Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 44

Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 44
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Áfall þegar hann var kominn með aðra 2. Filippus drottingarmaður hættir 3. Hvað verður tilkynnt í höllinni? 4. Bað sömu konunnar tvisvar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur nýja Múmínsöngva með Agli Ólafs- syni og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, í Eld- borg í Hörpu á morgun á tvennum tónleikum, kl. 14 og 16. Söngvarnir voru samdir af Soili Perkiö í tilefni af 70 ára afmæli Múmínálfanna og heyr- ast í meðförum hljómsveitarinnar í þýðingu Þórarins Eldjárns. Hljóm- sveitarstjóri er Erkki Lasonpalo. 70 ára afmæli Múmínálfanna var fagnað í Finnlandi með útkomu Múmínálfa í söngvaferð, nýrrar söngvabókar með geisladiski, sem hlaut finnsku Emma-verðlaunin 2014. Fílharmóníusveitin í Helsinki frum- flutti Múmínálfa í söngvaferð eftir Soili Perkiö & Hannele Huovi vorið 2015 í útsetningum Matta Kallio og verður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrst hljómsveita utan Finnlands til að flytja þá. Egill og Jóhanna syngja Múmínsöngva  Norski spunahópurinn Lemur heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Meðlimir Lemur eru fjórir og í tónlistarsköpun þeirra renna ótal áhugaverðir þræðir úr tónlist sam- tímans saman, m.a. hávaðatónlist og frídjass og skrifuð og spunnin tónlist, en hópurinn vinn- ur mikið með spuna. Lemur skipa Bjørnar Habbestad, Hild Sofie Tafjord, Lene Grenager og Michael Duch. Ótal þræðir renna saman í tónlist Lemur Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og þoku- loft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða létt- skýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri í dag með björtu og hlýju veðri, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og svalara. VEÐUR „Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en komumst inn í leikinn og vorum í séns, en náðum ekki að keyra í gegn það sem við gerðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Mér fannst við spila þær frábærlega. Þetta virtist ætla að snúast með okkur en svo snerist það bara aftur í hina áttina,“ sagði Guðjón Valur meðal annars að loknum leiknum við Make- dóna. »1 „Virtist ætla að snúast með okkur“ „Mér líður afar vel innan Stjörnunnar. Við höfum á að skipa afar góðum hópi leikmanna auk þess að hafa mjög færa þjálfara og aðra í kringum liðið. Leikmenn liðsins á þeim tíma sem ég hef verið í Stjörnunni hafa verið miklar fyrirmyndir, utan vallar sem inn- an,“ segir Ana Cate, knatt- spyrnukona frá Níkaragva, sem leikur sitt fjórða ár á Íslandi og átti mjög góðan leik í 2. umferð Pepsi- deildarinnar. »4 Leikmenn Stjörnunnar miklar fyrirmyndir Ævintýri handknattleiksliðs Fram á Íslandsmótinu í handknattleik karla lauk í gærkvöldi þegar liðið tapaði þriðja sinni í undanúrslitum fyrir Val, 31:21, á heimavellinum í Safamýri. Valur vann rimmuna samtals 3:0 og mætir FH í úrslitum um Íslandsmeist- aratitilinn. Mætast þá bikarmeist- ararnir og deildameistararnir í úrslit- unum. »2 Valur vann alla þrjá leikina gegn Fram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ingvar Jónsson og Sjoerd de Waal hafa undirritað samning um útgáfu bókarinnar The Whole Brain Leader við Creative Crest í Nýju-Delí á Indlandi. Þeir hafa notað bókina á námskeiðum um leið- togaþjálfun hérlendis, í Evrópu og Suður-Afríku og sjá nú fram á verkefni á Indlandi. Útgáfufyrirtækið sér um alla markaðssetningu bókarinnar á Indlandi. „Ef þetta þróast með sama hætti og hefur gerst annars staðar er líklegt að námskeið fylgi í kjölfarið auk þess sem þetta opn- ar á alþjóðlega markaði,“ segir Ingvar, en þeir eru nýbúnir að halda námskeið fyrir stjórnendur á Ír- landi og verða meðal annars í Namibíu í haust. Mikil eftirspurn Ingvar segir að mikil eftirpurn sé eftir mark- þjálfun á Indlandi og í Suður-Ameríku um þessar mundir og því sé þetta mjög spennandi. „Það er eitthvað sem segir mér að ef við herjum á þennan markað með námskeiðum og fyrirlestrum sé eftir- spurnin svo sannarlega til staðar.