Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 39

Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 Áárum áður var það viðtekinvenja að börn væru send ísveit til að vinna yfir sum-artímann, enda miðaðist skólaárið löngum við þetta unga vinnu- afl. Þó að börn nútímans hafi fæst reynslu af slíkri sumarvist geta þau vafalítið heyrt sögur um slíkt frá ömm- um og öfum. Leikstjórinn Agnes Wild leitar einmitt í reynslubrunn ömmu sinnar, Signýjar Óskarsdóttur sem kölluð er Ninna, í brúðusýningunni Á eigin fótum sem frumsýnd var í Tjarn- arbíói á nýafstaðinni Barnamenning- arhátíð og ætlunin er að sýna víða um lönd. Í sýningunni birtist Ninna áhorf- endum sem sex ára stúlka sem send er í afskekkta sveit fjarri foreldrum sín- um yfir sumartímann á fyrri hluta síð- ustu aldar, en smekklegir og fallegir búningar Evu Bjargar Harðardóttur staðsetja söguna vel í tíma og rúmi. Ninna er túlkuð af svonefndri Bunraku-brúðu, einnig úr smiðju Evu Bjargar, sem byggir á japanskri hefð, þar sem þrír brúðustjórnendur stjórna höfði, höndum og fótleggjum brúð- unnar, sem yfirleitt er í raunstærð, án þess að notast sé við strengi. Þau Rianna Dearden, Olivia Hirst og Nick Candy/Þorleifur Einarsson stýra Ninnu af miklu öryggi á sviðinu og gefa henni nauðsynlegt líf. Eftir leik- og söngstund með föður Ninnu, sem Þorleifur túlkar af góðri innlifun, leggja þau feðgin upp í langt ferðalag á hestvagni, bát og hjóli áður en á leiðarenda er komið. Kveðju- stundin er þungbær og ótrúlegt hversu sterkum tilfinningum brúðu- leikararnir geta miðlað gegnum Ninnu með einföldum hljóðum og nákvæmri stjórn útlima þar sem titrandi fótur og ein höfuðhreyfing segir meira en þús- und orð. Söknuðurinn eftir pabba er sár og reiðin yfir því að vera skilin eftir hjá ókunnugum mikil og því neitar Ninna í fyrstu að taka þátt í bústörfunum. Ábúendur, í túlkun Sigrúnar Harðar- dóttur og Nick Candy, bjóða Ninnu ýmist mjólkurfötu eða hrífu til afnota við störfin, sem hún hafnar jafn- harðan. En sveitin býður ekki bara upp á vinnu. Hún er líka ævintýraheimur fyrir forvitna og lífsglaða stúlku sem ekki hefur áður notið náinna samvista við hvort heldur er húsdýr eða frjálsa fugla náttúrunnar. Áhorfendur fá að fylgjast með því þegar Ninna kynnist m.a. Snata, hinum glaðværa hundi á bænum, og kálfi sem þarf að gefa pela, en við þau kynni breytist afstaða Ninna til bústarfanna og einmanaleik- inn víkur fyrir nýjum vinskap, sem mun áður en yfir lýkur bjóða stórviðri birginn. Dýrin í sýningunni eru listilega vel útfærð hjá Evu Björgu og iðulega samsett úr þeim fáu hlutum sem þjóna sem leikmynd í sýningunni. Sem dæmi breytist ferðataska Ninnu með aðstoð einnar fötu í kálf, Snati er samsettur úr slitnum skó og ullarsjali en svanir sem synda meðal áhorfenda eru vafðir úr hvítum lökum. Sviðsgólfið breytist á svipstundu úr mýri í spegilslétta tjörn með hjálp ímyndunaraflsins, sem virkjað er með fallegri og hugvitsam- legri lýsingu Kjartans Darra Krist- jánssonar og einföldum leikhljóðum úr munni leikara. Hér ræður einfaldleik- inn ríkjum í bland við óhefta sköpunar- gleði sem kveikir hreinræktaða leik- hústöfra og hvetur unga áhorfendur til að gefa hversdaglegum hlutum í nær- umhverfinu nýtt líf í leikjum sínum. Sýningin, sem tekur um 40 mínútur í leik og ætluð er börnum frá tveggja ára aldri, er afar myndræn og að mestu leikin án orða, en meðal örfárra orða sem heyrast á sviðinu eru „Ninna“, „pabbi“, „já“ og „nei“. Vel er til fundið að láta útvarpsþulinn á Guf- unni babla á óskiljanlegu máli, enda veðurfréttir og dánartilkynningar sennilega hreinasta latína fyrir ungum börnum sem skilja ekki dálæti full- orðna fólksins á slíku efni þegar hressileg tónlist er annars í boði. Valdabarátta bóndans og Ninnu um útvarpstækið er einstaklega skemmti- lega útfærð. Hljóð- og tónlistarheimur Sigrúnar Harðardóttur fiðluleikara og Mar- grétar Arnardóttur harmóníkuleikara þjónar sýningunni vel og setur ávallt rétta tóninn. Þakklátt er einnig að tón- listin yfirgnæfir aldrei náttúruleg leik- hljóð úr munni leikara sem gefa leik- persónum aukið líf. Samstilling leikhópsins undir stjórn Agnesar Wild er til mikillar fyrir- myndar. Leikurinn er áreynslulaus og sviðsumferðin bæði öguð og stílhrein, en samtímis ávallt full af snerpu og lífi. Á eigin fótum er falleg og fræðandi sýning sem gleður auga jafnt sem hjarta. Töfrar hversdagsleikans Tjarnarbíó Á eigin fótum bbbbn Eftir Leikhópinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company. Leikstjórn: Agnes Wild. Höfundur tónlistar og tón- listarflutningur: Sigrún Harðardóttir og Margrét Arnardóttir. Leikmynd, bún- ingar og brúðugerð: Eva Björg Harðar- dóttir. Lýsing: Kjartan Darri Krist- jánsson. Leikarar: Nick Candy, Olivia Hirst, Rianna Dearden og Þorleifur Einarsson. Frumsýning í Tjarnarbíói laugardaginn 29. apríl 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Vinátta „Á eigin fótum er falleg og fræðandi sýning sem gleður auga jafnt sem hjarta.