Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 ✝ Guðjón ÁrniOttósson fædd- ist á Skólavörðustíg 4 hinn 8. desember 1928. Hann lést á Landspítalanum 16. apríl 2017. Foreldrar Guð- jóns voru Ottó Eð- varð Guðjónsson, sjómaður í Reykja- vík, f. 10. október 1904, d. 16. mars 1971, og Svanhvít Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 8. september 1907, d. 21. desember 1977. Guð- jón, eða Addi eins og hann var alltaf kallaður, giftist 8. desem- ber 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni Dóru Friðleifsdóttur, f. 11. desember 1930. Foreldrar Dóru voru Friðleifur I. Friðriksson, f. Í Ólafsvík 25. ágúst 1900, d. 9. mars 1970, og Halldóra K. Eyj- ólfsdóttir, f. á Skeggjastöðum í N-Múlasýslu 14. október 1902, d. 14. ágúst 1997. Guðjón var elstur systkina, þau eru: Sigríður, f. 19. janúar 1930, d. 23. október 2010, Erla, f. 4. júní 1934, d. 1. ágúst 2012, Sjöfn, f. 26. nóvember 1940, og Svandís, f. 30. sept- ember 1947, d. 21. janúar 2012. Auk þeirra tvö systkini sem dóu í Daníel Ottó, f. 1997, með Michael Viney. Stjúpbörn Huldu eru Ant- on Ingi, f. 1994, Andri Freyr, f. 1996, d. 2014, Aldís Elva, f. 2000, og Írena Þöll, f. 2003. Barna- barnabörnin eru tólf. Guðjón ólst upp á Skólavörðu- stígnum og gekk í Austurbæj- arskólann. Að barnaskólanámi loknu lá leiðin í Iðnskólann þar sem hann lagði stund á rafvirkj- un. Að námi loknu vann hann hjá Steini Guðmundssyni þar til hann stofnaði ásamt öðrum Rafvirkjaþjónustuna. Síðar stofnaði hann Rafvirkni sf. ásamt Heimi syni sínum og vann þar, uns hann lét af störfum sök- um aldurs. Guðjón og Dóra hófu búskap á Lindargötu 60 eða þar til hann ásamt fleirum byggði blokkina að Ljósheimum 12. Lengst af bjuggu þau síðan í Smáíbúðahverfinu. Guðjón var einstaklega úrræðagóður raf- virki og leysti úr vandamálum margra hvort sem það var í vinnu eða fyrir greiðasemi. Hann sinnti mörgum áhuga- málum. Spilaði bridge og var einn af stofnendum Krumma- klúbbsins. Þá safnaði hann frí- merkjum, kortum, umslögum og smámynt, stundaði stangveiði og lék golf um tíma. Þá hafði hann mikla ánægju af sólarlanda- ferðum og var Spánn í miklu uppáhaldi. Útför Guðjóns fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna frá Foss- vogskapellu 2. maí 2017. barnæsku. Börn Guðjóns og Dóru eru: 1) Birna f. 24. nóvember 1953, maki Þorsteinn Garðarsson. Sonur Garðar, f. 1979. 2) Heimir Jón, f. 14. september 1954, maki Kristrún Sig- urðardóttir. Börn Hlynur Már, f. 1993, og Sunna Rún, f. 1996. Fyrir átti Heimir Sigrúnu Grétu, f. 1978, og Halldór, f. 1980, með fyrrverandi eig- inkonu sinni Erlu Halldórs- dóttur. 3) Bylgja Björk, f. 16. janúar 1960. Börn með fyrrver- andi eiginmanni Steinari Þór Ólafssyni eru Árni Þór, f. 1979, Daníel Örn, f. 1981, og Dóra Björk, f. 1987. 4) Halldóra Krist- ín, f. 1 júlí 1964, maki Sigurður Sigurðarson. Börn Guðjón Ingi, f. 1988, og Sara Diljá, f. 1995. 5) Tvíburastúlkur andvana fæddar 1969. 6) Ottó Eðvarð, f. 9. apríl 1971, maki Valdís Ólafsdóttir. Synir Stefán Kári, f. 2001, og Tómas Magni, f. 2006. 