Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 31
annars hennar einlægi áhugi á fólkinu í kringum sig. Hún átti stóra og ástkæra fjölskyldu sem hún unni og var stolt af. Hún fylgdist alltaf vel mjög vel með og var umhugað um velferð allra. Amma í Reykjavík, var hún gjarnan kölluð á okkar æsku- heimili. Þegar fjölskyldan fór til Reykjavíkur var alltaf ein mesta tilhlökkunin að heimsækja ömmu. Heimili hennar stóð öll- um opið, alveg sama hvort um dvöl til lengri eða skemmri tíma var að ræða, enda hefur hún hýst mörg barnabörnin í gegn- um tíðina er þau hafa fetað menntaveginn í Reykjavík. En menntun var máttur í ömmu huga og hún hvatti alla til þess að mennta sig. Amma var afar hlý kona. Hún var jákvæð og glaðlynd og það var alltaf nærandi að koma til hennar og hún tók á móti okkur með stóru og hlýju faðmlagi. Hún spurði ótal spurninga um lífið og tilveruna, stundum óþægilegra spurninga, en hún var alltaf hreinskilin og hægt að ganga að því vísu að hún segði sína meiningu, sem stundum gerði það að verkum en hugsa þurfti hlutina upp á nýtt. Amma hugsaði vel um heils- una og var heilsuhraust allt sitt líf, hún var jafnframt fagurkeri og naut þess að hafa fallegt í kringum sig. Hún var sérlega falleg kona og glæsileg. Kónga- blár var hennar uppáhaldslitur og er hún var komin í bláa kjól- inn og pelsinn, með uppsett hár og ilmaði af Red Door var hún hreinlega glæsilegasta konan í öllum heiminum. Amma var kraftmikil og dug- leg og gerði það sem hana lang- aði til. Hún var víðsýn, ferðaðist mikið í fyrri tíð og hafði gaman af því að vera með fólki. Eftir að afi dó ákvað hún að taka bílpróf, sem hún gerði með glans og ók um á amerískum kagga í mörg ár. Börnin okkar systkinanna nutu þess einnig að koma til langömmu sinnar og minnast hennar sem hjartahlýrrar konu sem alltaf gaf sér tíma til þess að sýna þeim ástúð og athygli. Við minnumst ömmu okkar með ást og þakklæti í hjarta. Svavar, Selma, Óli, Sesselja Ingibjörg og Magnús. Mig langar til þess að minn- ast langömmu minnar vegna þess að þegar ég fæddist fór ég beint af fæðingardeildinni og heim til hennar. Mamma var í námi og við bjuggum hjá ömmu á meðan. Ég man að sjálfsögðu ekki eftir þessum tíma en allt mitt líf hef ég þekkt Lellu lang- ömmu og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég myndi vilja hafa haft hana nær mér en við heimsóttum hana reglulega og hún var alltaf svo glöð að sjá mann og vildi vita hvað maður væri að gera. Hún spurði mig alltaf um skólann og körfuna, hrósaði mér og hvatti mig áfram, hafði bara einhvern veg- inn svo mikinn áhuga á öllu sem maður var að gera. Það var ein- hvern veginn allt svo fallegt í kringum ömmu og hún var sjálf svo falleg. Hún var alltaf svo fín með hárið upp sett og vildi líta vel út. Ég man að ég hugsaði svo oft og geri enn að ég von- aðist til að ég ætti eftir að verða svona falleg eins og hún jafnt að utan sem innan. Elsku amma, ég kveð þig bæði með gleði og sorg í hjarta. Þín Linda Þórdís. Við fráfall elskulegrar mág- konu kvikna margar ljúfar minningar. Lella reyndist mér og minni fjölskyldu vel frá fyrstu stundu. Hún og Óli Barð- dal tóku mér opnum örmum, þó að vissulega hafi vaknað ein- hverjar efasemdir í fyrstu um aldursmun þegar við Bubbi „bróðir“, eins og Lella kallaði hann, fórum að stinga saman nefjum. Hann var þá 23 ára og ég 17 ára. Þeim var ekki alveg sama hvaða kvonfang Bubbi veldi sér, sem var í miklu uppá- haldi hjá „stóru“ systur sinni. En öllum vafa var hins vegar fljótlega eytt og við tengdumst Lellu og Óla, og öðrum í tengda- fjölskyldunni, sterkum böndum. Samskiptin voru mikil og ánægjuleg og skipti litlu þótt fjarlægðirnar hafi þótt töluverð- ar á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Samgöngur voru ekki jafn greiðar og í dag en samt hittumst við