Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 16.12.2017, Qupperneq 14
TTil Snæfellsjökull Haraldur Sigurðsson Til sölu í bókaverzlunum Art, science and history of an Icelandic volcano Einstök bók eftir þekktasta eldfjallafræðing Íslands. Öll Jól - SÍÐAN 1952 - V E R T 8 0 5 9 Samgöngur „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Frétta- blaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið auka- lega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkis- stjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í sam- göngumálum. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatns- nesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 millj- ónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við upp- byggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skil- inn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgöngu- áætlun til fjögurra ára og fjármála- áætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýn- um framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanes- brautar. Hreinn segir við Frétta- blaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðar- öryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. baldurg@frettabladid.is Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Sigurður Ingi Jóhannsson segir að það skýrist fljótlega hvert ríkisstjórnin hyggist stefna í samgöngumálum. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að byggja upp allar stofnæðarnar í kring um höfuðborgarsvæðið samtímis. Vegamálastjóri vill auka vetrarþjónustu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. nOrEgur Norskt byggingafyrirtæki hyggst reisa fjórar íbúðablokkir í Ósló sem ætlaðar eru foreldrum sem hafa skilið og börnum þeirra. Rými fyrir börnin, með svefnherbergjum, baði og gangi, verður mitt á milli íbúða for- eldranna. Við báða enda barnarýmisins verða dyr, aðrar að íbúð móðurinnar og hinar að íbúð föðurins. Gert er ráð fyrir að dyrnar að íbúðum foreldranna verði opnar til skiptis eftir samkomulagi. Jafnframt er gert ráð fyrir heilli hæð fyrir sameiginlegt rými íbúanna. Þeir eiga sjálfir að koma með tillögur um hvernig það verði nýtt. – ibs Reisa blokkir fyrir fráskilda Börnin fá rými milli íbúða foreldr- anna í skilnaðarblokkunum. NORDICPHOTOS/GETTY iðnaður Bæjarstjórn Ölfuss segist heilshugar munu styðja Omega Algae í að koma á fót umhverfisvænni örþörungaframleiðslu í Jarðhitagarð- inum á Hellisheiði ef ríkið veitir félag- inu fyrirgreiðslu samkvæmt lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. „Bæjarstjórn telur að jákvæðra áhrifa muni gæta á samfélagið verði af þessu verkefni,“ segir bæjarstjórnin sem sér meðal annars fyrir sér aukinn útflutning í gegnum Þorlákshöfn. „Mikil framtíðartækifæri eru tengd verkefninu og vexti þess sem jákvæð áhrif geta haft á nær- og fjærsam- félag.“ Verkefnið falli mjög vel að áformum Orku náttúrunnar um starf- semi Jarðhitagarðsins. – gar Örþörungarækt í jarðhitagarði 1 6 . d E S E m b E r 2 0 1 7 L a u g a r d a g u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 6 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 1 2 8 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 4 -0 A 8 8 1 E 8 4 -0 9 4 C 1 E 8 4 -0 8 1 0 1 E 8 4 -0 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.