7) Hulda, f. 20. maí 1975, maki Sveinn Al- bert Sigfússon, barn Freydís Katla, f. 2008. Fyrir átti Hulda Þakklæti. Mig langar að þakka pabba fyrir tíma sinn með mér, ég þekkti hann lítið á mínum yngri árum en síðustu árin hefur hann kennt mér margt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að hugsa um hann. Hlutverkið hafði snúist við, pabbi var orðinn litli strákurinn minn og ég mamma hans. Alltaf að passa að honum liði vel, að hann skorti ekkert. Passaði upp á að hann borðaði nóg, tilbúin að grípa í hönd hans er hann stóð á fætur til þess að hann dytti nú ekki. Á hans efri árum hefur hann oft glatt mig með sínum uppá- tækjum. Hann átti það til að fara í göngutúra og það án þess að láta mömmu vita hvert hann ætl- aði. Þegar mömmu var farið að lengja eftir honum var hringt í okkur Halldóru systur og sagt að sá gamli væri týndur, á innan við mínútu (liggur við) vorum við komnar á staðinn og byrjaðar að leita. Stundum fannst hann inni í geymslu sitjandi við skrifborðið að skoða gersemar sínar, frí- merkin. En stundum var hann ekki þar heldur einn úti í hinni stóru veröld og ekki nokkur leið fyrir okkur að vita hvar við ætt- um að byrja að leita. Alltaf fannst hann. Stundum kaldur og örmagna eftir langar göngur, því í hvert skipti villtist hann og vissi ekkert hvar hann var staddur eða yfir höfuð hvernig hann komst þangað. Það þýddi ekkert að segja honum að hann mætti ekki bara fara út án þess að láta neinn vita, hann vissi alltaf betur en við. Eitt sinn tók ég hann tali og sagði að hann gæti villst, að hon- um gæti orðið kalt eða að hann gæti hreinlega dottið og ekki staðið upp aftur. Þá stóð ekki á svörum hjá þeim gamla; ég rata alveg, mér var ekki kalt og ég datt ekki. Alveg eins og óþekkur lítill snáði, og áður en ég vissi var ég farin að hlæja að þessum yndislega fyndna manni, honum pabba mínum. Kvöldið fyrir andlát pabba lá hann inni á sjúkrahúsinu uppi á Akranesi, hann var svo kvalinn, þessi elska, enda lærbrotinn eft- ir fall deginum áður. Við Hall- dóra systir vorum við hlið hans alla þá nótt, og með hjálp ynd- islegs starfsfólks sem var á vakt þessa nótt náðist að halda verkj- um hans í skefjum eftir bestu getu. Aldrei kvartaði hann en það sást í andlitinu á honum að hann var illa kvalinn en stutt var í húmorinn hjá honum og þessa nótt var hann jólapakki að sögn eins starfsmanns. Ekki fannst honum það leiðinlegt og hló hann í gegnum sársaukann. Að horfa á hann í þessu ástandi var sárt, svo hrikalega sárt. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að vera með pabba mínum síðustu klukkutímana, mínúturnar og sekúndurnar fyr- ir brottför hans. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að vera með honum síðasta andar- drátt hans, að halda í höndina á honum og strjúka honum um enni. Ég er þakklát að pabbi minn hafi loksins fengið þá hvíld sem hann var búinn að þrá svo lengi, 88 ár er langur tími ef heilsan er farin. Hvíldu í friði, elsku pabbi, ég bið að heilsa Andra. Þín dóttir Hulda. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Með þessu ljóði kveð ég pabba minn hinstu kveðju. Ég leyfi mér að brosa yfir minningunum sem streyma fram í hugann og ylja á tímum sem þessum. Ég minnist veiðiferðanna í Vatnsdalsána, þegar við stoppuðum uppi á Holtavörðuheiði til að tína dýja- mosa fyrir ánamaðkana. Þú allt- af fyrstur að ná mosanum þrátt fyrir að vera aldursforsetinn. Ég minnist þess þegar þú keyrðir mig upp í Bláfjöll á skíði og tókst fram gömlu tréskíðin sem þú fékkst í fermingargjöf, bast þau á þig með rafmagnsvírum og naust þess að labba upp brekk- urnar á meðan við hin renndum okkur niður. Ekki vildi ég nú þekkja þig þarna í brekkunni en í dag brosi ég að minningunni. Ég minnist hjálpsemi þinnar þegar við hjónin byggðum okkur hús. Þú komst daglega með kaffibrúsann þinn og slóst ekk- ert af þrátt fyrir að vera orðinn 75 ára. Okkur stóð nú ekki alltaf