oft. Sérstak- lega eru minnisstæðar heim- sóknir í sumarbústaðina þeirra, fyrst Hvarf í Borgarfirði og síð- ar Fitjakot á Þingvöllum. Einnig ferðuðumst við töluvert saman til útlanda og þá oftast til Kan- aríeyja. Allt voru þetta ánægju- stundir sem lifa eftir í minning- unni. Lella reyndist mér sem önnur móðir alla tíð en á okkur var fimmtán ára aldursmunur. Ég lærði margt af henni, hún var ráðagóð, jafnframt ákveðin, en alltaf tilbúin að hlusta og gefa sér tíma ef með þurfti. Lella var glæsileg kona og alltaf vel til- höfð. Þau Óli sýndu fjölskyldunni á Hólaveginum einstakan áhuga, stuðning og frændsemi. Þau létu sig aldrei vanta þegar stórar stundir runnu upp í lífi okkar, hvort sem það voru skírnir, fermingar, giftingar, útskriftir eða afmæli. Þau áttu sjálf stóra fjölskyldu og fjölmarga afkom- endur en létu sig ekki muna um að fylgjast einnig vel með fjöl- skyldum systkina Lellu. Lella tók Hauki, sambýlis- manni mínum, vel eftir að Bubbi var fallinn frá. Ekki fannst henni verra að Haukur væri sonur Björns í Bæ og gátu þau rifjað upp ýmislegt af sameig- inlegum heimaslóðum, Höfða- ströndinni, sem hún hafði góðar minningar frá. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Lella mágkona. Ég þakka þér samfylgdina í blíðu og stríðu og allt það sem þú gerðir fyrir okkur á Hólaveg- inum. Börnin mín og barnabörn geyma með sér fagrar minning- ar og þau þakka allan hlýhug og áhuga sem þú sýndir þeim alla tíð. Guð blessi minningu þína. Margrét Guðvinsdóttir, börn og fjölskyldur. Lella móðursystir hefur kvatt. Langri og viðburðaríkri ævi er lokið. Líf okkar var sam- ofið frá fyrsta degi til hins hinsta. Þau Óli ásamt drengj- unum þeirra bjuggu löngum í sama húsi og foreldrar mínir. Í byrjun búskapar keyptu þau saman litla íbúð. Þannig leystu þessi ungu hjón húsnæðisskort- inn á stríðsárunum. Það var gefandi og lærdóms- ríkt að fylgjast með þeim ein- staka kærleika sem ríkti milli systranna. Varð aldrei sundur- orða og stóðu þétt við hlið hvor annarrar – ekki síst á erfiðum tímum. Á kveðjustund minnist ég allra gæðastundanna sem við áttum saman og örlætis hennar og Óla í minn garð alla tíð. Upp í hugann kemur dúkkan sem ég fékk fjögurra ára, næstum jafnhá mér og gat gengið. Slík dúkka hafði aldrei sést á Íslandi. Eða kvöldsins í London þegar þau hjón buðu námskonunni á Cats sem var þá nýbúið að frumsýna – í bestu sæti að sjálf- sögðu. Svo mætti lengi telja. En ekki síst minnist ég nota- legra samræðna í sófanum hennar nú seinni árin. Við rædd- um um um lífið og tilveruna meðan hún fór fimum fingrum um heklunálina. Sérlega gaman var að heyra hana segja frá bernskuárunum í Skagafirðin- um. Til dæmis þegar börnin voru send á sauðskinnsskóm í fjörugrjótið að leita eggja á vor- in þegar nýmeti var orðið af skornum skammti. Ung fór hún að heiman í at- vinnuleit. Skólaganga var ekki í boði enda stór systkinahópur. Oft talaði hún um hvað ungt fólk í dag ætti gott að fá að læra og skildi ekki þá sem ekki vildu nýta sér það. Hún fór í vist á mikið menningarheimili í Reykjavík sem hún sagði hafa verið eins og góðan skóla. Fljót- lega hitti hún Óla sinn, ungan Patreksfirðing, sem hún varð „bálskotin í“ svo notuð séu hennar eigin orð. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og hjónin samhent. Lella var glæsileg kona sem bar með sér mikla reisn. Hún hafði gaman af að klæða sig upp og var ávallt smekklega klædd. Þegar ég sem barn var að lesa um álfkonur, sá ég fyrir mér að einhvern veginn svona hlytu þær að líta út. Lella var skemmtileg (áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en á fullorðinsaldri), hafði ríka kímni- gáfu og var mjög félagslynd og gestrisin. Lella var ljóðelsk og hafði yndi af að fara í leikhús og ræða sýningarnar. Matarboð hjá henni var ætíð tilhlökkunarefni. Hjá okkur systrum