Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 4
„... leiftrandi skemmtileg ... djúp og hreyfir við lesandanum.“ KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ „Þessi líflega og skemmtilega saga er sérlega vel sögð.“ STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / VIKAN HÚMOR, HLÝJA OG INNLIFUN LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | laugardaga 11–19 Heilbrigðismál Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrum- varp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Land- spítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skil- greind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu hús- næðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræð- ingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggj- ur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspít- ala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsyn- legar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnu- markaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeinda- fræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æski- legt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. – bg Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stétt- inni. FréttabLaðið/GVa sTJÓrNsÝslA Dómnefnd um hæfni umsækjenda í starf héraðsdómara hefur ekki skilað umsögn sinni varð- andi átta stöður héraðsdómara sem skipað verður í um áramót. Vonast er til að umsögnin liggi fyrir í vikulok. Alls sótti 41 um stöðurnar átta sem lausar eru. Sjö stöður losnuðu eftir að sjö héraðsdómarar voru skipaðir við Landsrétt en hið nýja dómstig tekur til starfa um áramótin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra er settur dómsmálaráðherra í málinu en Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra vék sæti í því. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, segir að nefndin hafi ekki skilað af sér. Umsækjendum hafi verið gefinn kostur á að koma að andmælum við frumálit nefndarinnar. Vonast sé til þess að endanlegt mat liggi fyrir áður en vikan er á enda enda stutt þar til nýtt ár gengur í garð. – jóe Hæfnisnefnd enn ekki skilað KJArAmál Staðan í kjaradeilu flug- virkja og Icelandair var viðkvæm þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Fundur deiluaðila hjá sáttasemjara hófst klukkan 16 í gær og stóð enn yfir undir lok kvölds. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið heyrði í sögðu að brugðið gæti til beggja vona en að menn hefðu fullan hug á að reyna að ljúka málinu fyrir dagrenningu. Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hefur nú staðið yfir í rúma tvo sólarhringa. Sáttafundur í fyrri- nótt reyndist árangurslaus en fundað var til klukkan fjögur um nótt. Engin formleg sáttatillaga hefur verið lögð fram af hálfu aðstoðarsáttasemjara. Yfirlýsing, þar sem slíkt var áréttað, var birt á heimasíðu embættisins í gær. Líkt og áður hefur komið fram stóð sáttafundur enn yfir í gærkvöld þegar Fréttablaðið fór í prentun. Flugfreyjufélag Íslands sem og Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendu Flugvirkjafélagi Íslands stuðn- ingsyfirlýsingu. Hljóðið í þeim flug- virkjum sem Fréttablaðið ræddi við var þungt vegna verkfallsbrota og óvæginnar umræðu í þeirra garð. Sem stendur nær verkfallið aðeins til véla Icelandair enda gerir Flug- virkjafélagið sérstakan samning við hvert og eitt flugfélag. Samningar þess eru hins vegar flestir lausir um þessar mundir. Deilu félagsins og Icelandair var vísað til sáttasemjara í september og þann 3. nóvember var deilu þess og Air Atlanta vísað þangað líka. Þá eru samningar flug- virkja og WOW Air útrunnir og standa samningaviðræður yfir þó enn séu þær ekki komnar á borð sáttasemjara. Þá er við þetta að bæta að 16.  október sl. var deilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair vísað til embættis Ríkis- sáttasemjara. Flug Icelandair til og frá landinu hefur raskast umtalsvert sökum vinnustöðvunarinnar, meðal annars var öllum flugferðum í gær til og frá Ameríku aflýst og þúsundir farþega hafa þurft að bíða klukkustundum saman á Keflavíkurflugvelli til að fá leyst úr brottfararflækju sinni. Áætlað er að verkfallið hafi áhrif á 10 þúsund farþega dag hvern meðan það stendur yfir. Eitthvað hefur verið um afbókanir hjá Icelandair vegna verkfallsins en ekki liggur fyrir hvort það hafi skilað sér til keppinauta félagsins. „Það er háannatími í flugi rétt fyrir jólin. Sætanýting okkar er vel yfir níutíu prósent á flestum flugleiðum á þessum árstíma,“ segir Svana Frið- riksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. „Við höfum séð að síðustu tvo daga hafa bókanir aukist lítillega en það er ekki mikið svigrúm til þess að bæta farþegum við þar sem það er nú þegar mikið bókað hjá félaginu. Við vonum að verkfallið leysist sem fyrst en þetta er mjög erfiður tími enda háannatími,“ segir Svana. johannoli@frettabladid.is Funduðu fram eftir kvöldi til að reyna að ná samkomulagi Fundur í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair stóð langt fram á kvöld. Hljóðið í flugvirkjum fyrir fund var þungt. Kjaradeilur fleiri stétta í fluggeiranum eru komnar á borð Ríkissáttasemjara og samningar víða lausir. Áætlað að verkfallið hafi áhrif á 10 þúsund farþega daglega. Langar raðir mynduðust í Keflavík. Fulltrúar icelandair og flugvirkja áður en fundur hófst í gær. Eftir það var fjölmiðlafólki vísað á dyr þar sem nærvera þess þótti hafa truflandi áhrif á fundarhöld. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi mála. FréttabLaðið/aNtON briNK DÓmsmál Sveinn Gestur Tryggvason var í gær dæmdur til sex ára fangelsis- vistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hluta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök. Í skýrslu réttarmeinafræðings kom fram að í blóði Arnars hefði fundist mikið magn amfetamíns sem og þung- lyndislyfsins bupropion, en styrkur þess hafi verið við eitrunarmörk. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í málinu lágu fyrir símaupplýsingar sem sýndu að átökin hefðu staðið í að minnsta kosti sjö mínútur. – hh Átökin stóðu yfir í sjö mínútur 1 9 . D e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð J U D A g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 9 -E 7 8 8 1 E 8 9 -E 6 4 C 1 E 8 9 -E 5 1 0 1 E 8 9 -E 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.