á sama þegar við komum að þér uppi í tröppum eða uppi á still- ansa en ekki máttir þú heyra á það minnst að þú þyrftir að fara varlega. Ég minnist jólanna á Kanarí- eyjum, hvað þú naust þín í sól- inni og hitanum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér allt til hins síðasta, þakklát fyrir að sjá síðasta brosið og heyra síðustu orðin. Elsku pabbi, hvíl í friði og hjartans þökk fyrir allt. Þín dóttir, Halldóra Kristín. Það er tvennt ólíkt að stíga í vænginn við sitt tilvonandi konu- efni og að stíga fyrstu skrefin inn á heimili verðandi tengdafor- eldra. Fyrir rúmlega fjórum ára- tugum steig ég fyrsta skrefið inn á heimili verðandi tengdaforeld- ara minna, þeirra Dóru og Adda. Mér var vel tekið og hefur aldrei borið skugga á þau kynni. Addi ólst upp við Skólavörðu- stíginn, leiksvæði hans var Mið- bærinn, Tjörnin og Skólavörðu- holtið. En eins og tíðkaðist í þá daga voru börn send í sveit um leið og þau höfðu aldur til. Addi fór í Flóann og var þar í sveit í mörg ár. Sveitalífið átti vel við Adda. Þegar voraði þráði hann að kom- ast út úr bænum, komast út í náttúruna. Þessi þrá fylgdi hon- um alla tíð. Hann hafði yndi af að veiða, fylgjast með skýja- farinu og fuglalífinu. Það var á balli í bragga í Nauthólsvík, þar sem Addi hneigði sig fyrir Dóru og bauð henni upp í dans og þann dans stigu þau í um sextíu og sex ár. Þau áttu og ólu upp sex börn og var því oft í mörg horn að líta hjá þeim hjónum. Þrátt fyrir að þau hafi verið um margt ólík þá deildu þau sömu áhugamálum. Vetraríþróttin var bridge, þau tóku þátt í ótal keppnum og voru sigursæl. Þegar þau voru ekki að keppa var gjarnan spilað heima við Sissu systur Adda og Ingólf mág hans. Á sumrin var veiðistöngin dregin fram, Vatnsdalurinn var í uppáhaldi hjá þeim og fóru þau ásamt sínu fólki þangað árlega um marga ára skeið. Golfið átti einnig stóran sess hjá þeim, að spila og fylgjast með golfkeppn- um var ánægja þeirra og dægra- dvöl er starfsævinni lauk. Þar fyrir utan var Addi áhugasamur safnari, hann safnaði frímerkj- um, póstkortum og mynt. Addi lærði rafvirkjun og starfaði alla tíð við sitt fag. Fyrst í stað hjá meistara sínum. Hann stofnaði Rafvirkjaþjónustuna ásamt tveimur félögum sínum sem þeir ráku við góðan orðstír í um þrjá áratugi. Árið 2000 stofn- aði Addi Rafvirkni með Heimi syni sínum og vann þar til að hann fór á eftirlaun. Addi sá um raflagnir og viðgerðir fyrir mörg leiðandi fyrirtæki og stofnanir m.a. Síld og fisk, Hótel Holt, Öl- gerðina og Verslunarbankann. Addi var einstakur verkmað- ur, hann var fagmaður fram í fingurgóma, þrautseigur og hætti ekki fyrr en bilunin var fundin og straumur kominn á ný. Einn besti vitnisburður um ágæti Adda var að sá farsæli og góði athafnamaður Þorvaldur í Síld og fiski treysti engum betur en Adda til að sjá um raflagnir og viðgerðir á vélum í fyrirtækj- um sínum. Addi var einn af þeim mönn- um sem skiluðu góðu dagsverki, hjá honum fór saman; dugnaður- inn, fagmennskan og þrautseigj- an. Blessuð sé minning Guðjóns Árna Ottóssonar. Þorsteinn Garðarsson. Ég kom inn í fjölskyldu Adda 1981. Fljótt varð mér ljóst að þar fór maður sem ekki valdi alltaf auðveldustu leiðirnar. Hann lagði á sig ómælda vinnu við að gera við það sem aðrir sögðu ónýtt, frekar en að kaupa nýtt. Þessi eiginleiki hans nýttist Ölgerð Egils Skallagrímssonar vel, þar sem hann hélt úreltum vélum og í raun safngripum, gangandi áratugum saman. Margar ferðir fórum við sam- an. Nokkrar til