er notað hugtakið „Lellulegt“ ef matur er sérlega fallega fram borinn eða kökur fallega skreyttar. Það er efsta stig í hrósi. Lella var sjálfstæð og sterk og hún átti sitt skap. Þessi skapstyrkur sem hún bjó yfir hefur vafalaust hjálpað henni gegnum erfiðustu stundirnar því hún gat bognað um stund en brotnaði aldrei. Hún þótti stundum kröfuhörð en fyrst og fremst gerði hún kröfur til sjálfrar sín. Hún gat líka verið ákaflega hreinskiptin, sagði hug sinn sem ekki allir kunnu að meta. En á móti kom að hrós frá henni var aldrei inn- antómt. Lella var trúuð og sannfærð um líf að loknu þessu, kveið ekki brottförinni. Nú er hún vonandi komin í eilíft vor í faðm Óla og drengj- anna sinna. Við Bugga systir þökkum að leiðarlokum fyrir allt. Blessuð sé minning mætrar konu. Hafdís E. Ingvarsdóttir. Með hjartans kveðju heilsa ég til þín heillavinan kæra, og þetta litla ljóð frá mér langar mig að færa. Hrein í máli, hlý í svörum, hugljúf orð af þínum vörum. Góðvild þína í anda örum alltaf mátti heyra og sjá, gott var þér að gista hjá. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Lella mín. Þakka þér alla þína hlýju og vináttu sem þú sýndir mér frá fyrstu kynn- um. Samverustundir okkar voru góðar og þær á ég í minning- unni. Kæra vinkona. Ég kveð þig og veit að þú ert komin í Sum- arlandið til þinna. Guð blessi minningu þína. Stella Guðvins. ur og í þeim óteljandi matarboð- um sem við vorum í sagði hann iðulega a.m.k. eina sögu. Engu skipti hversu oft hann sagði þær, alltaf hló maður jafn mikið. Hann var frábær ræðumaður og ég man alltaf eftir því þegar ég fermdist þá hlakkaði ég mikið til að hlusta á ræðuna sem afi myndi flytja því þær voru alltaf svo skemmtilegar. Afi var mögnuð persóna sem fór oftar en ekki ótroðnar slóðir. Ég mun sakna hans mikið en minningarnar, sögurnar og allt sem hann hefur kennt mér munu lifa að eilífu. Jóhann Helgi Gunnarsson. Þú tókst höndina mína, straukst hana og sagðir með daufri rödd: Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, svo skal högg á hendi detta. (Höf. ók.) Ég skildi eiginlega aldrei um hvað þessi vísa var. En þegar ég var lítil fannst mér svo gaman að bíða þangað til höggið loksins kom og ég þurfti að kippa að mér hend- inni. Og síðar þegar ég var orðin fullorðin bað ég þig um að gera „Fagur fiskur í sjó“. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma rólegri og blíðri rödd þinni þegar þú fórst með þessa vísu. Ég sakna þín. Gréta. Elsku Einar móðurbróðir minn, sem var mér afar kær, kvaddi okkur síðasta dag apríl- mánaðar eftir erfið veikindi. Hann skipaði stóran sess í mínu lífi alla tíð. Við þessi tímamót hrannast upp margar góðar minningar. Einar hafði marga góða kosti. Hann var vel gefinn og ljúfur og ófáir nutu góðs af einstakri hjálp- semi hans og góðum ráðum á raunastundum. Einar var gæddur góðum frásagnarhæfileikum og ekki spillti fyrir þegar hann færði aðeins í stílinn og gerði sögurnar þannig enn skemmtilegri. Þær voru ófáar sögustundirnar þar sem við skiptumst á að segja hvort öðru brandara, og auðvitað mis- munandi krassandi. Ógleyman- legar samverustundir með fjöl- skyldunni rifjast upp, ekki síst öll flottu boðin á Miðbrautinni. Við áttum líka frábærar stundir sam- an erlendis, bæði í Noregi og á Spáni. Þá var það oftar en ekki Einar sem átti heiðurinn af því að skapa hlátur og gleðistemningu. Einars verður sárt saknað hér í jarðvist- inni. Það er þó huggun harmi gegn að vinir og vandamenn í sumar- landinu munu njóta nærveru hans. Elsku Thelma, við Guðmundur vottum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Sigríður Elsa Oddsdóttir. Í Eddukvæðum Hávamála seg- ir: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir Þannig vinur var með gefinn. Vinur sem alltaf mátti treysta. Vinur sem sjálfur gekk í gegnum erfið