Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 28

Morgunblaðið - 05.05.2017, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 ✝ Anna IngibjörgHelgadóttir fæddist 11. júlí 1917 á Efri- Dálksstöðum, Sval- barðsströnd, S- Þingeyjarsýslu. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. apríl 2017. Faðir Önnu Ingi- bjargar var Helgi Valdimarsson bóndi Kjarna, Arnarneshreppi Eyjafjarðarsýslu, f. 18. maí 1888, d. 6. nóvember 1955, son- ur Valdimars Grímssonar bónda Leifshúsum Svalbarðs- hreppi og Jónínu Bjargar Jóns- dóttur. Móðir Önnu Ingibjargar var Aðalheiður Baldvinsdóttir, f. 4. október 1887, d. 10. apríl 1946, dóttir Baldvins Jóhann- essonar bónda Efri-Dálks- hjúkrunarkona við Ullevål Sykehus í Osló og Sentralsyke- huset Akershus í Osló 1951. Eft- ir heimkomuna var Anna Ingi- björg deildarhjúkrunarkona við Kleppsspítala 1951-1962, á Víf- ilsstöðum 1963-1964, hjúkr- unarkona við Farsóttarhúsið Reykjavík 1. janúar 1965 til 1. nóvember sama ár og deild- arhjúkrunarkona á Kleppsspít- ala frá 1. nóvember 1965 og þar til starfsævi lauk. Síðustu árin dvaldi Anna Ingibjörg á Hrafn- istu í Reykjavík. Anna Ingibjörg var önnur í systkinahópnum en hin systkini hennar voru: 1) Sigríður, f. 11. júní 1916, d. 23. júní 2013. 3) Helgi, f. 14. ágúst 1918. 4) Valdimar, f. 7. desember 1919, d. 15. maí 2010. 5) Guðlaug, f. 27. febrúar 1921, d. 14. nóv- ember 1999. 6) Baldvin, f. 1922, d. 1923. 7) Jónína Björg, f. 20. maí 1924, d. 14. febrúar 2014. 8) Baldvin, f. 7. desember 1925, d. 8. september 1990. Útför Önnu Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 5. maí 2017, klukkn 13. stöðum og Guð- laugar Benedikts- dóttur. Anna Ingibjörg stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal veturinn 1937-1938. Eftir námið á Laugum var hún í vist á Húsavík og síðan vann hún um tíma á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Eft- ir það lá leiðin til Reykjavíkur. Anna Ingibjörg lauk námi við HSÍ í maí 1948 og eftir það framhaldsnámi í geðhjúkrun við Kleppsspítala og var deild- arhjúkrunarkona við Kristnes- hæli 1948-1949. Anna Ingibjörg sótti námskeið fyrir deildar- hjúkrunarkonur í geðhjúkrun við háskólann í Árósum, var Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku Anna amma. Mér þykir vænt um þig og geymi minningu þína í hjarta mínu. Þín Kristín. Elsku nafna mín. Ég heiti Elín Anna. Elín í höf- uðið á Elínu ömmu og Anna í höf- uðið á þér, Önnu afasystur. Elsku Elín amma kvaddi okkur í októ- ber á síðasta ári og nú hefur þú líka kvatt okkur. Svona er víst lífsins gangur. Ég er stolt af nafninu mínu og að fá að heita í höfuðið á tveimur dásamlegum konum sem voru bæði duglegar og hjartahlýjar. Ég man eftir heimsóknum til þín í Hátúnið. Fyrst með pabba og mömmu en svo fór ég að fara sjálf. Fljótlega kynnti ég þig samt fyrir kærastanum mínum, Kristjáni, sem seinna varð mað- urinn minn. Þegar Ólafur Kári fæddist kom hann líka með okkur í heim- sókn til Önnu frænku. Ég man eftir spjalli um daginn og veginn en sérstaklega man ég eftir spjalli um að lifa í núinu og reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ætli þér hafi ekki fundist ég eitthvað þreytt og lúin þarna á námsárunum mínum, nóg að gera í skólanum og á sama tíma að koma mér upp fjölskyldu. Eftir- farandi texti finnst mér fallegur og minnir mig á þetta spjall okk- ar. Dagurinn í dag er dagurinn þinn. Þú getur gert við hann hvað sem þú vilt. Gærdaginn áttir þú. Honum getur þú ekki breytt. Um morgundaginn veist þú ekki neitt. En daginn í dag átt þú. Gefðu honum allt sem þú megnar. Svo einhver finni í kvöld að það er gott að þú ert til. Takk, elsku Anna frænka, fyr- ir allar góðar stundir og öll góðu ráðin um lífið. Takk fyrir mig. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. … Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Kveðja Elín Anna Helgadóttir. Anna frænka er látin. Í æsku var hún stór hluti í lífi okkar. Anna var eins konar amma í okk- ar huga þar sem við áttum ekki ömmu á lífi. Anna var ekki há í loftinu en í huga okkar var hún stór. Yfirbragð hennar var fágað, virðulegt og hvíldi mikil ró yfir henni. Anna var kona fárra orða en sterkra skoðana og skýrrar sýnar. Hún var kímin og brosti þá gjarnan úti í annað. Á hátíðisdög- um var hún hjá okkur og á jólum var notalegt að sitja hjá henni og hlusta á messuna meðan beðið var eftir því að maturinn væri lagður á borð. Yfir jólahátíðina heimsóttum við Önnu og lagt var þá á borð; pönnukökur og heitt kakó. Gjarnan spilað við græna spilaborðið sem okkur þótti mjög framandi og fínt. Fleiri hluti átti hún sem voru framandi s.s. skáp með máluðum myndum. Enda var Anna heimskona og opnaði fyrir okkur glugga út í hinn stóra heim sem okkur var ókunnur. Hún sótti meðal annars nám til útlanda og naut þess að ferðast. Frá þeim ferðum færði hún okk- ar gjarnan smágjafir til að gleðja og eins framandi sælgæti s.s. Machintosh. Síðustu ár Önnu voru henni erfið þar sem heilsa, þrek og þróttur fór þverrandi. En við minnumst góðrar stundar þar sem við heimsóttum hana með móður okkar og höfðu þær gam- an af að rifja upp gamla stundir og fá sér smálögg af sérríi, sem gladdi þær báðar. En nú kveðjum við góða frænku. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Aðalheiður, Sigríður og Helgi. Ennþá kallar klukkan með sinn kalda, dimma róm. Nú er það Anna Helgadóttir hjúkrunar- fræðingur sem kallinu hlýðir. Engu þarf hún að kvíða, því hún hefur staðið sína skylduvakt með miklum sóma. Ég kynntist Önnu Helgadótt- ur fyrst í byrjun ársins 1969 er ég hóf störf við Flókadeild Klepps- spítalans, en þá var hún deildar- stýra þar. Með okkur tókst strax ágæt samvinna, sem stóð snurðu- laust í mörg ár, eða þar til Anna lét af störfum vegna aldurs. Anna var kona frekar lágvax- in, grönn og nett. Hún var því ekki mikil að vallarsýn, en föst fyrir þegar á þurfti að halda. Kom það sér oft vel. Hún var hljóðlát í umgengni, róleg og yf- irveguð. Engin var hún mál- skrafsskjóða, orðvör, lagði helst gott til málanna. Hún var fremur dul og talaði lítt um sjálfa sig eða eigin hagi. Einstaklega traust manneskja, vönduð og skyldu- rækin. Ásókn í pláss á Flókadeildinni var á þessum tíma oft mikil, deildin oft yfirfull og álagið því mikið. Samt tókst Önnu furðu oft að koma einhvern veginn fyrir auka rúmi, eða bedda, þegar mik- ið lá við. Hún vakti stöðugt yfir deild- inni og velferð þeirra, sem þar dvöldu og störfuðu, af kærleika og samviskusemi. Ég vil, með þessum fáu og fá- tæklegu orðum, færa henni að leiðarlokum mínar bestu og inni- legustu þakkir fyrir langt og ánægjulegt samstarf, þolinmæði, umburðarlyndi