Morgunblaðið - 05.05.2017, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þingmennrepúblikanaí Fulltrúa-
deild Bandaríkja-
þings fengu
skyndiboð til fagn-
aðarhátíðar í rósa-
garði Hvíta hússins
í gær. Garðurinn skartar sínu
fegursta á þessum árstíma.
Trump forseta (sem hefur aldr-
ei smakkað áfengi) þótti þetta
ærið tækifæri til að fagna þing-
mönnum meirihlutans. Eitt
helsta kosningaloforð Trumps
var að afnema svokallað „oba-
macare“, heildarlöggjöf um
heilbrigðistryggingar.
Demókratar höfðu lengi haft
það sem sitt háleitasta mark-
mið að koma slíku kerfi á. Þeg-
ar Bill Clinton tók við embætti
forseta 20. janúar 1993 var
þetta mál efst á hans dagskrá.
Sá ofurþungi, sem lagður var á
málið, sást á því að Hillary for-
setafrú var sett í öndvegi
harðsnúins hóps sem koma
skyldi á hinni nýju skipan. Þótt
miklu væri tjaldað til dagaði
málið uppi. Repúblikanar náðu
í Hvíta húsið átta árum síðar og
málið var ekki á þeirra dag-
skrá.
Átta árum síðar komst Bar-
ack Obama inn fyrir þröskuld-
inn sem skilur á milli valda og
andófs í Bandaríkjunum. Þótt
það vilji gleymast, þá hafði
Obama forseti ekki aðeins allt
það vald sem á upphaf og endi í
Hvíta húsinu. Hann var jafn-
framt, fyrstu tvö árin, með
meirihluta í báðum þingdeild-
um og mun traustari meirihluta
í Öldungadeildinni en Trump
styðst við nú. Obama náði því
loks á sínum fyrstu tveimur ár-
um að koma í gegn lagabálk-
inum langþráða (The Af-
fordable Care Act).
Þingmenn demókrata kvört-
uðu undan því að fá nánast eng-
an tíma til að kynna sér lögin
áður en þeir þurftu að láta und-
an flokkslegum þrýstingi og
samþykkja þau. Leiðtogi demó-
krata í Fulltrúadeildinni,
Nancy Pelosi, er sífellt minnt á
fyrirmæli sín til þingmanna
flokksins um að þeir ættu að
samþykkja bálkinn og gætu svo
lesið lögin síðar. (Sama og Jó-
hanna sagði við ríkisstjórn og
þingmeirihluta þegar Icesave-
samningurinn var í meðferð
hér). Þessi aðferð frú Pelosi
varð ekki eins mannskæður út-
afakstur og þegar Jóhanna var
undir stýri, en slæmur samt.
Demókratar höfðu í fyrstu
ekkert á móti því þegar and-
stæðingarnir kölluðu lögin
„obamacare“. Þessi lög áttu að
verða annað tveggja, sem héldi
nafni Obama uppi alla tíð. (Hitt
var samningur við Íran). En
smám saman kom í ljós að mikl-
ir gallar fylgdu lagasetning-
unni. Trygginga-
félög hurfu hvert af
öðru frá þátttöku í
kerfinu vegna mik-
ils taprekstrar. Ið-
gjöld almennings
hafa því ætt upp úr
öllu valdi. Þetta
mál réð mestu um að repúblik-
anar náðu meirihluta í Full-
trúadeildinni og svo í Öld-
ungadeildinni. Frambjóðendur
og þingmenn repúblikana lof-
uðu fyrir hverjar kosningar að
þeir myndu fella „obamacare“
úr gildi og koma á kerfi sem
gengi upp. Ekkert varð úr
efndum og kenndu þeir neit-
unarvaldi Obama um það.
Trump fór mikinn á framboðs-
ferlinum og lofaði að koma
„obamacare“ fyrir kattarnef í
upphafi forsetatíðar. Hvað sem
má segja um Trump þá hefur
hann kæk sem flestir stjórn-
málamenn eru lausir við. Hann
gengur enn með þá grillu að
efna beri kosningaloforð.
