Morgunblaðið - 05.05.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.05.2017, Qupperneq 33
Oft tók hann mig með í mat til Rósu sinnar og áttum við margar góðar stundir þar. Elsku Rósa og fjölskylda, samúðarkveðjur til ykkar allra. Ég vil þakka þér, Steini minn, fyrir allar góðu minning- arnar, Guð geymi þig. Sjáumst. Þinn vinur Hreiðar Eyfjörð og fjölskylda, Noregi. Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér, það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. (Aðalheiður Hallgrímsdóttir) Þegar ég frétti af láti Steina vinar míns fóru í gegnum hug- ann ljúfar og góðar minningar um samverustundir okkar. Steini var kaupmaður hjá frændfólki sínu í Hvítárholti og kom oft á Selsbæina, þar sagð- ist hann hafa fyrst séð mig sitj- andi á koppi á eldhúsgólfinu, ég líklega um tveggja ára, oft höf- um við hlegið að þessu. Seinna áttum við góðar stundir á árshátíðum og ferða- lögum með Landleiðum og Norðurleið, þeir Jón maðurinn minn voru vinir og vinnufélag- ar. Einn af föstum liðum á haustin var hrepparéttir en þar mætti Steini ár eftir ár, mikill gleðigjafi, já það var alltaf líf og fjör, gisti hann þá alltaf hjá okkur Jóni. Börnum mínum og barna- börnum var hann undurgóður og eftir að Jón féll frá fylgdist hann vel með okkur og ekki var síðri hans góða kona Rósa. Þau studdu okkur og umvöfðu, jóla- gjafir og afmælisgjafir, nyt- samar og góðar, afmæli og aðr- ar heimsóknir, fallegt ljós um jól á leiði vinar, já svona voru þau heiðurshjón. Í veikindum mínum sýndu þau mikla hlýju og vinsemd. Steini kom í réttir allt þar til heilsan fór að gefa sig, hann dvaldi síðustu misserin á Elli- heimilinu Grund, fékk þar bestu umönnun sem hugsast getur. Góður maður hefur kvatt, minningarnar streyma og mitt fólk þakkar honum ljúfar og góðar stundir, hans verður sárt saknað. Ég get því miður ekki fylgt honum síðasta spölinn og þykir það miður. Elsku Rósa og fjölskyldan öll, mínar innilegustu samúðar- kveðjur, megi minningin um góðan mann ylja ykkur um alla framtíð. Veri Steini minn kært kvaddur og Guði falinn, hafi hann hjartans þökk fyrir allt. Jóhanna S. Daníelsdóttir (Hanna Sigga). Hinsta kveðja frá Eldeyjarfélögum Laugardaginn 22. apríl síð- astliðinn barst félögum í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi sú sorgarfrétt að einn okkar elsti félagi, Þor- steinn Kolbeins eða Steini eins og við kölluðum hann, væri fall- inn frá eftir að hafa glímt við alvarleg veikindi um tíma. Allt frá því að Steini gekk í Eldey fyrir rúmum 40 árum var hann afar virkur félagi í klúbbnum. Hann var forseti starfsárið 1985-86 og gegndi því embætti með sóma, sem og öllum öðrum forystustörfum er hann tók að sér innan klúbbs- ins. Í starfi hans sem bifreiðar- stjóri hjá Norðurleið dreif margt á daga hans og þær voru ófáar skemmtisögurnar sem hann sagði okkur af þeim vett- vangi. Hann var og sífellt reiðubú- inn til að keyra félagana, ýmist ókeypis eða gegn vægu leigu- gjaldi, í ófáum skemmtiferðum klúbbsins út um allar trissur. Sá sem þetta ritar minnist Steina reyndar fyrst sem eft- irminnilegs rútubílstjóra sem sá um að koma starfsfólki til starfa á rannsóknastofnunum ríkisins að Keldnaholti. Þá var RALA lengst uppi í sveit og hvorugur okkar orðinn Kiwan- isfélagi, en góð kynni endurnýj- uðust svo aftur 25 árum síðar í Kiwanisklúbbnum Eldey. Kiwanishúsið í Kópavogi er stolt Eldeyjarfélaga, en það er einmitt ástfóstur Steina á hús- inu sem er okkur félögunum svo eftirminnilegt. Hann varð formaður hús- stjórnar árin 1988-90 og svo aftur 1994-99. Þá og æ síðan var hann vakinn og sofinn yfir öllum framkvæmdum í húsinu. Segja má að hann hafi þekkt hvern raft og flestar fjalir byggingarinnar, enda