Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 6
Dóra Björt Guðjónsdóttir
fyrrverandi formaður Ungra Pírata
kvaðst hafa þurft að greina
borginni frá því að
það væri stjórnar
skrárbundinn
réttur hennar að
mótmæla þegar
hún fékk 20.500
króna rukkun fyrir
afnot af Austurvelli.
Dóra hafði hringt til að láta vita af
fyrirhuguðum mótmælum vegna
sameiningar Fjölbrautaskólans við
Ármúla og Tækniskólans. Borgin
dró í land og sagði að um mistök
hefði verið að ræða.
Skúli Mogensen
forstjóri WOW air
sagði kynferðislega
áreitni sem fjöldi
flugliða kveðst
hafa orðið fyrir
í starfi ólíðandi.
Forstjórinn sagði
að stutt yrði við
starfsfólk sem yrði
fyrir slíku. Gerendur
hafa fengið áminningu og þeim
verið vikið úr starfi oftar en einu
sinni, að sögn Svanhvítar Frið
riksdóttur, upplýsingafulltrúa
flugfélagsins.
Herdís Þorgeirsdóttir
doktor í lögum
var kjörin fyrsti
varaforseti
Feneyjanefndar
Evrópuráðsins.
Hlutverk nefnd
ar innar er að
aðstoða aðildar
ríkin, sem eru 61, við
að laga löggjöf og stjórnskipuleg
málefni landanna að evrópskum
og alþjóðlegum viðmiðum á sviði
mannréttinda, réttarríkis og lýð
ræðis.
Þrjú í fréttum
Rukkun, áreitni
og varaforseti
VIKAN 10.12.2017 tIl 16.12.2017
1,6
milljörðum króna
mun hækkun
fjármagnstekju-
skatts skila á
næsta ári.
12.900
launþegar voru í byggingarstarf-
semi og mannvirkjagerð í október
síðastliðnum. Hafði launþegum
þá fjölgað um 1.500 (14%) saman-
borið við október 2016.
14
prósent yfir meðaltali ESB-ríkja
var magn einstaklingsbundinnar
neyslu á mann á Íslandi í fyrra sam-
kvæmt bráðabirgðaniðurstöðum.
Landsfram-
leiðsla á
mann á
Íslandi var 28
prósentum
yfir meðaltali
ESB-ríkja.
39
krónur kostar
hraðhleðslu-
mínútan hjá
stöðvum Orku
náttúrunnar
eftir 1. febrúar
næstkomandi.
Rafbílaeigend-
ur hafa fengið
ókeypis
hleðslu í rúm
þrjú ár.
70
þúsunda króna starfs-
og ferðakostnaður, 40
þúsund plús 30 þúsund,
leggst á mánaðarlaun
allra þingmanna.
840
milljarðar er
áætlað að tekjur
ríkissjóðs verði
á næsta ári.
sKIpulAgsmál Íbúar í Prýðishverfi
í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til
dáða í deilum við nágranna sína
Hafnarfjarðarmegin við gamla
Álftanesveginn sem kært hafa
ákvörðun um lokun vegarins.
Hjón sem búa við Heið vang í
Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna
áformanna um að loka vegtengingu.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20.
nóvember telja hjónin breytinguna
verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverf
is síns.
„Þetta veldur því að umferð um
hverfi kæranda verður þyngri og
erfiðari þar sem lokað er á mikil
væga tengingu milli samfélaga,“
segir í kæru hjónanna.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja
málstað hjónanna við Heiðvang en
bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur
hins vegar borist áskorun með
undirskriftum 56 Garðbæinga sem
búa í Prýðishverfi.
„Viljum við undirritaðir fast
eignaeigendur og íbúar við gamla
Álftanesveginn skora á bæjarstjórn
að hvika hvergi frá samþykktum um
lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðis
hverfinga. Segja þeir að styr hafi
staðið um veginn út á Álftanes um
árabil en ágreiningslaust hafi verið
að vegurinn væri stórhættulegur þar
sem hann var.
„Hinn gamli Álftanesvegur
stendur enn óbreyttur og er enn
þá stórhættulegur vegna mikillar
umferðar og hraðaksturs. Er þar
fyrst og fremst um að kenna mikilli
umferð um veginn til Hafnarfjarðar.
Af þessu skapast stórhætta, ekki
aðeins fyrir börn að leik í hverfinu
heldur einnig fyrir gangandi veg
farendur og aðra umferð, en sjö
íbúagötur tengjast veginum,“ segir
í áskorunarbréfinu.
Taka íbúarnir 56 fram að þeir
hafi reist eða keypt hús á þeirri for
sendu að gildandi skipulag og deili
skipulagstillögur stæðust, þar með
talið að gamli Álftanesvegurinn
yrði lokaður til vesturs. „Um leið
og við skorum á bæjaryfirvöld að
Íbúar hvetja bæinn í vegadeilu
Garðbæinga og Hafnfirðinga
Húseigendur í Prýðishverfi í Garðabæ við gamla Álftanesveginn brýna fyrir bæjaryfirvöldum að hvika
hvergi frá lokun tengingar vegarins við Hafnarfjörð. Vegurinn sé stórhættulegur, aðallega vegna umferðar til
Hafnarfjarðar. Þeir segjast eiga hús í Prýðishverfi því að þeir hafi treyst á að skipulaginu yrði framfylgt.
Vegurinn umdeildi hefur tryggt Hafnfirðingum við Heiðvang styttri leið í gegn um Garðabæ. Fréttablaðið/Eyþór
fylgja eftir skuldbindingum Garða
bæjar og gildandi skipulagi viljum
við krefjast þess að veginum verði
lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun
Garðbæinga.
Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni
bæjarstjóra meðferð hvatningar
bréfsins en kæra hjónanna í Heið
vangi er til meðferðar hjá úrskurðar
nefnd umhverfis og auðlindamála.
gar@frettabladid.is
Gunnar
Einarsson,
bæjarstjóri í
Garðabæ
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–19 | Um helgar 11–19
„... mjög vel skrifuð og pæld bók.“
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
„… hann er góður stílisti og frumlegur.“
KARL BLÖNDAL / MORGUNBLAÐIÐ
„Mjög snjöll … Mjög áhugavert verk.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l A u g A r d A g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A ð I ð
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
4
-2
3
3
8
1
E
8
4
-2
1
F
C
1
E
8
4
-2
0
C
0
1
E
8
4
-1
F
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K