynningu
frá bankanum. Sig-
urður Atli Jónsson lét af forstjórastarf-
inu fyrir skömmu.
Ármann hefur undanfarin tvö ár
starfað hjá Virðingu, síðast sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar.
Ármann er með BA-próf í sagnfræði frá
HÍ og MBA-gráðu frá Boston University.
Þá mun Marinó Örn Tryggvason
ganga til liðs við Kviku banka í byrjun
ágúst og taka við starfi aðstoðarfor-
stjóra. Marinó hefur undanfarin þrjú ár
gegnt starfi aðstoðarframkvæmda-
stjóra eignastýringar Arion banka og
setið í stjórn Varðar trygginga undan-
farið ár.
Magnús Ingi Einarsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og rekstrar-
sviðs Kviku, mun gegna forstjórastarf-
inu þar til Ármann tekur til starfa.
Ármann tekur við sem
forstjóri Kviku í sumar
Ármann
Þorvaldsson
STUTT
Kostnaðarhlutfall fyrstu þriggja
mánaða ársins var 42,5%, saman-
borið við 55,8% á sama tímabili árið
áður.
Eiginfjárhlutfallið 27,4%
Eigið fé Landsbankans var 233,9
milljarðar króna í lok mars og eigin-
fjárhlutfallið var 27,4%. Það er vel
umfram 22,1% eiginfjárviðmið Fjár-
málaeftirlitsins. Heildareignir bank-
ans námu 1.182 milljörðum króna í
lok mars.
Lilja Björk Einarsdóttir banka-
stjóri segir í afkomutilkynningu að
uppgjörið sé gott og afkoman betri
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
„Óreglulegir liðir setja nokkurn svip
á afkomuna á ársfjórðungnum en þó
er ljóst að jafn og góður vöxtur er í
reglulegri starfsemi bankans.“
Hagnaður Landsbankans var 7,6
milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði
ársins, en til samanburðar var
hagnaður bankans á sama tímabili í
fyrra 3,3 milljarðar króna.
Vegna jákvæðra gangvirðisbreyt-
inga á óskráðum hlutabréfum voru
aðrar rekstrartekjur bankans 3,8
milljarðar króna í fjórðungnum,
samanborið við 1,8 milljarða króna á
sama tímabili í fyrra. Þá voru virð-
isbreytingar útlána á fyrstu þremur
mánuðum ársins jákvæðar um 1,8
milljarða króna á fjórðungnum, en
til samanburðar voru virðisbreyt-
ingar um 300 milljónir á sama tíma í
fyrra.
Aukin arðsemi eigin fjár
Hreinar vaxtatekjur voru 8 millj-
arðar króna og hækkuðu um 7,4% á
milli tímabila. Hreinar þjónustu-
tekjur námu 2,1 milljarði króna og
hækkuðu um 7% frá sama tímabili í
fyrra. Arðsemi eigin fjár á fyrsta
ársfjórðungi var 12,5% á ársgrund-
velli, samanborið við 5% á sama
tímabili 2016.
Vaxtamunur eigna og skulda nam
2,2% á fyrsta ársfjórðungi 2017 en
var 1,9% á sama tímabili árið áður.
Útlán Landsbankans jukust um
19 milljarða króna frá áramótum,
einkum í formi íbúðalána.
Vanskilahlutfall var einungis
1,3% á fyrsta ársfjórðungi, saman-
borið við 1,7% á sama tímabili í
fyrra.
Landsbanki Arðsemi eigin fjár á
fyrsta ársfjórðungi var 12,5%.
Hagnaður Lands-
banka 7,6 milljarðar
Óreglulegir liðir setja mark á afkomu
● Alþjóðlega fjármálafyrirtækið DS
Concept hefur opnað útibú á Íslandi.
Félagið, sem er 17 ára gamalt, sér-
hæfir sig í viðskiptafjármögnun (trade
finance), m.a. factoring eða fjár-
mögnun kröfuviðskipta, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu. Þar
segir einnig að sérhæfing fyrirtæk-
isins sé meðal annars á sviði sjávar-
útvegs.
Fyrirtækið hefur nú þegar, sam-
kvæmt tilkynningunni, nokkurn fjölda
íslenskra útflutningsfyrirtækja í við-
skiptum. „Með opnun útibús hér á
landi verður hægt að þjónusta mark-
aðinn enn betur og auka með því val-
möguleika íslenskra fyrirtækja hvað
fjármögnun aðfangakeðjunnar varð-
ar,“ segir í frétt fyrirtækisins. Stjórn-
andi útibúsins er Sveinn Reynisson.
DC Concept opnar útibú
Tekjur Marels voru lægri en hag-
fræðideild Landsbankans hafði vænst
á fyrsta ársfjórðungi en afkoman var
að mestu í samræmi við væntingar.
„Fínt uppgjör sem staðfestir góðan
gang hjá félaginu,“ segir í viðbrögðum
Landsbankans við uppgjöri Marels.
Hagfræðideildin segir að tekju-
vöxtur hafi verið fínn, „bara ekki stór-
kostlegur“, því hann var 3,4% lægri
en spáð var. „Pro forma tekjuvöxtur á
fjórðungnum nam 8% sem geta vart
talist vonbrigði þó að við hefðum gert
ráð fyrir 11%,“ segir Landsbankinn.
Hagnaður Marels á fyrsta ársfjórð-
ungi jókst um 54% á milli ára og nam
20,3 milljónum evra eða um 2,4 millj-
örðum króna.
„Pantanabókin stendur sögulega
hátt og samrýmist væntingum mark-
aðsaðila vegna góðra ytri skilyrða. Já-
kvætt er að sjá rekstrarkostnað fé-
lagsins standa í stað og að
framlenging félagsins á fjármögnun
sé tryggð til að auka sveigjanleika,“
segir í viðbrögðunum.
Framlegðarhlutfall var lægra á
fjórðungnum en á undangengnu ári.
„Stjórnendur hafa bent á að slík
þróun væri líkleg í ljósi aukins vægis
stærri verkefna,“ segir Landsbank-
inn.
Hlutabréf í Marel hækkuðu um
4,9% í Kauphöllinni í gær.
helgivifill@mbl.is
Tekjur
lægri en
vænst var
Landsbanki segir
uppgjör Marels „fínt“