voru ófá skiptin sem leitað var til hans eftir ráðleggingum um hvað væri heppilegast að gera þegar einhverju þurfti að breyta eða bæta. Einn er sá staður í húsinu sem ávallt mun svo halda minn- ingu hans á lofti, en það er „Steinabar“, sem hann átti hug- myndina að, hannaði og smíð- aði. Steini var afar vinsæll félagi, ósérhlífinn, vel liðinn og góður Kiwanisfélagi sem gegnum árin lét sitt ekki eftir liggja í marg- víslegum verkefnum Eldeyjar. Með virðingu og eftirsjá kveðja félagarnir góðan félaga og þakka honum fyrir ómetanleg störf í þágu klúbbsins. Eldeyj- arfjölskyldan drýpur höfði og þakkar fyrir 40 ára sameigin- lega og gefandi vegferð. Minningin um góðan dreng og félaga með stórt Kiwanis- hjarta lifir. Rósu, eftirlifandi eiginkonu Steina, og fjölskyldu hans fær- um við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi þau. Fyrir hönd Eldeyjarfélaga, Óskar Guðjónsson. Það eru bara örfáir sem hringja í heimasímann nú til dags en ein af þeim sem það gera er Rósa hans Steina. Í þetta sinn að tilkynna okkur lát Steina Kolbeins. Steini var mikill fjölskylduvinur og þau Rósa og Steini nátengd fjöl- skyldunni í leik og starfi. Steini var ávallt léttur í lundu og sagði skemmtilegar sögur af starfi sínu sem bílstjóri hjá Norðurleið hf. Fáir höfðu jafn gaman af fólki og Steini og það var gam- an að spjalla við hann og heyra skemmtisögur. Við minnumst einnig góðra stunda með þeim hjónum í ferðalögum innanlands sem ut- an. Þessar ferðir lifa í minning- unni enda ávallt mikið fjör og gleði við völd. Þegar Steini keyrði í Hreppana kom hann oft við hjá okkur á Flúðum þegar við vorum að byggja sumarbústað fjölskyldunnar. Oftar en ekki reyndi hann að leiðbeina okkur af sinni al- kunnu snilld. Við hjónin störfuðum lengi með honum og einnig Kolbrún Silja dóttir okkar og alltaf var hann boðinn og búinn að leið- beina og aðstoða. Við munum minnast Steina með hlýju sem yndislegs vinar og vottum Rósu, Þorvaldi og fjölskyldu og Ragnheiði og fjöl- skyldu okkar innilegustu sam- úð. Ásgeir, Sólveig, Kolbrún, Hinrik, Þorvarður og Sigríður. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hellisbraut 32, Reykhólahreppur, fnr. 212-2746, þingl. eig. Ingibjörg Sæmundsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 4. maí 2017 Tilkynningar Borgarfjarðarhreppur Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 -2016, Geitland. Aðalskipulagsbreyting - drög og drög að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið – kynning Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að nýju deiliskipulagi að Geitlandi Borgarfirði Eystri skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulags- reglugerð. Um er að ræða breytingu í landi Geitlands á um 11 ha svæði þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir vatnsátöppun- arverksmiðju, íbúðasvæði og verslunar- og þjónustusvæði fyrir tengda starfsemi. Gert er ráð fyrir vatnsöflun í landi Bakka. Áætlanir gera ráð fyrir framkvæmdum við byggingu verksmiðju, vatnstöku og boranir fyrir vatni þar sem vinnsla grunnvatns verður um 2 l/sek. Vatnsupptaka verður utan reits en borhola er í landi Bakka sem er í eigu Borgar- fjarðarhrepps. Opið hús verður á hreppsstofu Bakkagerði, Borgarfirði Eystri, fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 10:00 - 16:00. Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og bygg- ingarfulltrúa Borgarfjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is til og með 21. maí 2017. Hægt er að nálgast drög að breytingartillögu og drög að nýju deiliskipulagi á heimasíðu Borgarfjarðarhrepps og á hreppsstofu að Borgarfirði Eystri Byggingarfulltrúinn í Borgarfjarðarhreppi Félagsstarf eldri borgara Boðinn Vöfflukaffi 14.30-15.