og fyrir þá natni og umhyggju, er hún sýndi okkur öllum á Flókadeildinni. Ég er viss um að margir munu heils hugar taka undir það. Megi góður Guð varðveita minningu Önnu Helgadóttur. Eftirlifandi bróður hennar, fjölskyldu og vinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Jóhannes Bergsveinsson. Anna Ingibjörg Helgadóttir ✝ Róbert FreyrPétursson fæddist í Keflavík 15. janúar 1983. Hann lést 17. apríl 2017. Foreldrar hans eru Stefanía Jóns- dóttir, f. 25. janúar 1950, og Pétur Sig- urðsson, f. 2. febr- úar 1948. Systkini Róberts eru Kol- brún Jóna, f. 24. febrúar 1968, gift Torfa Þór Torfasyni, f. 21. Hann er kvæntur Massyel Pét- ursson, f. 25. maí 1977. Synir þeirra eru Liam, f. 25. september 2010, og Ludvik, f. 3. nóvember 2014. Róbert ólst upp í Keflavík og að grunnskólanámi loknu stund- aði hann nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, hann útskrif- aðist þaðan sem stúdent vorið 2005. Með skóla og frá útskrift stundaði hann alla almenna verkamannavinnu, sjómennsku og einnig verslunarstörf. Hann nam viðskiptafræði við Háskól- ann á Bifröst en hafði ekki lokið því námi er hann lést. Róbert Freyr verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. maí 2017, klukkan 13. Jarðsett verður í Hólmsbergs- kirkjugarði. júlí 1966. Börn þeirra eru Andri Pétur, f. 16. október 1990, í sambúð með Auði Elísabetu Guð- mundsdóttur og á hann soninn Hrafn Orra, f. 8. ágúst 2014. Stefanía, f. 8. ágúst 1995, í sam- búð með Óðni Þór- arinssyni, og Tinna, f. 7. apríl 2003. Sigurður, búsettur í Miami í Flórída, f. 27. október 1973. Það var öfugsnúið að fá fréttir af andláti elsku besta Róberts sama dag og ég heyrði í lóunni syngja hér úti í fyrsta sinn þetta vorið, á sama tíma og gróðurinn er að lifna við og sólin að hækka á lofti. Fregnin var vond. Það er ekki hægt að búa sig undir það þegar lífið tekur svona sveiflu. Róbert Freyr fæddist þegar ég var orðin unglingur, við Torfi vor- um byrjuð að vera saman. Stundum var hann meira eins og sonur okkar en bróðir og mág- ur. Ég fékk að halda á honum und- ir skírn þegar honum var gefið þetta fallega nafn. Ég var stolt. Stolt stóra systir. Ég var stolt yfir fallega, duglega hestamanninum, mótókross-snillingnum, náms- manninum og góða bróðurnum sem gerði allt fyrir mig, brosandi. Róbert var einn af þeim sem spurðu annað fólk af einlægni hvernig það hefði það og hvað það hafði fyrir stafni áður en hann sagði eitthvað um sjálfan sig. Hann var forvitinn enda fróður um allt milli himins og jarðar, bæði það sem skipti máli og einnig um það sem skipti engu máli. Róbert hafði góða nærveru, hann hafði góð áhrif á mig og kenndi mér margt. Að fá faðmlag á hverjum degi og oft á dag frá litla bróður er ekki sjálf- sagt. Ég sakna þess. Síðustu ár voru honum erfið. Hann ætlaði að vinna baráttuna enda var keppnisskap í stráknum. Það hafðist ekki alveg og nú fær stóra systir ekki þétt faðmlag meira. Hann ætlaði sér að koma til baka og sjá til þess að foreldrar okkar hefðu það gott enda kunni hann að meta það hversu vel þau hugsuðu um hann þegar hann hafði það sem verst. Mín hinsta kveðja til litla bróður er fátækleg miðað við hversu mikilvægur hann var mér. Elska þig. Hvert sem ég fer fylgir þú mér ég mynd þína ber í huga mér. Helju úr heimt hefur þú mig grafið