Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 37

Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það mun hjálpa þér að ræða málin við vinkonu þína í dag. Pældu í hversu miklu sterkari þú yrðir með fleiri þér við hlið á leið til fyrirheitna landsins. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er engin ástæða til þess að setja sig á háan hest þótt þú hafir rétt fyrir þér. Mars hefur mikil áhrif á merkið þitt og það gerir það að verkum að þú hefur mikla umframorku. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú sérð heiminn í einstaklega bjart- sýnu ljósi um þessar mundir og finnur fyrir vellíðan. Notið tækifærið og talið við aðra um sameiginlegar eignir og leiðir til úrbóta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki freistast til þess að festast í ein- hverju píslarvætti. Nú ertu hins vegar komin/n á gott ról í því sem þú ert að gera og það veitir þér ákveðna hugarró. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kannski nennirðu ekki að vinna af því að þú veist ekki til hvers er ætlast af þér. Það sem lætur þér líða betur er svo augljóst að stundum gleymir þú því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur úr fjölmörgum tækifærum að velja og þarft hvergi að óttast það að þú ráðir ekki við hlutina. Hverju skyldi vera að þakka? Skiptu út skoðun sem þú hefur haft lengi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef eitthvað sem þú tekur þér fyrir hendur er leiðinlegt er eitthvað að. Röng áhrif láta þig framkvæma hluti ólíka þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að gæta þess vel að fá nægan svefn því of miklar vökur fara illa með sál og líkama. Ekki hafna hjálp sem þér er boðin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er líklegra en ekki að þú vekir á þér athygli með einhverjum hætti í dag. Láttu ekkert verða til þess að koma þér úr jafnvægi svo þú getir haldið í stjórnartaum- ana. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skínandi hlutir eru oft bara endur- kast af einhverju öðru, eins og sólinni. Van- ræktir hlutar sjálfs þín lifna við. Það er eðlilegt að finna til afbrýðisemi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver kemur þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Leyfðu tím- anum að vinna með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Álitlegt viðskiptatækifæri skýtur upp kollinum. Náðu sambandi við einhvern áhuga- verðan hinum megin á hnettinum í gegnum al- netið. Ólafur Stefánsson heldur mjög upp á Heinz Erhardt hinn þýska og spreytir sig á því að þýða ljóð hans og gerir það oft vel. – „Er- hardt orti margt um dýr, frá smæstu lirfum og upp í fíla og krókódíla, en líklega aðeins einu sinni um dauða skepnu og það um sjálfa jólagæsina, frosna með „gæsahúð“ á leið í ofninn til steik- ingar: Hélustokkin, heil í frysti er holdagæs úr Mosfellssveit. Haldin vel – en höfuð missti, harla lítið til sín veit. Tilreidd þar sér tekur lúrinn, týnd er löpp, af fjöðrum snauð. Ætli’ að hún sé eitthvað stúrin, að hér liggi slögtuð, dauð ? Kúrir ein í kulda og frera, kroppur þakinn gæsahúð. Úr henni ég ætla að gera, afbragðs steik með kryddi úr búð. --- Steikin kraumar, indæl angan, frá ofni berst – ei svíkur neinn. Ilmur þessi ærir svangan, – úti stendur jólasveinn. Við Ólafur erum á svipuðum aldri og auðvitað söknum við hey- bandslestanna og fjörsins í hlöð- unni þegar leyst var úr böggunum. Að þessu snýr limra Ólafs: Ein háöldruð, heiðvirð og trú, harmar það sárlega nú, að af Hallbirni missti, og Hlölla ei kyssti, í hlöðunni ’43. Helgi R. Einarsson var kannski í svipuðum þönkum þegar hann orti: Á ráðin Rögnvaldur lagði reis upp við dogg og sagði. „Hefur þú séð haldinni kú?“ Það var þá sem jómfrúin þagði. Steinunn P. Hafstað orti að morgni 1. maí – „þegar vart var stætt í Hveragerði í veðrahamn- um“: Úrhelli með hryllings hrolli hrellir sólskinsbörn, sem vona að veðurblíða við þau tolli og vorið leiki engan svona. Jóhannes Kristjánsson skemmti- kraftur yrkir á Boðnarmiði: Lífið það er hringur, og í þeim hring hringir. Og þar hringir og þar hringir hver í annan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af holdagæs, heyhlöðu og hringrás lífsins Í klípu „ÞETTA ER BARA VARÚÐARRÁÐSTÖFUN. UM LEIÐ OG VIÐ GETUM FUNDIÐ ORSAKIR SÝKINGARINNAR GETUM VIÐ HLEYPT ÞÉR ÚR EINANGRUNINNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEYRÐU, LAGSMAÐUR, ÉG ÞARF AÐ SKIPTA SMÁ PENING. GEFÐU MÉR TVO FIMMÞÚSUNDKALLA Í STAÐINN FYRIR ÞENNAN FIMMHUNDRUÐKALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kletturinn þinn. FÓRSTU AFTUR Í HÁTTINN? ALLT VIRTIST VERA UNDIR STJÓRN ÞETTA MUN VERÐA EINN DÝRASTI BARDAGI OKKAR TIL ÞESSA! ÞAÐ ER RÉTT! ÉG GET BARA RÉTT SVO ÍMYNDAÐ MÉR HVAÐ SAUMAKONAN MUN RUKKA FYRIR AÐ GERA VIÐ ÖLL ÞESSI GÖT! Það er ekkert grín að sjá um smá-hund sem fer ekki úr hárum. Í raun fylgir því mikil ábyrgð og eng- inn ætti að taka slíkt að sér án þess að vita hvað því fylgir. x x x Miklu máli skiptir að fæðið sé réttog það gefið á ákveðnum tím- um. Hundar eiga ekki að vera við matarborðið heldur hafa sitt fæði. Það lítur ekki út fyrir að vera lystugt að drekka bara vatn og borða sömu tegund af korni dag eftir dag en það er þeim fyrir bestu, segja sérfræð- ingarnir, og eins gott að fylgja því. x x x Þessi dýr þurfa að gera þarfir sínarog fara út á um fjögurra tíma fresti frá morgni til kvölds. Á því er enginn afsláttur nema fólk vilji að hundurinn mígi og skíti inni. Það get- ur verið erfitt að venja hann af því. x x x Í skítugri borg eins og Reykjavíkverður hundurinn enn skítugri en ella og því þarf að þvo honum reglu- lega. Hann þarf líka að fara í klipp- ingu á um þriggja til fjögurra mán- aða fresti. x x x Hundurinn þarf helst að eiga regn-kápu og hlýja kápu til að vera í á gönguferðum á köldum vetrar- dögum. Ekki má sleppa honum laus- um nema þar sem lausaganga hunda er leyfð. x x x Hundurinn er félagsvera og villvera með sínu fólki. Honum leið- ist að vera einn heima og líður best með öðrum. Þykir líka við hæfi að fá að sofa upp í rúmi hjá öðrum. Komist hann upp á bragðið verður ekki aftur snúið. x x x Sé ekki hægt að taka hundinn meðí frí þarf að gera ráðstafanir í tíma. Hundahótel eru fljót að fyllast og ekki er hægt að treysta á að ætt- ingjar og vinir geti hlaupið í skarðið. Víkverji er á leið í fjögurra daga orlof frá hundinum og fjórir einstaklingar skiptast á um að sjá um hann á með- an. Og veitir ekki af. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1:7) Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.