Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 26

Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 ✝ Kristín Mar-grét Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1927. Hún lést 26. apríl 2017. Kristín var dótt- ir hjónanna Guð- mundar Jónssonar skrifstofumanns, f. 14.10. 1893, d. 31.12. 1947, og Kristínar Mar- grétar Jónsdóttur, f. 8.11. 1900, d. 20.5. 1927. Alsystkini Kristínar eru: 1) Jón, f. 5.5. 1922, d. 7.10. 2000, 2) Ey- steinn, f. 5.8. 1923, og 3) Ás- geir, f. 19.2. 1926, d. 22.10. 2004. Hálfsystkini Kristínar, Bjarnadóttir, frá Stóru- Vatnsleysu í sömu sveit, f. 27.7. 1899, d. 18.7. 1982. Krist- ín og Pétur eignuðust þrjú börn: Auði, f. 6.12. 1958, Jó- hann, f. 22.7. 1961, og Brynju, f. 5.6. 1964. Sambýliskona Jó- hanns er Margrét Lilja Magn- úsdóttir og fóstursonur hans Baldvin Búi Wernerson. Kristín, eða Stína eins og hún var kölluð, fæddist á Ljósvallagötu 22 og ólst þar upp. Á æskuárum sínum dvaldi hún í ein níu sumur í Síðumúla í Hvítársíðu í Borg- arfirði hjá þeim hjónum Ingi- björgu og Andrési og þeirra börnum. Stína og Pétur hófu búskap á Ljósvallagötunni en fluttu árið 1965 á Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi, þar sem Stína bjó til dánardags. Útför Kristínar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. maí 2017. og hefst athöfnin klukkan 15. samfeðra, eru: 1) Sigríður Ósk, f. 1.10. 1930, 2) Ólaf- ur, f. 16.10. 1931, d. 4.2. 1978, 3) Árni, f. 20.11. 1933, d. 4.6. 1999, 4) Ólína, f. 21.5. 1938, og 5) Sig- urður, f. 7.2. 1940, d. 13.8. 1971. Kristín giftist 25. október 1958 Pétri Jóhannssyni skipstjóra, f. á Patreksfirði 31. júlí 1932, d. 6. desember 2013. Foreldrar hans voru Jóhann Pétursson skipstjóri, f. 18.2. 1894 á Hvassahrauni á Vatnsleysu- strönd, d. 1.4. 1961, og Elín Elsku mamma. Nú er komið að ferðalokum hjá þér. Þú varst fædd og upp- alin í höfuðborginni, á Ljós- vallagötunni. Nafna móður þinnar sem lést stuttu eftir barnsburðinn. Ólínu fósturmóður þinnar naustu vel til átta ára aldurs þegar hún féll frá. Hugur þinn stóð til náms enda góðum gáfum gædd en at- vikin höguðu því þannig til að um fimmtán ára aldurinn tókst þú við heimilinu hjá föður þín- um og albræðrum þremur. Þú hefur án efa staðið þig þar í stykkinu eins og í öðru því sem þú tókst þér fyrir hendur um ævina. Kynntist pabba um þrítugs- aldrinum, sjómanni að vestan, fluttum á mölina. Ekki varð aftur snúið og giftust þið fljótlega, hófuð bú- skap og fluttuð fljótlega á Lindarbrautina á Nesinu, þar sem þið bjugguð æ síðan. Sem sjómannskona kom það í þinn hlut að sjá um rekstur og umsjón heimilisins. Uppgjör sjómannsins var ekki í jafn föstum skorðum þá og nú er og því þurfti að gæta mikillar útsjónarsemi og ráð- deildar til að allt gengi upp. Kom sér þá oft vel að þú hafðir áður unnið við sauma- skap og urðu kjólar og skokkar til á borðstofuborðinu eins og hendi væri veifað. Þá voru þær ófáar ferðirnar um árabil sem við fórum saman með strætó til eyrnalæknisins og svo fékk ég nammi fyrir þol- inmæðina hjá lækninum. Þín þolinmæði þótti sjálfsögð eins og títt er um foreldra. Þér var ýmislegt til lista lagt fyrir utan myndarskapinn við heimilið. Spilaðir eftir eyranu á píanóið og fannst fátt skemmti- legra en að hlusta á fallegan söng. Þú lagðir áherslu á það við okkur systkinin að við læsum bækur og það margar. Fórum við á bókasafnið vikulega og tókum margar bækur í hvert skipti. Var þeim síðan skipt fyrir aðrar að lestri loknum. Þú last sjálf einnig mikið og seinni árin voru það krimmarnir sem áttu hug þinn allan í lestrinum. Þannig hafðir þú með þér á spítalann góðan krimma sem þú hugðist lesa þann tíma sem þú þyrftir að vera þar. Annars varstu alltaf á leiðinni heim aft- ur, þar undir þú þér alltaf best. En það átti