og gleymt gefið mér þig Létt er mín lund lauguð af þér gyllir nú grund geislanna her. Hver sem ég er fylgir þú mér ég mynd þína ber í hjarta mér. (Þorsteinn Einarsson) Kolbrún Jóna Pétursdóttir. Það er mikil sorg þegar ungir menn í blóma lífsins falla frá. Við fjölskyldan hugsum til baka til allra góðu stundanna með Robba frænda og fjölskyldu. Við systurn- ar fórum utan í ferðir með börnin okkar og eigum góðar minningar frá þeim tíma. Róbert Freyr var góður náms- maður og hann fylgdist vel með þjóðmálum. Það var alltaf gaman að ræða við hann um öll heimsins mál og hann hafði sterkar skoðanir á þeim flestum. Róbert Freyr hafði líka gaman af skák og sinnti hann skákinni þegar hann gat. Það var alltaf gaman að glíma á chess.com. Þá hafði hann mikinn áhuga á mótó- kross, sem hann lagði stund á í nokkur ár. Við viljum minnast góðs drengs og erum þakklát fyrir góð kynni sem voru því miður allt of stutt. Við vottum Stebbu, Pétri og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Guðbjörg og Árni Þór. Elsku besti frændi og góði vin- ur. Alveg frá því að ég man eftir mér hefur þú verið hluti af lífi mínu og samband okkar hefur alltaf ver- ið náið og gott. Einu árinu yngri sem ég var tókst þú að þér að vera stóri frændi og passaðir alltaf vel upp á mig og studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem mað- ur gerði eitthvað gott eða ein- hverja algjöra vitleysu. Í þá þrjá áratugi sem við höfum leikið okkur saman, eins og við kölluðum það í gamla daga, höfum við brallað ýmislegt saman og eftir sitja margar skemmtilegar og góð- ar minningar um tíma okkar sam- an. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að þræta um einhver óþarfa mál aftur eins og við gerðum oft og mörgum sinnum og þrátt fyrir að við næðum ekki niðurstöðu í þrætumálin var næsti dagur á eftir eins og ekkert hefði í skorist. Kæri vinur, ég hugga mig við það að núna ert þú á góðum stað þar sem vel hefur verið tekið á móti þér, enda varstu hjartagóður og einstaklega góður maður og hafðir góð áhrif á alla samferðamenn þína um ævina. Elsku besti Robbi frændi, þú verður í hjarta mér að eilífu. Þinn litli frændi, Sigurgeir Rúnar Jóhannsson. Komið er að leiðarlokum hjá kærum vini. Róberti kynntist ég á unglingsárunum, við höfðum ráðið okkur í sumarvinnu í humar- vinnslu í Keflavík og Robbi tók strax vel á móti utanbæjar- manninum og urðum við góðir vinir frá fyrsta degi. Utanbæjarmenn hafa aldrei verið sérstaklega vin- sælir í Keflavík en Robbi lét það ekki á sig fá og var búinn að kynna mig fyrir hálfum bænum innan skamms og það sem mikilvægara er búinn að taka mig inn í sinn nán- asta vinahóp, sem inniheldur marga af mínum bestu vinum í dag, vinahóp sem syrgir góðan dreng. Robbi var öðlingur sem vildi allt fyrir vini sína gera, hann var bráð- gáfaður, hress, opinn og hrikalega óþolinmóður, ég gleymi því t.d. ekki þegar ég hafði hann loksins undir í skák en honum fannst ég líklega hafa tekið heldur ríflegan umhugsunartíma: „Til hamingju … þú drapst mig úr leiðindum,“ sagði hann og meinti hvert einasta orð. Ég á ógrynni af góðum minn- ingum með Robba innanlands sem utan en einhvern veginn eru það hversdagslegu minningarnar sem eru dýrmætastar: Sumarkvöldin í Keflavík á unglingsárunum, spjall- ið, trúnaðarmálin og rökræðurnar. Vertu