Þegar frumvarp um afnám
„obamacare“ og nýtt heilbrigð-
iskerfi skyldi tekið til af-
greiðslu í þinginu, að fyrirlagi
Trumps, kom babb í bátinn.
Þingforseti tilkynnti forset-
anum að svo margir flokks-
bræðra hefðu hlaupið undan
merkjum að hætta yrði við at-
kvæðagreiðslu rétt fyrir upp-
haf hennar. Þetta þótti mesta
áfall forsetans á fyrstu hundrað
dögunum í embætti. Pence,
varaforseti, sem virðist seigur
þótt hægt fari, hélt þó áfram að
nudda í þinginu. Og í fyrradag
var í skyndingu ákveðið að efna
til nýrrar atkvæðagreiðslu og
fór hún fram í gær. Þessu mikla
ágreiningsmáli lauk samdæg-
urs í deildinni og enginn,
hvorki utan þings né innan,
gerði athugasemd við þá máls-
meðferð. Það eru 435 þingmenn
í þingdeildinni. (Á Íslandi hefðu
hafist margra mánaða umræð-
ur um fundarstjórn forseta og
störf þingsins og málinu ekki
lokið af 63 þingmönnum).
Nú gengur málið til Öld-
ungadeildar og verður vænt-
anlega afgreitt eftir viðræður á
milli deilda. Trump og sam-
herjar hans fagna. En þótt mál-
ið fari svona, þá er augljóst að
það verður ekki undið með öllu
ofan af löggjöf Obama forseta.
Slíkt hefði ekki stuðning al-
mennings. Eftir mun því sitja
að hann náði að koma á heil-
legri löggjöf um þennan þátt.
Eftir breytingar repúblikana
verður hún í aðeins annarri
mynd en forsetinn stefndi að.
Hann mun því geta allvel unað
við, þegar horft er til megin-
markmiðanna sem hann setti
sér. Sú staðreynd kann að
þykja góð eða vond eftir
smekk, en hún er óumdeil-
anlega staðreynd.
Atkvæðagreiðsla um
„obamacare“ er sig-
ur fyrir Trump, en þó
aldrei meira en hálf-
ur sigur}
Kaflaskil
en ekki bókarlok
V
axandi umræða fer nú fram í Nor-
egi um framtíð samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Norski Miðflokkurinn hefur það á
stefnuskrá sinni að skipta EES-
samningnum út fyrir hefðbundinn tvíhliða frí-
verzlunarsamning. Flokkurinn hefur lagt
aukna áherzlu á þetta stefnumál sitt á und-
anförnum mánuðum auk andstöðunnar við inn-
göngu Noregs í Evrópusambandið og samhliða
því hefur fylgi hans aukizt verulega. Á sama
tíma er búizt við að norski Framfaraflokkurinn
móti þá stefnu á landsfundi flokksins sem hefst
í dag og stendur yfir helgina að leggjast ekki
aðeins gegn inngöngu í Evrópusambandið
heldur einnig að endurskoða þurfi EES-
samninginn.
Fylgisaukning Miðflokksins kemur ekki á
óvart í ljósi skoðanakannana um Evrópumál í Noregi.
Þegar kemur að afstöðunni til inngöngu í Evrópusam-
bandið hafa allar kannanir sem birtar hafa verið frá því
snemma á árinu 2005 sýnt mikinn meirihluta Norðmanna
andvígan því að ganga í sambandið. Þegar kemur að af-
stöðunni til EES-samningsins sýnir ný könnun að fleiri
Norðmenn vilji skipta EES-samningnum út fyrir hefð-
bundinn tvíhliða fríverzlunarsamning en vilja halda í hann,
eða 35% á móti 23%. Aðrir taka ekki afstöðu til valkost-
anna tveggja.