ekki fyrir þér að liggja og ekki náðir þú að lesa síðustu bókina. Þú ert hins vegar núna kom- in til pabba og án efa liggja bækur Arnaldar og Mary Higg- ins Clark á náttborðinu hjá þér þar. Ég hef minninguna um yndislega og ástríka móður sem lagði allt sitt í heimilið og fjölskylduna. Ég kveð þig að leiðarlokum og geymi þig ávallt í hjartanu. Þinn sonur, Jóhann. Elsku mamma, nú hefur þú kvatt þetta líf tæplega 90 ára að aldri. Það er margs að minn- ast. Þú varst heimavinnandi eftir að þið pabbi giftust og þar sem hann var oft langdvölum á sjón- um sástu ein um heimilið og allt sem því fylgir. Minnisstætt er að hve þolinmóð þú varst og sást til þess að okkur liði vel. Betri móður og vin er varla Kristín Margrét Guðmundsdóttir ✝ Hjördís Thor-arensen fædd- ist á Akureyri 1. október 1934. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 23. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Eyþór Thorarensen, fæddur 9. apríl 1902, dáinn 28. apríl 1988, og Otta Lovísa, f. 7. janúar 1909, d. 29. júlí 1938. Systir Hjördísar var Otta Lovísa, f. 17. júlí 1938, d. 16. maí 1940. Fóstursystir Hjördísar var Kristín Sigmars- dóttir, f. 7. apríl 1923, d. 26. febrúar 2010. Hinn 14. júní 1956 giftist Hjördís Árna Þor- móðssyni, f. 5. ágúst 1932, d. 9. apríl 1970. Foreldrar hans voru Nanna Jónsdóttir, f. 7. maí 1907, d. 17. september 1976, og Þormóður Sigurðsson prestur, f. 30. apríl 1903, d. 26. mars 1955. Börn Hjördísar og Árna eru: 1) Otta Lovísa, f. 16. apríl 1957, börn hennar og Jan Ola Anderson eru Carina Hjör- dís og María Lovísa, hennar börn eru Louisa María og Alexand- er Árni. 2) Nanna Kristjana, f. 22. febrúar 1959, maki hennar er Har- aldur Ingvarsson, börn hennar eru Árni Hjörvar Hilmarsson og Ingvar Haralds- son. 3) Eyþór Þormóður, f. 13. september 1964, dætur hans og Gunnhildar Pétursdóttur eru Hjördís Halla og Þórhildur. Hjördís nam hárgreiðslu á Akureyri og starfaði við það í skamma hríð, þá lá leiðin til Reykjavíkur í húsmæðraskól- ann. Fram að andláti Árna var Hjördís húsmóðir í Hafnarfirði, en hóf þá störf í Seðlabanka Ís- lands þar sem hún starfaði uns hún fór á eftirlaun sjötug að aldri. Útför Hjördísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Til mömmu: Þú ert horfin hjartans vina mín. Hvernig get ég lifað hér án þín? Harmi lostinn hugsa ég og bið. Hæstur Drottinn veit mér styrk og frið. „Morgunstund oss gefur gull í mund“. Glöð þú komst á lífs þíns morgun- stund. Hugrökk tókst á hendur vanda þann heimili að annast, börn og mann. Umhyggja þín börnunum ei brást. Blíð og göfug var þín móðurást. … Götu þína gekkstu prúð og stillt, glöð í bragði skapið rótt og milt. Er veikindi og vandi að höndum barst, vongóð, traust og örugg jafnan varst. Heimilið þinn heimur jafnan var. Hlúðir vel að öllu er lifði þar. Eitt er víst, þér allir gátu treyst. Öll þín störf með prýði af hendi leyst. Hrygg í sinni hér við kveðjum þig. Horfum döpur fram á lífsins stig. Þú varst blíð og björt sem stjarna skær. Blessuð er þín minning ljúf og kær. (J.H) Otta, Nanna og Eyþór. Í kjölfarið á blindu stefnu- móti fyrir rúmum þrjátíu árum kynntist ég höfði fjölskyldunn- ar og tengdamóður minni, Hjördísi Thorarensen, sem á þeim tíma starfaði sem banka- maður hjá Jóhannesi í Seðla- bankanum. Okkur varð vel til vina og ég kynntist henni náið þegar við vorum sambíla á leið í vinnu á hverjum morgni á um sjö ára tímabili. Ég kynntist ákaflega sterkri konu sem hafði einstæð alið upp Ottu, Nönnu mína og Eyþór, konu sem sjálf hafði ung misst móður sína og var alin upp af einstæðum föð- ur. Á þessum tíma hefur örugg- lega ekki verið auðvelt að koma börnum á legg en með sam- heldni, hjálp Guðs og góðra manna ól Hjördís upp fjöl- skyldu sem er bundin einstak- lega sterkum