reynsluspor á fyrri dögum lífsins. Þá erfiðleika lífsgöngunnar leysti hann með hjálp Guðs og góðra manna, sterkrar skilnings- ríkrar eiginkonu og vel gerðra barna. Einar sagði oft „Maggi, ég hefði viljað kynnast þér miklu fyrr á lífsgöngunni“, en hann átti hvað mestan þátt í að minn lífsáttaviti breytti stefnu. Fyrir það verður aldrei nógsamlega þakkað. Fé- lagar í þeim mannbyggjandi sam- tökum þar sem Einar lengst af starfaði hjá sjá á eftir frumherja. Unaðsstunda lífsins fengum við Einar notið margoft í hópi góðra vina á grænum grundum golfvalla. Nesvöllurinn bar þar af. Um- hverfið allt bar vott um fegurð náttúrunnar. Og nú er hann kvaddur að sinni. En minningin um heiðursdreng mun lifa. Hann var sannarlega í bestu merkingu orðsins „drengur góður“. Ég trúi því að á grænum grund- um golfvallanna í ríki himnanna munum við hittast að nýju í vissu orða Meistarans mikla þá er hann sagði „ég lifi og þér munuð lifa“. Í þeirri vissu kveð ég vin minn ljúfa, Einar Þórðarson. Verði honum hvíldin vær. Magnús Erlendsson. Einar Þórðarson vinur minn er látinn. Öllum harmdauði er hann þekktu. Ég kynntist honum árið 1980 er ég kom í heimsókn á skrifstofu AA-samtakanna þar sem hann var skrifstofustjóri. Ég heimsótti hann síðar oft á skrifstofuna. Ferðaðist síðan með honum hér- lendis og erlendis. Hann var skemmtilegur ferðafélagi og nær- vera hans var góð. Ég sótti hann oft heim og Thelmu Grímsdóttur konu hans. Þar var ekki í kot vís- að. Einar var starfsmaður samtak- anna í yfir 20 ár. Á þeim tíma tók hann þátt í uppbyggingu þeirra um land allt þar sem hann þekkti flesta frumkvöðlana. Árið 1980 voru haldnir um 50 AA-fundir hér á landi á viku hverri en þegar hann lét af störfum voru þeir orðnir um 300. Þar lögðu margir hönd á plóg en að sjálfsögðu var mest leitað til starfsmanns sam- takanna. Margir eiga Einari líf að launa og ég er einn þeirra. Gömul speki segir að sá sem bjargar mannslífi bjargi heiminum. Í þeim skilningi bjargaði Einar heiminum oft. Einar var góður, einlægur og traustur vinur sem reyndist vin- um sínum vel. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera samferðamaður Einars og notið leiðsagnar, visku og vináttu hans. Ég votta Thelmu og afkomend- um þeirra hjóna einlæga samúð. Þorsteinn J. Óskarsson. Kveðja frá Rótarýfélögum og frá Seltjarnarnessöfnuði Einar Þórðarson er látinn. Ein- ar var félagi í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness, gekk í klúbbinn árið 1975, aðeins fjórum árum eftir stofnun klúbbsins. Hann gegndi hinum ýmsu trúnaðarstörfum í klúbbnum og var forseti hans árin 2005-2006. Hann var gerður heið- ursfélagi árið 2006 og Paul Harris félagi sama ár. Einar var einn þeirra sem auðguðu samfélag sitt með þátt- töku sinni í því. Auk þess að vera rótarýfélagi tók hann virkan þátt í byggingu Seltjarnarneskirkju, var rafvirki hennar frá upphafi, þar til að hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Ég held það eigi við um Einar eins og svo marga ágætis menn að samfélagið er ríkara en ella vegna þeirra. Það er því fyrir hönd okkar Rótarýfélaganna og fyrir hönd Sel- tjarnarnessafnaðar að ég rita þessi fátæklegu orð. Ég bið Guð að styrkja Thelmu og fjölskyldu þeirra Einars og hennar. Haf þú þökk fyrir allt og allt – Guð blessi þig. