Fréttablaðið - 16.12.2017, Side 104
„Almáttugur,“ hrópaði
Róbert upp yfir sig. „Við
erum föst hérna inni og
munum aldrei komast
út,“ bætti hann við
skelfingu lostinn.
„Enginn mun nokkurn
tímann finna okkur og
við munum svelta í hel.“
„Svona nú Róbert minn,“
sagði Kata höstuglega.
„Þetta er nú bara
völundarhús og það er
alltaf einhver leið út úr
völundarhúsum.“
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
280
Getur þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundar-húsinu?
?
?
?
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórs-
son sló í gegn sem jólastjarna á jóla-
tónleikum Björgvins.
En hvernig leið honum á sviðinu í
Hörpu? Mjög vel og það var gaman
að syngja fyrir allt fólkið. Stemn-
ingin í hópnum var líka gríðarlega
góð en oft var kvartað yfir því að við
krakkarnir hefðum of hátt.
Var þetta eins og þú reiknaðir
með? Nei, allt var miklu stærra og
flottara en ég átti von á. Ég vissi
heldur ekki að við krakkarnir
yrðum strax svona góðir vinir. Von-
andi hitti ég þá fljótt aftur.
Hvaða lög söngst þú? Ég söng
Dag einn um jólin sem er íslenska
útgáfan af Someday at Christmas
eftir Stevie Wonder. Svo sungum við
jólastjörnurnar lagið Nei, nei, ekki
um jólin með kónginum sjálfum,
Bó.
Hefur þú sungið opinberlega
áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og
þar komum við fram á sýningum
fyrir ættingja og vini. Síðan fórum
við nokkrir vinir um daginn á elli-
heimilið á Seltjarnarnesi og sung-
um fyrir eldri borgarana. Svo er ég í
rapphljómsveitinni Pöndunum en
við erum enn þá bara á Youtube.
Ferðu oft á tónleika? Nei, ekki oft
en ég fór á Justin Bieber og það er
eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Lars-
son, það var ekki jafn spennandi.
Hlustar þú mikið á tónlist? Ég
hlusta á tónlist alla daga og fíla
rapp, popp og rólegt. Annars hef
ég mest verið að hlusta á jólalög
síðustu vikur.
Átt þú þér eftirlætis tónlistar-
mann/konu? Ég held mest upp
á JóaPé og Króla í rappinu og Ed
Sheeran í poppinu. Svo er Páll
Óskar frábær og það var gaman að
syngja með honum í Hörpu.
Hver eru helstu áhugamálin? Að
leika, syngja og dansa. Í augna-
blikinu er söngurinn númer eitt.
En skemmtilegast er að blanda
þessu öllu saman eins og gert er í
söngleikjum. Ég er líka í stökkfim-
leikum hjá Gróttu og mér finnst
alltaf gaman að leika við vini mína.
Hvað langar þig að verða? Mig
dreymir um að verða leikari, dans-
ari, söngvari og rappari. Kannski
líka útvarpsmaður.
Hvað finnst þér best við jólin?
Kærleikurinn. Síðan elska ég smá-
kökurnar sem ömmur mínar baka.
Rappar með
sveitinni
Pöndunum
„Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka
útvarpsmaður,“ segir Arnaldur.
Stemningin í
hópnum var líka
gríðarlega góð en oft var
kvartað yfir því að við
krakkarnir hefðum of hátt.
Nú hlustum við öll
svo hýrleg og sett,
ekki nein köll
því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld.
Hann arkar um sveit
og arkar í borg,
og kynjamargt veit
um kæti og sorg.
Jólasveinninn kemur í kvöld.
Hann sér þig er þú sefur,
hann sér þig vöku í,
og góðum börnum gefur
hann svo gjafir, veistu af því?
Nú hlustum við öll
svo hýrleg og sett,
ekki nein köll
því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld.
– Hinrik Bjarnason
Jólalagið
Það er nóg að gera hjá þessum í desember. FréttAblAðið/Pjetur
Jólasveinninn kemur í kvöld
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r62 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
krakkar
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
8
4
-4
0
D
8
1
E
8
4
-3
F
9
C
1
E
8
4
-3
E
6
0
1
E
8
4
-3
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K