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið. Opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Verið velkomin. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Handavinna kl. 10-12. Bókband kl. 13-17. Bingó kl. 13.30-14.30. Handaband kl. 13, vinnustofa þar sem aðferðir við textílhönnun eru kenndar og er unnið með textílefni sem fellur til við framleiðslu hérlendis. Verið velkomin til okkar í Félagsmiðstöðina Vitatorgi, Lindargötu 59, sími 411 9450. Garðabær Vorsýning í Jónshúsi kl. 10–16. Kaffiveitingar frá kl. 10– 15.45, verð kr. 500. Vatnsleikfimi kl. 8, 8.50 og 12. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13 fellur niður. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 14, eftirmiðdagsdans með Heiðari. Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, leikfimi kl. 10, ganga kl. 10, fluguhnýt- ingar kl. 13, gleðigjafar (söngur) kl. 14. Hárgreiðslustofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Í dag föstudaginn 5. maí verður lokað eftir hádegi í Hvasaleiti vegna starfsdags starfsfólks. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50. Frjáls tími í Listasmiðju frá kl. 9-12.Thai chi kl. 9. Botsía kl. 10.15. Í dag föstudaginn 5. maí verður lokað eftir hádegi í Hæðargarði vegna starfsdags starfsfólks. Korpúlfar Hugleiðsla og jóga kl. 9. Leikfimishópur Korpúlfa í Egils- höll kl. 10.30, BRIDS kl. 12.30 Í Borgum, hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug og tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Minnum þátttakendur í sölu og handverks- sýningu Korpúlfa laugardaginn 27. maí að skrá sig til leiks. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, guðsþjónusta kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 411 2760. Selið Húsið opnar kl. 10. Kaffi og kíkt í blöðin upp úr 10, matur kl. 11.30. Húsið lokar kl. 14. Góða helgi. Seltjarnarnes Í tilefni af heilsudögum eru allir velkomnir að kynna sér félags- og tómstundastarf eldri borgara á Seltjarnarnesi í aðstöðu félagsstarfsins á Skólabraut 3-5. Í dag er kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga kl. 11 og söndstund í salnum kl. 13. Spilað verður í króknum kl. 13.30. Á morgun laugardag eru svo allir vel- komnir á púttvöllinn í Risinu á Eiðistorgi milli kl. 9 og 11. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Enska kl. 10-12, Peter R.K. Vosicky. Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl.14-14.30. Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, bingó kl 13.30. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 9.30-10.30. Útvarpsleikfimi RÚV kl. 9.45-10. Opið innipútt kl. 11-12. Bingó kl. 13. Spilað kanasta kl. 13. Bókabíllinn, kem- ur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunica str 14 - 30 Sími 588 8050. - vertu vinur Hjólbarðar Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sicam vélar og lyftur. Kaldassel ehf., s. 5444333 og 8201070 kaldasel@islandia.is Matador heilsársdekk fyrir sen- dibíla- tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R 16 C kr 19.500 215/75 R 16 C kr. 23.500 225/65 R 16 C kr. 27.200 235/65 R 16 C kr. 29.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Kaldasel ehf. S. 5444333 og 8201070 Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31.452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + vsk 275/70 R 22.5 kr. 32177 + vsk 385/65 R 22.5 kr. 47581 + vsk 1000 – 20 kr. 23387 + vsk og fleiri stærðir. kaldasel@islandia.is Kaldasel ehf., s. 5444333 og 8201070 Ný og notuð dekk á góðu verði Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi s. 5444333 Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.