útlanda þar sem hann naut sín best í hita og sól. En eftirminnilegastar eru veiði- ferðirnar í Vatnsdalsá. Þar eins og annars staðar snérist líf hans um að öðrum gengi vel, þegar hann hafði tryggt það eins og kostur var, gat hann farið að huga að sjálfum sér. Eftir að hann hætti störfum kom í ljós að hann átti erfitt með að sitja aðgerðarlaus. Enda þurftum við hjónin ekki að beita hann fortölum þegar við báðum hann um aðstoð þegar við keypt- um fokhelt hús. 75 ára mætti hann fyrstur allra, með sætt kaffi á brúsa og fann sér eitt- hvað að gera. Um miðjan mars síðastliðinn, lagðist hann inn á Landakot til hvíldar. Þegar hann kom síðan heim í helgarfrí var hann það máttfarinn að hann fór beint á sjúkrahús aftur. Við sáum að verulega hallaði að kveldi eða eins og konan mín sagði „hann leit ekki við pípunni heima“. Með þessum orðum kveð ég mann sem ekki var allra en reyndist mér og mínum ákaflega vel. Sigurður (Siggi). Guðjón Árni Ottósson hægt að hugsa sér. Þú lagðir áherslu á að við menntuðum okkur og voru þær ófáar heim- sóknirnar á bókasafnið með þér. Þú varst alltaf mjög heima- kær og áttir þínar bestu stund- ir innan veggja heimilisins með fjölskyldunni enda bar heimilið myndarskap þínum augljós merki, málverk eftir þig á veggjum og píanóið á sínum stað ásamt öllu öðru. Elsku mamma, ég kveð þig með sárum söknuði. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Brynja. Í dag kveðjum við Kristínu tengdamóður mína. Þar var á ferðinni kraftmikil og ákveðin kona sem sagði alltaf sína meiningu en var jafnframt af- skaplega hjartahlý og um- hyggjusöm. Ég hitti hana fyrst fyrir um 12 árum þegar ég og Baldvin sonur minn komum sem gestir á Lindarbrautina í fyrsta skipti. Þau Kristín og Pétur tóku einstaklega vel á móti okkur, eins og reyndar ávallt þegar við komum í heimsókn. Kristín vildi helst slá upp veislu í hvert skipti. Hún sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem við höfðumst að og var umhugað um okkar hagi. Þarna eignaðist Baldvin ann- að sett af ömmu og afa og það er ég einstaklega þakklát fyrir. Ég hitti Kristínu nokkrum dögum fyrir andlátið og áttum við þá gott spjall. Þó að hún væri orðin mikið veik var barátta í henni og sagðist hún vera mun hressari og stefndi að því að komast heim fljótlega. En við ráðum ekki alltaf för og ferð hennar var heitið ann- að. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa stund með henni og kveð hana með söknuði. Elsku Auður, Jói og Brynja, ég votta ykkur innilega samúð. Þegar sorgin sverfur að og sólargeislar dvína við Guð þinn eigðu orðastað aftur mun þá skína. Af ást hann talar til þín skýrt trúum kærleiksorðum þar til brosið bjart og hýrt birtist eins og forðum. (Hilmir Högnason) Margrét Lilja. Þegar ég var níu ára gamall fór ég í heimsókn á Nesið að hitta fjölskylduna hans Jóa í fyrsta skiptið. Ég var svolítið feiminn en þau tóku öll svo vel á móti mér að það var fljótt að hverfa. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þeim Kristínu og Pétri, sem urðu eiginlega eins og önnur amma mín og afi. Það var alltaf gott að koma á Nesið og alltaf tekið hlýlega á móti manni enda voru þau gott fólk með hjartað á réttum stað. Bestu þakkir fyrir allt. Baldvin Búi. ert annað og í mínum huga var Hjördís alltaf jákvæð, brosmild og glöð og var alltaf til í að hjálpa öðrum. Ég fann það fljótt að Hjördís var vinsæl manneskja, allir vildu vera nálægt henni og vera með henni enda var hún skemmtileg, lausnamiðuð og laus