Fréttablaðið - 16.12.2017, Qupperneq 54
Við erum ekki
aðeins með jóla-
markað heldur líka með
jólaskóg þar sem við
bjóðum fólki að koma og
höggva sitt eigið jólatré
og vera skógarhöggs-
maður í einn dag. Gestir
fá afnot af sög, leiðbein-
ingar frá skógarhöggs-
mönnum og aðstoð við
að pakka inn trjánum til
að taka þau með heim.
Í jólaskóginum
kveikjum við
varðeld og jólasveinninn
kemur í heimsókn.
Okkur finnst þetta vera
indæl fjölskyldustund,
þar sem allir fara saman
út í náttúruna og finna
sitt jólatré í rólegheitum.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Við leggjum mikið upp úr því að skapa ævintýraveröld þar sem fólki gefst tækifæri til
að koma úr ys og þys borgarinnar
og njóta kyrrðar úti í náttúrunni.
Jólamarkaður Skógræktarfélagsins
er á yndislegum stað við Elliða
vatnsbæinn í Heiðmörk og þetta
er síðasta helgin í ár sem hann
er opinn. Við seljum jólatré,
tröpputré og eldivið og erum með
litla kaffistofu þar sem boðið er
upp á menningardagskrá og ljúfa
tónlist. Um helgina koma rithöf
undarnir Unnur Jökulsdóttir og
Kristín Eiríksdóttir og lesa upp
úr bókum sínum,“ segir Gústaf
Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem
síðustu vikur hefur höggvið ófá
jólatré sem munu standa fallega
skreytt á mörgum heimilum yfir
jólahátíðina.
„Báða dagana verður líf og fjör,
jólasveinarnir verða á staðnum
og það verður logandi varðeldur.
Svo er barnastund í rjóðrinu, sem
er einstaklega notaleg. Barna
bókahöfundar koma og lesa fyrir
börnin. Um helgina koma Gunnar
Helgason og Sigrún Eldjárn og lesa
úr sínum bókum,“ bætir Gústaf við.
Fastur hluti af jóla
undirbúningnum
Skógræktarfélagið hefur staðið
fyrir jólamarkaðnum í meira
en áratug og segir Gústaf hann
orðinn fastan lið á aðventunni hjá
mörgum fjölskyldum. „Við erum
líka með handverksmarkað þar
sem lagt er upp með að vörunar
séu einstakar úr náttúrulegum
efnum og handunnar. Þar fæst líka
eitt og annað matarkyns – beint frá
býli. Með jólamarkaðnum fáum við
tækifæri til að kynna félagsstarf
semi Skógræktarfélags Reykjavíkur
og það mikilvæga starf sem unnið
er í Heiðmörk og Esjuhlíðum. Skóg
ræktarfélag Reykjavíkur starfar
ekki í hagnaðarskyni heldur er um
að ræða frjáls félagasamtök svo
allur ágóði af sölunni rennur beint
til uppbyggingar útivistarskóga.
Við gróðursetjum 50 tré fyrir hvert
tré sem við seljum,“ upplýsir hann.
Stafafuran vinsælust
Inntur eftir því hvaða jólatré sé
vinsælast segir Gústaf að stafa
furan sé alltaf eftirsótt en það séu
líka margir sem kjósi sitkagreni,
blágreni, rauðgreni og jafnvel
fjallaþin. „Við erum ekki aðeins
með jólamarkað heldur líka með
jólaskóg þar sem við bjóðum fólki
að koma og höggva sitt eigið jólatré
og vera skógarhöggsmaður í einn
dag. Gestir fá afnot af sög, leiðbein
ingar frá skógarhöggsmönnum og
aðstoð við að pakka inn trjánum til
að taka með heim. Að þessu sinni
er jólaskógurinn inni í Almannadal
á Hólmsheiði. Við skiptum um stað
á hverju ári því það er ekki alltaf
hægt að vera með jólaskóginn á
sama stað. Það geta ekki öll trén í
skóginum verið jólatré,“ segir hann
brosandi.
„Í jólaskóginum kveikjum við
líka varðeld, jólasveinninn kemur
í heimsókn, hægt er að kaupa heitt
kakó og grilla sykurpúða. Okkur
finnst þetta vera indæl fjölskyldu
stund, þar sem allir fara saman út
í náttúruna og finna sitt jólatré í
rólegheitum.“
Hápunktur starfseminnar
Jólamarkaðurinn og skógurinn er
hápunkturinn í starfsemi Skóg
ræktarfélags Reykjavíkur yfir
vetrartímann en á sumrin eru
haldnir skógarleikar þar sem keppt
er í axarkasti og fleiri greinum
sem tengjast skóginum. „Okkur
hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur
finnst mikilvægt að kynna skógar
menningu fyrir fólki,“ segir Gústaf
og bætir að lokum við að íslensku
jólatrén séu sjálfbær, vistvæn, hafi
ekki verið flutt á milli landa og
skilji því ekki eftir sig kolefnisspor.
Jólamarkaðurinn er opinn frá
1217 og er ekið að Elliðavatns
bænum hjá Rauðhólum.
Jólaskógurinn er opinn frá 11-16 og
leiðarlýsingu má finna á heima-
síðunni www.heidmork.is
Jólastemming í skóginum
Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur stendur vaktina um helgina á jólamarkaði Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Hann segir að fyrir hvert selt tré verði 50 tré gróðursett í staðinn.
„Við leggjum mikið upp úr því að skapa ævintýraveröld þar sem fólki gefst tækifæri til að koma úr ys og þys borgar
innar og njóta kyrrðar úti í náttúrunni,“ segir Gústaf Jarl skógfræðingur. MYND/ERNIR
20% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Í JÓLAPAKKANN HENNAR
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . D E S E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
4
-7
C
1
8
1
E
8
4
-7
A
D
C
1
E
8
4
-7
9
A
0
1
E
8
4
-7
8
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K