Fréttablaðið - 19.12.2017, Side 10
TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA
BRUNNA Í AFRÍKU
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK!
SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ
- greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr.
- hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr.
- leggja til framlag á framlag.is
- gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is
- leggja inn á söfnunarreikning okkar
0334-26-50886, kt. 450670-0499
PIPAR\TBW
A - SÍA - 165297
Jólaklementínur
399
KR/KS
Verð áður 599 KR/KS
Bouquet
Klementínur 2,3 kg
173 KR/KG
Viðskipti Aukinn áhugi stórra
alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í
jarðvarmaverkefnum getur skapað
mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að
mati Gísla Haukssonar, stjórnar-
formanns GAMMA. Einn þekktasti
fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur
stofnað sjóð sem mun fjárfesta í
slíkum verkefnum.
„Notkun jarðvarma á heimsvísu
er undir einu prósenti af orku sem
við notum, þrátt fyrir vitneskju um
mikla nýtanlega jarðvarmaorku
víðs vegar um heiminn. Ástæðan
fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli
er tvíþætt; annars vegar voru fram-
farir í bortækni, að geta borað nógu
djúpt, hægfara en mikil breyting
er að verða þar á nú. Hins vegar er
meiri óvissa á undirbúningsstigi
þegar verið er að leita að nýtanleg-
um jarðvarma samanborið við aðra
orkukosti. Margar dýrar tilrauna-
boranir þarf til að finna orkuna en
þegar hún finnst er nýting hennar
hlutfallslega ódýrari en aðrir orku-
kostir, og stöðug,“ segir Gísli.
„Um leið og þú veist að það er
nýtanlegt heitt vatn og gufa sem
getur knúið túrbínu eða hitað
hús dregur hratt úr áhættu verk-
efnisins. Óvissan er mest á fyrsta
Áhugi fjárfesta á að
nýta jarðvarma eykst
Bill Gates, einn þekktasti fjárfestir í heimi, er byrjaður að fjárfesta í jarðvarma-
verkefnum. Íslenskur fjárfestir telur áhugann á slíkri fjárfestingu eiga eftir að
aukast. Helstu vísindamenn og verkfræðingar á sviðinu eru Íslendingar.
stiginu,“ segir Gísli til útskýringar.
Hann segir að á allra síðustu árum
hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem
eru yfirleitt með einum eða öðrum
hætti fjármagnaðir af hinu opin-
bera, komið að rannsóknum á
jarðhitasvæðum á fyrstu stigum.
Þetta séu áhættusamar fjárfest-
ingar. Það hafi mikla þýðingu að
Bill Gates sé farinn að fjárfesta á
þessu sviði, því reynslan sýni að
aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í
fótspor hans.
„Þegar fjármögnun rannsókna
á þessu sviði er ekki bara á hendi
opinberra stofnana heldur jafn-
framt fjársterkra einkaaðila opnast
tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta,
lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra
til að fjárfesta í jarðvarmaverkefn-
um,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyt-
ing feli í sér að draga úr áhættu í
þessum fjárfestingum. Gísli bendir
á að því hafi verið spáð að eftir tíu
ár verði jarðvarminn jafn mikið
nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta
hafi mikla þýðingu fyrir Ísland.
„Heimurinn er í fyrsta lagi að átta
sig betur á mikilvægi jarðvarma
í aukinni nýtingu endurnýjan-
legrar orku í framtíðinni og hversu
hagkvæm tæknin er. En ekki nóg
með það heldur eru margir helstu
vísindamenn og verkfræðingar í
jarðvarmatækni Íslendingar, sem
annaðhvort starfa á Íslandi eða
fyrir íslensk fyrirtæki erlendis.
Íslendingar eru mjög framarlega í
þessum geira,“ segir hann.
jonhakon@frettabladid.is
Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku
GAMMA Capital Management
er í samstarfi á sviði jarðvarma
fjárfestinga við Interlink Capital
Strategies, bandarískt ráðgjafar
fyrirtæki sem sérhæfir sig í
fjármögnun og viðskiptaþróun í
nýmarkaðsríkjum.
Samstarfið felur í sér rekstur
þróunarsjóðsins Geothermal
Development Facility, sem
veitir styrki til jarðvarmaverkefna
í SuðurAmeríku. Sjóðurinn er
að mestu fjármagnaður af þýska
þróunarbankanum KfW í sam
starfi við Evrópusambandið.
Markmið sjóðsins er að fjár
magna yfirborðskönnun og til
raunaboranir í SuðurAmeríku.
Gísli Hauksson forstjóri Gamma, segir miklu máli skipta að Bill Gates sé farinn
að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum. Aðrir muni fylgja á eftir. FréttABlAðið/GVA
fræðslumál Nemendur 5.
til 10. bekkjar og allir kenn-
arar í Grunnskólanum á
Þórshöfn fá spjaldtölvur frá
Langanesbyggð samkvæmt
samþykkt sveitarstjórnar
Langanesbyggðar.
„Einnig verði unnið að
fræðslu kennara í möguleik-
um er varða tölvur, forrit, fjar-
vinnu og annað sem spjald-
tölvunotkun tilheyrir,“ segir í
tillögunni sem samþykkt var.
Bæta á fjórum milljónum króna
við fjárhagsáætlun
grunnskólans fyrir
næsta ár vegna
þessa. „Formleg
innleiðing skal
hefjast svo fljótt
sem verða má, en ekki
síðar en haustið 2018.“ – gar
Spjaldtölvuvæðing á Þórshöfn
Innleiðing
hefst ekki síðar en
haustið 2018.
fjárlög „Rekstrarfé til Markaðs-
stofanna verður 91 milljón en ekki
80 eins og stendur í fjárlagafrum-
varpinu nú. Annað stóð aldrei til og
markaðsstofum landshlutanna því
tryggt þetta fjármagn,“ segir Elías
Gíslason ferðamálastjóri.
Fréttablaðið sagði frá því í gær að
breyting hefði orðið í fjárlagafrum-
varpi Bjarna Benediktssonar frá
frumvarpi Benedikts Jóhannessonar
á þá leið að fé til markaðsstofa lands-
hlutanna í ferðaþjónustu færi úr 91
milljón niður í 80 milljónir. Ljóst er
að þær breytingar eru ekki réttar og
verður þessu kippt í liðinn fyrir aðra
umræðu fjárlaga í þinginu.
„Það sem meira er, að þarna er
verið að semja til þriggja ára svo
markaðsstofurnar eru að fá um 160
milljónir króna árlega frá okkur og
hinu opinbera þannig að hér er um
verulega aukningu að ræða. Það
fara allir glaðir frá borði og rekstrar-
grundvöllur markaðsstofanna styrk-
ist verulega frá því sem nú er,“ segir
Elías.
Markaðsstofur landshlutanna
vinna náið með fyrirtækjum og
sveitarfélögum í því að markaðs-
setja sín svæði sem ákjósanleg
ferðaþjónustusvæði. Mikilvægt er
að margra mati að auka veg ferða-
þjónustunnar um allt land og dreifa
ferðamönnum sem víðast til að
nýta þær fjárfestingar sem til eru á
landsbyggðinni til ferðaþjónustu.
Því er hér um mikilvægt skref að
ræða til að efla markaðsstofurnar
enn frekar. – sa
Markaðsstofum tryggt
stóraukið fé í fjárlögum
91
milljón mun stofnunin fá
samkvæmt frumvarpi til
fjárlaga.
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u d A g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
1
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
9
-E
2
9
8
1
E
8
9
-E
1
5
C
1
E
8
9
-E
0
2
0
1
E
8
9
-D
E
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K