sæll kæri vinur, ég verð ævinlega þakklátur fyrir þann góða en allt of stutta tíma sem við fengum saman. Einar Númi. Elsku Róbert. Það er sárt að vita að maður muni ekki heyra í vini sínum aftur. Það eru margar erfiðar og óþægi- legar tilfinningar sem bærast með mér í dag þó að mér finnist sú stað- reynd að þú sért farinn ennþá óraunveruleg og fjarlæg. Það er ekki nokkur leið að rekja hér í stuttum texta vináttu okkar, sam- verustundir, samtöl, prakkara- strik, fíflagang og rökræður enda spannar það vel á þriðja áratug. Ég er þakklátur fyrir það að það kom oft fram í samtölum okkar undan- farið að mér þætti vænt um þig. Mér finnst við hæfi að kveðja þig með því að segja þér hvers vegna. Ég hef stundum sagt að það sé ágætur mælikvarði á gæði vináttu hvort maður geti setið löngum stundum með viðkomandi án þess að segja nokkuð, án þess að það sé óþægilegt, og rifist, án þess að það hafi áhrif á sambandið. Það gátum við. Við töluðum jafnvel saman í síma án þess að segja orð. Forvitni þín og þörf fyrir að skilja hvernig hlutir virkuðu var lýsandi fyrir okkar samtöl þegar við vorum yngri. Þú spáðir í hluti sem ég hefði annars aldrei leitt hugann að. Og það var auðvitað uppspretta ótal rökræðna enda gátum við þrætt um nánast hvað sem er, jafnvel ein- földustu eða ómerkilegustu hluti. Ég hafði gaman af því að vera ósammála þér, enda þoldir þú illa að hafa rangt fyrir þér. Ég var auð- vitað þannig líka. Jafnvel þó að tími liði á milli þess sem við hittumst þá breyttist vin- átta okkar aldrei. Og jafnvel þegar á fullorðinsárin var komið gátum við alltaf talað saman og hegðað okkur eins og litlir strákar, enda ennþá bara grallarar á hjólum, þó það hafi bæst mótor á hjólin okkar í seinni tíð. Í mínum huga er það sönn vinátta. Mér þótti alltaf gott að tala við þig og eiga með þér tíma. Því þú sýndir manni áhuga. Þú varst hreinskiptinn og bentir mjög oft á það sem þér þótti gott í fari manns og hrósaðir manni fyrir það sem þér fannst að maður gerði vel. Það kom náttúrulega frá þér, tilgerð- arlaust. Þú sást það jákvæða við mann og gerðir mikið úr því. Jafn- vel þegar þér leið illa. Það er eig- inlega ekki hægt að biðja um neitt meira frá vini sínum en það. Þrátt fyrir að samtöl okkar hafi verið tíð síðustu misserin, þá voru þau oft öðruvísi. Flóknari. Erfiðari. Það breytti þó engu um það að mér þótti vænt um samtölin okkar og þitt álit skipti mig alltaf máli. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom upp á hótel í Denver nú um daginn, eftir leiðangur í motocross-búðina á svæðinu, var að rífa nýja hjóla- gallann upp úr pokanum og taka myndir til að senda þér. Það skipti mig máli að þér þætti hann í lagi. Það er ekki sjálfgefið að eignast vin eins og þig svo snemma á lífs- leiðinni sem maður heldur trúnað- arsambandi við fram á fullorðinsár. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur. Elsku vinur. Þú hafðir meiri áhrif á mig en þig hefði nokkurn tímann geta grunað. Ég lagði mig fram í skóla vegna þín. Kappsemi þín kveikti í mér. Þínir æskuvinir urðu að mínum vinum, þín áhuga- mál urðu að mínum áhugamálum og margar af mínum bestu minn- ingum eru minningar um þig. Þess vegna þykir mér vænt um þig Robbi. Þinn vinur, Haukur. Róbert Freyr Pétursson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.