fjölskyldubönd- um. Á leiðinni úr Hafnarfirðinum var margt spjallað, frá fjöl- skyldumálum hvers tíma yfir í pólitík og allt þar á milli. Hjör- dís var víðsýn og réttsýn og það var gaman að heyra hvern- ig hún, sem var alin upp meðal mikilla Sjálfstæðismanna hafði síðar, í gegnum manninn sinn Árna, orðið partur af þingeysk- um Framsóknarmönnum sem slökktu á útvarpinu þegar heyrðist í frammámönnum Sjálfstæðismanna. Hún var skörp, átti auðvelt með að átta sig á samhengi hlutanna og hafði gaman af rökræðu og skoðanaskiptum. Eftirminnilegar voru sum- arbústaðaferðir með allri fjöl- skyldunni í Holtsdal þar sem Hjördís var hrókur alls fagn- aðar og átti til að bresta í söng og taka Hamraborgina ef sá gállinn var á henni. Með þess- um orðum vildi ég kveðja ynd- islega manneskju sem alltaf mun lifa í minningunni. Haraldur Ingvarsson. Mig langar með fáeinum orð- um að minnast fyrrverandi tengdamóður minnar, Hjördís- ar Thor, eins og hún var stund- um kölluð. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una fyrir um 27 árum var vel tekið á móti mér og átti ég eftir að eiga frábærar samveru- stundir með Hjördísi og fjöl- skyldu hennar. Það á lá því beinast við að skíra eldri dóttur okkar Eyþórs í höfuðið á þess- ari frábæru konu. Fjölskyldan var náin og mik- ill samgangur á milli hennar og barnanna hennar. Hjördís vann fulla vinnu í Seðlabankanum og hugsaði vel um fjölskyldu sína. Þegar dæt- ur okkar Eyþórs voru litlar tók hún sér frí í vinnunni til að passa meðan beðið var eftir leikskólaplássi. Það var alltaf gaman að vera þátttakandi í samverustundunum á vegum Hjördísar. Allt var í föstum skorðum; Laufabrauðsgerð fyr- ir jólin, svo voru að sjálfsögðu bakaðar smákökur, lagtertur og guð veit hvað. Ekki nóg með að Hjördís bakaði fyrir nærfjöl- skylduna heldur einnig fyrir frændfólkið í Ameríku og reyndar „nokkra aðra“ sem hættir voru þessu bökunar- stússi. Ég skildi aldrei hvernig hún komst yfir þetta með fullri vinnu. Alltaf hittumst við á páskadag heima hjá Hjördísi á Skerseyrarveginum og lengi vel bauð Hjördís upp á lax á brúð- kaupsdaginn sinn, 14. júlí. Þá eru ógleymanlegar sumarbú- staðaferðirnar á vegum Seðla- bankans á Þingvöllum, í Þrast- arskógi og í Holtsdal. Það var gott að vera í kring- um Hjördísi, hún hafði svo góða nærveru. Á tímabili vann ég í Hafn- arfirði og fór ég oft til hennar í hádeginu. Hún var þá hætt að vinna og við spjölluðum saman, borðuðum og fengum okkur svo kaffi og „sígó“. Hjördís kenndi mér að ráða „sunnudagskross- gátuna“ sem ég geri enn og hugsa alltaf til hennar við þá iðju. Einnig kenndi hún mér að baka og gaf mér handskrifaða uppskriftabók með nokkrum vinsælum fjölskylduréttum. Ég á hana enn og er hún orðin skemmtilega sjúskuð enda mik- ið notuð. Í mínum huga var Hjördís mikill skörungur sem ég leit upp til og svo vorum við góðar vinkonur. Margir öfunduðu mig af því að eiga svona frábæra tengda- móður því það var víst ekkert sjálfgefið. Sjálf þekkti ég ekk- Hjördís Jónína Eyþórsdóttir Thorarensen✝ Alexander Ró-bert Jónsson fæddist á Sauð- árkróki 4. janúar 1931. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 23. apríl 2017. Foreldrar hans voru Jón Anton Sigurjónsson, f. á Marbæli í Óslands- hlíð 23. mars 1905, verkamaður í Skagafirði, d. á Kristneshæli í Eyjafirði 1. júní 1943, og Halldóra Friðbjörns- dóttir húsmóðir, f. á Selnesi á Skaga 16. apríl 1885, d. 7. októ- ber 1966. Alsystir Alexanders var María Sólrún, f. 1929, d. 1931. Samfeðra Kristján Loftur, f. 1926. Systkini sammæðra eru Margeir Ingiberg, f. 1910, d. 1935. Friðrika Ingunn Aðal- heiður, f. 1916, d. 1976. Sig- urjón Friðbjörn, f. 1926. Eig- inkona Alexanders er Helga María Stefánsdóttir, f. 5. júní 1954 á Uppsölum í Svarfaðar- dal. Börn Alexanders og Helgu eru: Jón Anton, f. 9. ágúst 1951, maki Erla Sigríður Halldórs- dóttir, f. 1955, dætur þeirra eru 1) Snjólaug Stefanía, f. 1975, sambýlismaður Friðrik Sveins- son. Synir Snjólaugar eru Jón Anton og Hólmar Örn. 2) Ing- unn Ásta, f. 1981, maki Gísli Ey- land Sveinsson, synir þeirra eru Jón Gísli Eyland og Ari Eyland. Sigurlína Snjólaug, f. 3. maí 1955, maki Ólafur Magnússon, f. 1951, synir þeirra eru 1) Jó- hann Helgi, f. 1972, maki Sól- veig Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Kristófer Helgi og Sara Svanhildur. 