Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 26
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís
100% JAFN HITIBETRI STJÓRN
Á HITA
STYTTRI
ELDUNARTÍMI
Í ALLRI
VEÐRÁTTU
MINNI
GASNOTKUN
ENGAR
ELDTUNGUR
SAFARÍKARI
MATUR
CHARBROIL ER KÆRKOMIN
JÓLAGJÖF FYRIR HEIMILIÐ
CrossFit Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvö-
faldur heimsmeistari í CrossFit, er komin
til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á
morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race,
sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem
verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Banda-
ríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna.
„Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst
ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu
hérna heima. Þetta er mikil og öðruvísi
áskorun. Ég veit ekki við hverju
ég á að búast og hef ekki gert
þetta áður,“ sagði Katrín
í samtali við Frétta-
blaðið í gær. Hún
dvelur að mestu í
Bandaríkjunum
við æfingar en
ver jólunum
í faðmi fjöl-
s k y l du n n a r
hér á Íslandi.
K a t r í n
Tanja varð
heimsmeist-
ari í Cross-
F i t 2 0 1 5
og 2016 og
fékk titilinn
h r a u s t a s t a
kona heims.
Á h e i m s -
leikunum í
ár lenti hún
hins vegar í 5.
sæti og missti
titilinn í hend-
ur hinnar ástr-
ölsku Tiu-Clair
Toomey.
„Síðasta ár fór
ekki alveg eins og
ég vildi en maður
lærir alltaf. Svona
eru íþróttirnar. Það að
ég hafi ekki unnið í ár
gefur mér mikið hungur og
eldmóð. Ég er ótrúlega spennt
fyrir næsta ári,“ sagði Katrín
Tanja og bætti við að hún hefði
lært mikið af síðasta ári.
„Þetta sýndi mér hversu
mikið ég vildi vinna. Það er
auðvelt að vera með gott hugarfar og berj-
ast í gegnum allt þegar maður er að vinna
og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins
og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“
eins og ég var hin árin.“
Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta
heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna
hann í þriðja sinn.
„Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin
og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu
fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleik-
ana 2014 var það það besta sem gat komið
fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig
langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin
að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja.
Hún er langt í frá eina íslenska afreks-
konan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir
varð til að mynda heimsmeistari 2011
og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni
hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið
upp til Annie sem er vinkona og æfinga-
félagi hennar en jafnframt andstæðingur
á mótum.
„Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í
CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur
og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar.
Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur
draumur að vinna. Ef hún getur þetta get
ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja.
„Það er erfitt að vera vinkonur og keppi-
nautar en samband mitt við Annie er mér
ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama
daginn út og daginn inn og við fundum
vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég
vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En
ég veit að hún vill það sama. Ég veit það
hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi.
Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum
í CrossFit-heiminum og er með meira en
milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur
því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún
mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu.
„Ég hef alltaf verið með mikið keppnis-
skap og fór í CrossFit til þess að keppa. En
það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikun-
um sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar
fara að gerast um leið og maður leggur sig
allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði
Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþrótt-
ina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá
skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara
mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker
maður.“ ingvithor@frettabladid.is
Erfiðustu tímarnir
þeir bestu fyrir mig
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Cross-
Fit, segist hafa lært mikið af síðasta ári þar sem hún missti af
heimsmeistaratitlinum. Hann ætlar hún að endurheimta.
Laugardagur
12.20 Leicester - Cþ Palace Sport
14.25 Augsburg - Freiburg Sport 2
14.25 Stuttgart - Bayern Sport 3
14.55 Sunderland - Fulham Sport
16.20 Snæfell - Breiðablik Sport 3
17.00 Laugardagsmörkin Sport
17.15 Man. City - Tottenham Sport
17.25 Cardiff - Hull Sport 2
01.00 UFC: Lawler - D. Anjos Sport
Frumsýningar leikja
17.15 Arsenal - Newcastle Sport 3
18.30 Watford - Huddersf. Sport 4
18.55 Chelsea - S’ton Sport 3
19.30 Stoke - West Ham Sport 2
19.35 Brighton - Burnley Sport
Sunnudagur
14.05 WBA - Man. Utd. Sport
16.20 B’mouth - Liverpool Sport
17.45 Stjarnan - Grótta Sport 2
18.00 Panthers - Packers Sport 3
19.45 Stjarnan - Aftureld. Sport 2
20.30 Raptors - Kings Sport
21.05 Steelers - Patriots Sport 3
Domino’s-deild kvenna
16.30 Haukar - Skallagr. Ásvellir
16.30 Njarðvík - Keflavík Njarðvík
16.30 Snæfell - Breiðabl. Stykkish.
16.30 Stjarnan - Valur Ásgarður
Olísdeild karla
16.00 ÍBV - Grótta Vestmannaeyjar
17.00 ÍR - Víkingur Austurberg
17.00 Valur - Fjölnir Valshöll
20.00 Stjarnan - Afture. TM Höllin
20.00 Selfoss - Fram Selfoss
Olísdeild kvenna
13.30 ÍBV - Fram Vestmannaeyjaar
18.00 Selfoss - Fram Selfoss
18.00 Stjarnan - Grótta TM Höllin
20.00 Fjölnir - Valur Dalhús
Í dag
Ágúst Elí fEr til Króatíu
Geir Sveinsson tilkynnti í gær hvaða
sextán leikmenn skipa landsliðshóp
Íslands sem fer á EM
í Króatíu í janúar.
Tveir stórmóts-
nýliðar eru í
hópnum, Ágúst
Elí Björgvinsson,
markvörður úr FH,
og Ýmir Örn Gísla-
son, línumaður úr Val. Ágúst Elí
og Björgvin Páll Gústavsson skipa
markvarðateymi Íslands á EM sem
þýðir að hvorki Aron Rafn Eðvarðs-
son né Hreiðar Levý Guðmundsson
eru í hópnum að þessu sinni. Hópinn
allan má sjá á Vísi en þar má einnig
finna viðtöl við Geir og Ými Örn um
landsliðshópinn sem fer til Króatíu.
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
sport
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
3
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
4
-3
B
E
8
1
E
8
4
-3
A
A
C
1
E
8
4
-3
9
7
0
1
E
8
4
-3
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K