“ Markþjálfunin opinberaðist Ingvari fyrir um sjö árum. „Árið 2007 ákvað ég að fara að læra, þá orðinn 37 ára. Ég hafði enga menntun en fór í há- skólanám og tók alþjóðamarkaðsfræði og svo MBA-nám í CBS-viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Þar urðu ákveðin þáttaskil, ég komst að tilganginum og ákvað að fara þessa braut.“ Á undanförnum tveimur árum hefur Ingvar gefið út tvær bækur. Fyrst The Whole Brain Leader og síðan kennslubók í markþjálfun. Hann er að skrifa þriðju bókina, 49 daga áskorun, skoð- aðu sjálfan þig í víðara samhengi, sem er byggð á aðferðafræði markþjálfunar og kemur væntan- lega út um næstu áramót. Í bókinni sem kemur út á Indlandi er fjallað um stjórnendur sem vilja tileinka sér nútímastjórn- unarhætti. „Stjórnunarhætti sem vísindin hafa leitt í ljós að skila mun meiri árangri en þessar gömlu, hefðbundnu aðferðir,“ segir Ingvar. Hann segir að margir stjórnendur meðalstórra og stórra íslenskra fyrirtækja hafi sótt námskeiðin og tekið þeim vel. Það geti vissulega verið erfitt og sé talsverð áskorun fyrir reyndan stjórnanda að breyta um stjórnunarhætti, að átta sig á því að þessi mýkri leið skili betri árangri þegar til lengri tíma sé litið, en það sé aldrei of seint. „Nútíma- heilarannsóknir sýna okkur betur og betur hvern- ig við bregðumst við og af hverju við bregðumst við eins og við gerum,“ útskýrir Ingvar. „Það að skilja hvernig annað fólk hugsar er forskot sem erfitt er að keppa við þegar upp er staðið.“ Þrjár meginstoðir Fjallað er um þrjár meginstoðir í bókinni. Í fyrsta lagi raunveruleikann eins og hann er. Í öðru lagi þá staðreynd að engir tveir einstaklingar eru eins og það sé á ábyrgð stjórnandans að laga sig að sínu fólki en ekki öfugt. Í þriðja lagi eru það hæfnisþættir markþjálfunar, sem lúta beint að stjórnun, hlustun, að átta sig á því hvað er í gangi undir niðri og taka málin þaðan. Ingvar bendir á að sex af hverjum tíu starfs- mönnum, sem segja upp starfi, geri það vegna óánægju með næsta yfirmann. „Helgun í starfi hefur mun meira með stjórnandann að gera en starfsmanninn og er síst meiri hér en annars stað- ar í hinum siðmenntaða heimi,“ segir hann. Blendnar tilfinningar „Þetta eru fá lykilatriði en atriði sem vega gríðarlega þungt vegna þess að þegar upp er stað- ið eru það samskipti á vinnustað sem skilja á milli þeirra fyrirtækja sem ná árangri og þeirra sem eftir sitja. Margar rannsóknir sýna að mark- þjálfun á vinnustað skilar sér margfalt til baka.“ Ingvar segir að tilgangurinn með útbreiðslunni sé að hafa jákvæð áhrif. „Ég verð samt að viður- kenna að ég svitnaði svolítið þegar samningurinn var í höfn vegna þess að ég er fjölskyldumaður og ef þetta vindur upp á sig þýðir það að við verðum að leggja land undir fót. Þetta eru því blendnar tilfinningar en starfið er gefandi og það er spenn- andi að ná svona samningi.“ Opnar á alþjóðlega markaði  Hafa undirritað samn- ing um útgáfu bókar um markþjálfun á Indlandi Morgunblaðið/RAX Markþjálfun Ingvar Jónsson með bókina, sem verður gefin út á Indlandi og opnar nýjar dyr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.