Fríverzlunarsamningar nútímans eru sagðir af annarri
kynslóð þar sem þeir ná ekki aðeins til vöruviðskipta, líkt
og í boði voru þegar EES-samningurinn var
upphaflega gerður, heldur einnig þjónustu-
viðskipta, opinberra útboða, höfundarrétt-
armála, öryggisstaðla og annars sem skiptir
máli í nútímalegum milliríkjaviðskiptum.
Samningur eins og brezk stjórnvöld stefna að
því að gera við Evrópusambandið og sam-
bandið sjálft hefur gert til að mynda við Suður-
Kóreu og Kanada og hefur vonazt til að gera
við Bandaríkin hvernig sem það annars fer.
Þingkosningar fara fram í Noregi í haust og
verður fróðlegt að sjá hvernig fjallað verður
um Evrópumálin í kosningabaráttunni. Ekki
er útilokað að fleiri þarlendir stjórnmála-
flokkar eigi eftir að taka undir með Mið-
flokknum á komandi árum og kalla eftir því að
EES-samningnum verði skipt út fyrir nútíma-
legan annarrar kynslóðar fríverzlunarsamn-
ing. Fyrirkomulag sem stærstu hagkerfi heimsins hafa
valið í samningum um viðskipti sín á milli og við önnur ríki
og sem rannsóknir hafa sýnt að eru fyllilega til þess fallnir
að tryggja viðskiptahagsmuni á milli ríkja.
Með annarrar kynslóðar fríverzlunarsamningi væri
ennfremur um að ræða tækifæri til þess að samræma, ein-
falda og nútímavæða tengsl EFTA-ríkjanna við Evrópu-
sambandið sem í meira en tvo áratugi hafa annars vegar
verið í gegnum EES-samninginn (Ísland, Noregur og
Liechtenstein) og hins vegar í gegnum fjölmarga tvíhliða
samninga (Sviss). Það væri ljóslega til mikilla hagsbóta
fyrir alla hlutaðeigendur. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Kjörið tækifæri
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Venjulegur fjölskyldubíll,knúinn rafmagni, getur núekið á milli Akureyrar ogReykjavíkur eftir að hrað-
hleðslustöðvum var fjölgað. „Leiðin
er orðin fær,“ sagði Bjarni Már Júl-
íusson, framkvæmdastjóri Orku
náttúrunnar, þegar málið var kynnt
á Akureyri í gærmorgun.
Hlöður, eins og ON kallar hleðslu-
stöðvarnar, hafa verið settar upp við
þjónustustöðvar N1 í Staðarskála í
Hrútafirði og á Blönduósi, og sú
þriðja er við tengivirki Rarik og
Landsnets rétt við Varmahlíð til
bráðabirgða. Áður hafði verið sett
upp hlaða í Borgarnesi.
Hlöður ON eru 16. Þær fyrstu
voru settar upp í Reykjavík árið
2014 og hefur fjölgað jafnt og þétt
síðan. Bjarni Már sagðist í gær afar
ánægður með að það markmið náðist
að „opna leiðina“ til Akureyrar fyrir
sumarið. „Raforkuiðnaðurinn þarf
að leiða orkuskiptin og sýna ábyrgð í
því. Komið hefur í ljós hvað við get-
um gert ef allir standa saman.“
Hringinn á rafbíl fyrir árslok
„Við ætlum að halda ótrauð áfram,
setja upp hlöður hér austur um frá
Akureyri og suður með ströndinni
frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið
er að hægt verði að komast hring-
veginn á venjulegum rafbíl undir lok
þessa árs,“ sagði Bjarni Már.
Umhverfismál ber oft á góma þeg-
ar rætt er um rafmagnsbíla en málið
snýst líka um beinharða peninga.
Bjarni Már segir um 200.000 bíla í
notkun á Íslandi. Eldsneyti á þá er
flutt til landsins fyrir um 12 millj-
arða króna á ári, 33 milljónir kr.
hvern dag ársins að meðaltali.
Rafmagnið kostar vitaskuld sitt
en ná mætti fram verulegum sparn-
aði með rafvæðingu bílaflotans og
Bjarni Már segir næga raforku til.