“ Sýning á bókverkinu Sameindir eftir Höllu Birgisdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Ekkisens og útgáfu þess fagn- að um leið. Með bókverkinu „skoðar Halla það fyrirbæri sem við köllum ást sem er, eins og myndlist, dularfull og vandmeðfarin“, eins og því er lýst í tilkynningu en það er Rasspotín sem gefur verkið út. Halla Birgisdóttir er fædd árið 1988 og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013. „Halla notar texta og teikningar sem rannsakandi athöfn, gerða til þess að skoða ýmis hugðarefni. Hún skapar brotakennd frá- sagnarrými af einlægni,“ segir um listakonuna í tilkynn- ingu. Frá útskrift hafi hún unnið í marga miðla, s.s. bók- verk, teikningar, innsetningar og hreyfimyndir, og mörg þeirra verka hafi hún unnið sérstaklega fyrir rýmin sem þau hafi verið sýnd í. Halla kallar sig myndskáld. Forlag- inu Rasspotín stýrir myndlistarmaðurinn Héðinn Finns- son, sem gengur undir listamannsnafninu Íbbagoggur. Halla skoðar fyrirbærið sem kallað er ást Myndskáld Halla Birgisdóttir, höfundur Sameinda. Ísafjarðarbær og Kómedíuleik- húsið hafa endurnýjað samstarfs- samning sinn og er samningurinn til tveggja ára, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta, bb.is. „Það ríkir mikil ánægja í her- búðum Kómedíuleikhússins og um leið má segja að endurnýjun á vorum samstarfssamningi við bæ- inn sé viðurkenning á okkar starfi,“ er þar haft eftir Elfari Loga Hannessyni kómedíustjóra, sem segir að samstarfið hafi verið farsælt og ef eitthvað sé vilji hann tryggja það enn frekar. „Með þessum samningi gefst æsk- unni færi á að sjá leiksýningar minnst einu sinni á ári og sérlega ánægjulegt er að nú eru einnig í samstarfinu tryggðir tveir list- viðburðir á Hlíf,“ segir Elfar. Fram kemur í fréttinni að fleiri verkefni Kómedíuleikhússins séu í samningnum, m.a. leikatriði á 17. júní og jólasveinadagskrá í Safnahúsinu. Elfar Logi segir í samtali við BB að samningurinn tryggi betur mánaðamótin, sem hið kómíska leikhús sé sannar- lega enn að fást við eins og svo mörg önnur apparöt. Hann vonist til að starfsemi Kómedíuleikhúss- ins vestra og um allt land eigi þátt í að vekja athygli á sköpun og menningu í Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær og Kómedíuleikhús end- urnýja samstarfssamning til tveggja ára Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Kómedíuleikhússstjóri Elfar Logi Hann- esson fer fyrir Kómedíuleikhúsinu. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn. Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Sprenghlægilegur farsi! Síðustu sýningar leikársins komnar í sölu. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 20:00 166 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Fös 12/5 kl. 20:00 167 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Lau 13/5 kl. 13:00 168 s. Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Sun 14/5 kl. 20:00 169 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 7/5 kl. 13:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Sun 21/5 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 19:30 Mið 17/5 kl. 19:30 Lau 27/5 kl. 19:30 Fös 12/5 kl. 19:30 Lau 20/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 18.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 19.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 6/5 kl. 20:00 Edinborgarhúsið Ísafirði Sun 14/5 kl. 19:30 Sun 21/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 5/5 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Fös 5/5 kl. 22:30 Lau 6/5 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 15.sýn Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 14/5 kl. 17:00 16.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Álfahöllin (Stóra sviðið) Fös 5/5 kl. 19:30 8.sýn Sun 14/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.