Fréttablaðið - 16.12.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 16.12.2017, Síða 18
Þrjár fullbúnar lúxusíbúðir til leigu á Hólavallagötu 3, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 773-3016 eða á gunnargunn6@gmail.com TIL LEIGU Jarðhæð Fyrsta hæð Önnur hæð 106,9 m2 106,9 m2 58,3 m2 Pantaðu jólagjafirnar á ELKO.is KÄRCHER PREMIUM 5 SKÚRINGARVÉL NESPRESSO CITIZ & MILK KAFFIVÉL KITCHENAID HRÆRIVÉL MARSHALL ACTON HÁTALARI 29.995 29.995 79.99524.995 Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn da br en gl o g/ eð a pr en tv ill ur . PERSÓNUVERND „Þetta lendir mjög mikið á okkar kynslóð. Það eru engin mörk. Samfélagsmiðlar eru það nýir að það eru ekki til neinar reglur og þú þarft eiginlega bara að vera heppin með foreldra, hvort þau séu að virða þín mörk eða ekki. Þegar maður er yngri er maður oft að gera skrítna svipi eða hluti á myndum og maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þetta er eitthvað sem fram- tíðaryfirmenn gætu séð,“ segir Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmenna ráðs Umboðsmanns barna. Eftir áramót verður lagt fram nýtt frumvarp um persónuvernd á Alþingi sem byggt er á viðamik- illi reglugerð frá Evrópuráðinu og þinginu. Í reglugerðinni  segir að  „persónuupplýsingar barna ættu að njóta sérstakrar verndar þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og viðkomandi verndarráðstaf- anir og réttindi sín í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.“ Börn sem alist hafa upp með for- eldra sína á samfélagsmiðlum eru vön því að foreldrar og aðrir deili af þeim myndum og öðrum upp- lýsingum, en hafa ekki endilega stjórn á því hverju er deilt. Lilja Hrönn segir ungmennaráð- ið hafa rætt þessi mál nýlega. „Við höfum mótað okkur skoðun á rétti barns til einkalífs og rétti barns til þess að persónuupplýsingum þeirra sé ekki deilt á netinu að þeim óafvitandi. Við viljum að það sé alltaf talað við börn. Foreldrar þurfa að passa sig hverju þau eru að deila. Ég ræddi þetta við ráðið í gær og við vorum sammála um að það eigi alltaf að ræða við börn. Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar,“ segir Lilja Hrönn. Umboðsmaður barna fjallaði sérstaklega árið 2015 um birtingu foreldra á einkunnum barna á sam- félagsmiðlum „Þó börn séu stolt og ánægð með sig, þá er ekki sjálfgefið að þau vilji að allir viti þetta. Það er sjálfsagt að spyrja þau og taka tillit til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Salvör telur mikla þörf á því að þessi mál séu rædd frekar í sam- félaginu. „Foreldrar þurfa að vera miklu varkárari almennt talað. Auðvitað eru það margir, en fólk þarf að hugsa þetta lengra fram í tímann og sérstaklega þá að netið gleymir engu og það geti skaðað barnið síðar á ævinni.“ Hún segir enn fremur  mikilvægt að rætt sé við börn, en samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í sam- ræmi við aldur þeirra og þroska. „Mér finnst fólk oft fara fram úr sér í þessu og ætti að hugsa um það í stærra samhengi hvort börn vilji að það sé verið að deila myndum, myndböndum og öðru þegar þau eru lítil eða jafnvel unglingar. Ég held að  krakkar  vilji að þau séu spurð. Það á líka að gera það þegar þau eru lítil. Þau hafa líka skoðun á því þegar þau eru fimm ára, eða sjö ára, ekki bara þegar þau eru orðin táningar,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.  lovisaa@frettabladid.is Börn ekki nægilega oft spurð leyfis Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar. Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. Foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur deila iðulega myndum og upplýsingum um börn án þess að spyrja þau leyfis. Formaður ungmennaráðs Um- boðsmanns barna telur að lokaákvörðun eigi alltaf heima hjá barninu og að börn eigi oftar að vera spurð leyfis. 1 6 . D E S E m b E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R16 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 1 6 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 4 -0 5 9 8 1 E 8 4 -0 4 5 C 1 E 8 4 -0 3 2 0 1 E 8 4 -0 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.