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Sel- tjarnarness og Sóknarnefndar Sel- tjarnarnessóknar, Guðmundur Einarsson. Einar Þórðarson og Thelma Grímsdóttir eru það fólk sem við Hulda kynntumst einna fyrst þeg- ar við fluttum á Seltjarnarnesið ár- ið 1957. Við Einar náðum strax mjög vel saman og fundum fljótt að við áttum margt sameiginlegt. Ein- ar var þá mikill áhugamaður um veiðiskap, jafnt stangveiði sem skotveiði, og vakti áhuga minn á slíku. Okkur þótti einnig gott að fá okkur í staupinu og gerðum tals- vert af því á þessum árum. Við fór- um ásamt fleirum í nokkra veiði- túra og á gæsaskyttirí, einnig fór ég með honum á rjúpu nokkrum sinnum. Þetta var ægilega gaman, árangurinn ekki alltaf mikill, en við pössuðum okkur á því að hafa nóg af guðaveigum með og spöruðum ekki notkunina á þeim. Einar er með bestu og skemmti- legustu félögum sem ég kynntist á þessum árum, við gengum eflaust stundum heldur hressilega um gleðinnar dyr og stundum svo að hrikti í betri helmingum okkar, sem leist ekki alltaf vel á það sem við tókum okkur fyrir hendur. Einar reyndist mér mjög traustur vinur og gott til hans að leita er vandamál komu upp. Hann rak rafverktakafyrirtæki í fjölda ár í samvinnu við félaga sinn og voru þeir mjög samhentir og dug- legir við að ná í verkefni. Sem dæmi um vináttu okkar Einars vil ég nefna að eitt sinn í verslunarrekstri mínum lenti ég í miklum greiðsluvanda, það mikl- um að viðskiptabanki minn taldi sér ekki fært að leysa hann með mér og því leitaði ég til vina minna og félaga til að kanna hvort ein- hver þeirra gæti hjálpað mér um fjármuni tímabundið, þeirra á meðal nokkurra sem ég taldi mig vita um að væru vel haldnir af reiðufé. Einar var sá eini sem rétti mér hjálparhönd í þessu vand- ræðaástandi og lánaði mér það mikið fjármagn að ég gat leyst málið. Ég greiddi honum að fullu til baka innan nokkurra vikna og er ég honum síðan ævinlega þakk- látur fyrir þennan stóra vinar- greiða. Samband okkar Huldu við þau Einar og Thelmu hélst mjög náið allt þar við Hulda fluttum af landi brott árið 1977 en við það rofnuðu tengsl okkar mikið, sem er miður. Einar kom samt einn af fáum vina okkar í heimsókn til okkar Huldu í Madison Wisconsin og dvaldi hjá okkur um tíma. Einar átti við ákveðið vandamál að stríða sem hann tók svo á og hóf að nýta mest af sínum tíma við störf á vegum samtaka sem hjálpuðu fólki til að sigrast á slíku. Þegar hann kom við hjá okkur Huldu í Madison var hann á leið til Minnesota þar sem hann sótti sér meiri fróðleik um slíka baráttu. Á síðari árum hafa samskipti okkar orðið minni en sú taug er myndaðist við fyrstu kynni okkar slitnaði aldrei. Ég þakka Einari fyrir samfylgdina og alla þá góðu tíma er við áttum saman. Síðast þegar við hittumst minnti hann mig á gamansöguna um „Don Pedro“ sem við veltumst um af hlátri yfir í fjallaferðum áður fyrr. En þetta er nú bara okkar á milli, Einar minn. Takk fyrir samfylgd- ina og ánægjustundirnar, góði vin- ur. Samúðarkveðjur til Thelmu og fjölskyldunnar. Garðar Sigurðsson. Einar var einn af nokkrum raf- virkjum sem sótti sér meira nám í rafmagnsfræði í rafmagnsdeild Vélskóla Íslands árin 1954-56 og fengum nafnbótina raffræðingar eftir að námi lauk. Við vorum svo lánsamir að aðalkennari okkar í rafmagnsfræði var Ingvar V. Ingv- arsson sem seinna var fyrsti skóla- stjóri Tækniskóla Íslands, en hann var stofnaður 1964. Við komum víða að af landinu og með ólíka reynslu úr faginu en Ingvari tókst að gera námið skemmtilegt og áhugavert þannig að nokkrir fóru í meira nám en aðr- ir hurfu til mismunandi starfa við fagið að námi loknu. Einar var einn af þeim, hann stofnaði eigið rafverktakafyrirtæki og var með mikla starfsemi um árabil. Trúlega voru umsvif mest hjá honum þegar var verið að byggja í Breiðholtinu og hann þar verktaki. Þessi hópur reyndi eftir bestu getu að viðhalda tengslum og kom- um við oft saman með eiginkonum okkar og rifjuðum upp skólaárin. Oft hittumst við á Seltjarnar- nesinu hjá Einari og Thelmu og nutum frábærra veitinga og sam- veru sem nú skal þakkað fyrir. Við sem eftir erum af þessum hópi sendum Thelmu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur við andlát og útför Einars Þórðarson- ar með þökk fyrir áralanga vináttu. Blessuð sé minning hans. Sverrir Sveinsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.