við alla fordóma. Fjöl- skylda mín var svo heppin að fá að kynnast henni og það var alltaf glatt á hjalla í fjölskyldu- boðum þegar þessar tvær fjöl- skyldur hittust. Það er alltaf talað um Hjör- dísi Thor af mikilli virðingu enda hefur hún áunnið sér þá virðingu með gjafmildi sinni. Hennar verður sárt saknað. Kveðja, Gunnhildur Pétursdóttir. Fyrstu árin ólst ég upp heima hjá ömmu og tók hún stóran þátt í uppeldi mínu fyrstu árin og var einstaklega dugleg að hjálpa mömmu með sitt fyrsta barn. Eftir að ég flutti á nýjan stað, sem var ekki langt frá ömmu, eyddi ég engu að síður miklum tíma með og hjá ömmu. Á unglings- og fullorðinsárum var samband okkar alltaf gott og var amma alltaf til í að hjálpa mér og leið- beina mér, ég held meira að segja að amma hafi komið mér í gegnum dönsku allan fram- haldsskólann með því að að- stoða mig við námið. Hún var einnig klár í að setja hluti í samhengi þegar ég var að kljást við að reyna að taka góðar ákvarðanir. Amma ólst upp á Akureyri og menntaði sig sem hár- greiðslukona og svo þegar afi féll snemma frá ól hún upp þrjú börn og vann fulla vinnu. Ég held að sú reynsla hafi hert ömmu og gert hana sterka bæði andlega og líkamlega og kannski er góð heilsa til átt- ræðs til marks um það. Amma var klár, ósérhlífin, umhyggjusöm og sérstaklega sjálfstæð og vildi gera alla hluti sjálf þótt hún vissi að hún ætti góða að sem vildu allt fyrir hana gera. Elsku amma, ég hef alla mína tíð verið stoltur og hreyk- inn af því að eiga þig sem ömmu og vorum við miklir vinir og ég mun sakna þín mikið. Árni Hjörvar Hilmarsson. Rosalega er skrýtið að þú sért farin amma mín, ég man eftir öllum þeim frábæru tím- um sem við áttum saman. Alltaf var jafn skemmtilegt þegar við fjölskyldan fórum saman í sumarbústað og þá sér- staklega í Holtsdal, þú varst alltaf svo yndislega góð, skemmtileg, umhyggjusöm og sjálfstæð. Einnig gleymi ég því aldrei þegar þú tókst Brennið þið vitar svona glæsilega og söngst yfir allan dalinn. Þú varst alltaf hjálpsöm og aðstoðaðir mig eins og hægt var þegar prófin byrjuðu og hægt var að koma yfir til þín og læra í ró og næði. Það er erfitt að orða það hversu frábær þú varst, mun ávallt sakna þín amma mín, takk fyrir allt. Ingvar Haraldsson. Sit hér og hugsa um hvað á ég að segja. Dagurinn sem ég er búin að kvíða svo lengi er kominn, ég þarf að kveðja þig. Það sem ég datt í lukkupottinn að eignast þig sem ömmu, við vorum svo nánar þú og ég. Gat alltaf treyst á þig, engu máli skipti hvað það var, þú varst alltaf til staðar. Þú varst svo hjartahlý, klár, skemmtileg og sterk, svo það er ekki skrýtið að mamma mín er hörkukona. Skil ennþá ekki almennilega að þú sért farin enda vil ég ekki trúa því. Það er svo margt sem mig langar að segja um þig, elsku amma mín, en kem það ekki niður á blað. Vona að þú vissir hvað ég elskaði þig mikið og hvað þú skipti mig miklu máli. Þú varst mér svo miklu meira en „bara“ amma mín. Veit ekki hvað ég á að gera án þín en eitt veit ég fyrir víst að það eru þung og erfið skref fram undan án þín. Minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Elska þig! Carina Hjördís Andersson. Okkar ástkæra móðir, amma og systir, ERNA SVAVARSDÓTTIR frá Blönduósi, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold að kvöldi laugardagsins 29. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þóra Stefánsdóttir Kolbrún Erna Ingadóttir Bergvin Logi Ingason Agnes Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.