2) Alexander Heiðar, f. 1977, maki Harpa Pálsdóttir, sonur þeirra er Bjarki Páll. 3) Ólafur Víðir, f. 1983, maki Hanna Carla Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru Elmar Franz, Salka Dögg og Dagur Elí. Stefán Kristján, f. 23 maí 1956, sam- býliskona Aðal- björg Vagnsdóttir, f. 1951, dóttir þeirra er Fjóla Sig- ríður, f. 1989, sam- býlismaður Skúli Brynjólfsson. Börn Stefáns Kristjáns af fyrra hjónabandi eru 1) Ingi Björgvin, f. 1976, maki Brynhildur Jóhannsdóttir, dætur þeirra eru Klara Sólveig og Ásthildur Una. Börn Inga Björgvins eru Alexandra Lilja, sambýlismaður hennar er Bald- ur Matthías. Tómas Þórður, dóttir hans er Harpa Lind. 2) Hrafnhildur Sonja, f. 1980, sam- býlismaður Kári Marísson, börn þeirra eru Bjarklind Ingibjörg og Marís. María Halldóra, f. 23. desember 1958, maki Gunnar Jón Jónsson, f. 1956, börn þeirra eru 1) Róbert Freyr, f. 1973, maki Aðalheiður Sif Árnadóttir, synir þeirra Ívan Árni, Dagur Freyr og Patrik Máni. 2) María Jóna, f. 1977, maki Elvar Freyr Aðalsteins- son, börn þeirra Rakel Sif, Kar- en Ösp og Gunnar Andri. 3) Elva Ösp, f. 1985, sambýlis- maður Björn Hansen, dóttir þeirra óskírð. Dóttir Elvu Aspar er Arna María. Sigurjón Mar- geir, f. 3. janúar 1961. Börn hans eru 1) Helga Lára, f. 1984, synir hennar eru Hólmar Helgi og Pétur Rúnar. 2) Rúnar Már, f. 1990. Alexander bjó alla tíð á Sauð- árkróki. Hann fór ungur að vinna og vann hin ýmsu störf til sjós og lands. Útför Alexanders fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Stefán Kristján (Kiddi). Elsku, elsku afi minn, það er mjög skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn, og komir aldrei aft- ur til baka. Það yljar hins vegar mikið að geta rifjað upp minning- ar, eins og þegar þú varst að kenna mér að spila ólsen, ólsen, ég var ekki sú þolinmóðasta en þú alltaf jafn þolinmóður og gafst ekki upp fyrr en ég var búin að ná þessu, og þá varð ekki aftur snúið því ég vildi bara spila og spila, og auðvitað vildir þú alltaf taka upp spilin. Mér er líka ofarlega í huga þeg- ar ég ákvað að hjóla niður í ós því ég vissi að þú værir þar að veiða, ég komst á leiðarenda hjálmlaus og allslaus, þú gast ekki annað en hlegið að mér og sagðir mér að koma inn í bíl, hentir hjólinu í skottið og keyrðir mig heim. Það er svo margs að minnast, elsku afi minn, og gæti ég skrifað niður endalaust. Það var rosalega erfitt að horfa upp á þig síðustu dagana þína, en ég hefði aldrei viljað sleppa þessum tíma með þér, ég mun alltaf muna þín síð- ustu orð sem þú sagðir við mig þegar ég kvaddi þig – bless elsk- an. Ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, og mikið létt að þú skulir ekki finna til lengur, núna ertu frjáls og getur gert allt sem þér fannst gaman og ég veit að þú ert byrj- aður að plana sumarið í Blöndu og farinn að pússa veiðistöngina og spúnana. Sjáumst seinna, elsku Alli afi. Ég passa ömmu fyrir þig. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Fjóla Sigríður. Alexander Róbert Jónsson HINSTA KVEÐJA Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Blessuð sé minning þín, elsku Alli minn. Takk fyrir allt og allt. Aðalbjörg Vagnsdóttir (Abba). Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.