„Varlega má áætla að verja þurfi
innan við helmingi þessarar upp-
hæðar ef við skiptum yfir í hreina,
íslenska orku. Þannig mætti spara
um sex milljarða króna í gjaldeyri á
ári, sem færu einhvern veginn öðru-
vísi inn í hagkerfið. Þetta skiptir því
miklu máli og ekki síður vegna
samninga um loftslagsmarkmið sem
Íslendingar hafa skrifað undir,“ seg-
ir Bjarni Már Júlíusson.
Þjóðin hefur skuldbundið sig til að
draga verulega úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda til ársins 2030. Náist það
ekki mun það kosta skildinginn.
„Fólk verður að átta sig á að náist
markmiðið ekki verða börnin okkar
að draga upp veskið og borga en við
erum í dauðafæri núna að fara á
þessa bíla því allt er tilbúið.“
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og
auðlindaráðherra, segir það sannar-
lega tímamót að hægt sé orðið að
keyra á milli landshlutanna á raf-
magnsbíl. „Það skiptir miklu í því
stóra verkefni sem loftslagsmálin
eru og liggur beint við að fara í orku-
skipti í samgöngum; það væri ein-
faldlega fáránlegt að nýta ekki þessa
grænu orku til að drífa áfram bílana
okkar í stað þess að eyða mikil-
vægum gjaldeyri í lífefnaeldsneyti
sem flutt er frá útlöndum.“
Ekkert land hentar betur
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, segir ekkert land
betur til þess fallið en Ísland að raf-
bílavæðast. „Fyrir því eru nokkrar
ástæður. Allt rafmagn er grænt og
endurnýjanlegt, mengunarlítið, það
er ódýrt og loftslagið hér er ákjós-
anlegt því rafhlöður þola vel kulda
en ekki mikinn hita. Auk þess eru
vegalengdir hér á landi stuttar. Við
eigum að sjálfsögðu að stefna að því
að útrýma „svörtu bílunum“ eins
fljótt og hægt er, helst innan tíu
ára,“ sagði Bjarni. „Á því eru engar
hömlur; framtíðin er komin því
tæknin er tilbúin, verðið á bílunum
er orðið viðráðanlegt og drægnin er
að verða mikil. Í haust verða komnir
fjölskyldubílar á markað sem kom-
ast 400 kílómetra á einni hleðslu.“
Rafbílavæðing gæti
sparað sex milljarða
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Náttúruleg orka Fulltrúar Orku náttúrunnar ásamt ráðherra. Frá vinstri:
Bjarni Már Júlíusson, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Telma Sæmundsdóttir,
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Bjarni Bjarnason.
Bjarni Bjarnason, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, sat
fyrstu alþjóða rafbílaráðstefn-
una í Noregi í vor og segir hana
hafa verið mjög fróðlega að
mörgu leyti.
„Eitt af því sem þar kom
fram var að helsti rekstr-
arkostnaður norskra rafbílaeig-
enda væri vegna kaupa á ham-
borgurum og kaffi! Þeir þurfa
að leggja bílnum til að hlaða
hann og gera það gjarnan við
vegasjopppur, þar sem þeir
geta fengið sér í gogginn í leið-
inni,“ sagði Bjarni í léttum dúr í
gær á Akureyri.
„Hvað er yndislegra en að
svífa um landið, hljóðlaust og
án þess að menga, knúinn raf-
magni úr Henglinum?“ spurði
forstjórinn en hann hefur ekið
rafbíl um skeið og er afar hrif-
inn. Kom einmitt á honum norð-
ur til að sitja Samorkuþing.
„Ég er búinn að keyra hann
33.000 kílómetra og fyrir utan
að hlaða bílinn hef ég ekki
þurft að gera annað en setja
þrisvar á hann rúðupiss,“ sagði
Bjarni.
Eyða mestu í
hamborgara
og kaffisopa
RAFBÍLAEIGENDUR