Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 12
Austu r r í ki Samsteypustjórn
Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins
í Austur ríki tók við völdum í gær.
Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er
því orðinn kanslari og þar með
yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og
þótt víðar væri leitað. Á dagskrá
hinnar nýju stjórnar er meðal ann-
ars að herða útlendingalöggjöf.
Þjóðarflokkurinn fékk flest
atkvæði í nýafstöðnum kosningum
og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er
Kurz, formaður flokksins, í forsvari
fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsis-
flokkurinn undir forystu Heinz-
Christian Strache, fékk hins vegar 51
sæti og því hafa flokkarnir ríflegan
meirihluta á þinginu saman.
Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið
sekúndu við völd áður en fyrstu
mótmælin gegn henni hófust.
Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt
liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín
og létu vel í sér heyra á meðan ríkis-
stjórn Kurz tók við. Um 6.000 mót-
mælendur voru á svæðinu og var
fyrirhuguðum breytingum á útlend-
ingalöggjöf sem og umdeildri sögu
Frelsisflokksins mótmælt.
Báðir eru flokkarnir þjóðernis-
hyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri
hugmyndafræði óspart í kosninga-
baráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsis-
flokksmönnum hann til að mynda
vera að stela stefnumálum sínum.
Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari
í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leið-
togi flokksins, Anton Reinthaller,
var landbúnaðarráðherra nasista
og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig
stofnaður af nasistum.
Tengingin við nasisma innan
Frelsisflokksins dó þó ekki út með
Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider,
sem tók við formannssætinu 1986,
sagði til að mynda í kosningabarátt-
unni árið 1990 að ýmislegt hefði
verið með ágætum í Þýskalandi nas-
ismans, til að mynda atvinnumálin.
Frelsisflokkurinn hefur einu sinni
áður verið í ríkisstjórn. Það var árið
2000. Voru viðbrögð alþjóðasam-
félagsins þá harkaleg og greinir BBC
frá því að Austurríkismenn hafi upp-
lifað sig einangraða í Evrópu. Við-
brögðin nú séu hins vegar daufari.
Á meðal þess sem ríkisstjórn
Kurz ætlar að beita sér fyrir er að
við komu hælisleitenda til Austur-
ríkis verði allt fé tekið af þeim við
hælisumsóknina svo hægt sé að
fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig
verða símar hælisleitenda og flótta-
manna teknir af þeim svo hægt sé að
rekja ferðir þeirra til Austurríkis og
hverja þeir hafi átt í samskiptum við.
Símarnir verði ekki gerðir varan-
lega upptækir heldur skoðaðir með
reglulegu millibili.
Trúnaðarskylda lækna gagnvart
flóttamönnum verður einnig tak-
mörkuð. Þá verður mökum flótta-
manna sem eiga í fjölkvænis- eða
þvinguðu hjónabandi ekki heimilt
að koma til Austurríkis.
„Flóttamenn sem hafa hvorki
unnið stakan vinnudag né greitt til
velferðarkerfisins munu ekki lengur
fá þúsundir evra í bætur. Við þetta
loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn
staðið,“ sagði Strache á Facebook í
gær.
Tveir af valdamestu ráðherra-
stólum ríkisstjórnarinnar féllu
Frelsisflokknum í skaut. Þannig
verður Herbert Kickl, sem var ræðu-
höfundur fyrir Jörg Haider, innan-
ríkisráðherra og hin átttyngda Karin
Kneissl, fyrrverandi starfsmaður
utanríkisráðuneytisins, verður utan-
ríkisráðherra. thorgnyr@frettabladid.is
Hert útlendingalöggjöf efst á
dagskrá nýrrar ríkisstjórnar
Sebastian Kurz er orðinn kanslari Austurríkis. Þjóðernishyggjuflokkar í ríkisstjórn. Annar þeirra stofnaður
af nasistum. Hörð mótmæli voru fyrir utan Hofburg-höll á meðan ríkisstjórnin tók við völdum. Á dagskrá
er að herða reglur um móttöku flóttafólks og hælisleitenda. Flokkarnir hafa ríflegan meirihluta á þinginu.
Sebastian Kurz og Heinz-Christian Strache í Hofburg-höll í gær. NordiCpHotoS/AFp
EþíópíA Að minnsta kosti 61 hefur
látist í átökum Sómala og Oroma-
fólks í Eþíópíu. Frá þessu greindu
þarlend yfirvöld í gær en óljóst
er hvað veldur þessari nýju hrinu
átaka þjóðflokkanna.
Reuters greindi frá því í gær
að átökin hefðu brotist út þegar
hermenn skutu sextán úr þjóð-
flokki Oroma-fólks til bana við
mótmæli á þriðjudaginn í síðustu
viku. Adisu Arega, ríkisstjóri Oro-
miu í Eþíópíu, sagði á Facebook í
gær að alls 29 Oromar hefðu verið
drepnir á milli 14. og 17. desember
í átökum og 32 Sómalar hefðu
verið drepnir í hefndarskyni.
Héruð Oroma-fólks og Sómala
í Eþíópíu liggja hlið við hlið. Í
gegnum tíðina hafa átök þjóð-
flokkanna verið tíð og segir BBC
að einkum hafi verið barist um
beitiland. – þea
Tugir látist í
hörðum átökum
þjóðflokka
BAndAríkin Að minnsta kosti fjórir
öldungadeildarþingmenn Demó-
krata í Bandaríkjunum hafa hvatt Al
Franken, fráfarandi öldungadeildar-
þingmann, til að draga afsögn sína
til baka. Tvær vikur eru liðnar frá því
að Franken tilkynnti um afsögn sína
eftir að hann hafði gengist við ásök-
unum um kynferðislega áreitni. Frá
þessu greindi Politico í gær.
Joe Manchin, samflokksmaður
Frankens, hefur verið einna hávær-
astur um málið. Í viðtali við Politico
í gær sagði hann framkomu Demó-
krata í garð Frankens hneykslan-
lega. „Þetta er mesta hræsni sem
ég hef séð nokkurn sýna annarri
manneskju. Að hafa það í sér að
sitja og hlusta á hann tilkynna um
afsögnina og fara svo til hans og
faðma hann. Mér verður illt af því
að hugsa um þetta,“ sagði Manchin.
Sagði Manchin enn fremur að
Franken sjálfur hefði viljað undir-
gangast rannsókn siðanefndar og
taka svo ákvörðun byggða á niður-
stöðunni. Við það ætti hann að
standa, óháð þrýstingi frá öðrum
Demókrötum. – þea
Vilja ekki að Franken segi af sér
Al Franken. NordiCpHotoS/Getty
61
hið minnsta hefur látist í
átökum á milli Sómala og
Oroma-fólks.
Selá er enn ein perlan í bókaflokknum um laxveiðiár á Íslandi. Hérna er í fyrsta sinn
fjallað um Selá, og veiðisvæðinu lýst á einstaklega skemmtilegan og aðgengilegan hátt.
Bókin er ómissandi viðbót í flokknum um veiði sem Litróf hefur staðið að á metnaðafullan
hátt. Bókina prýðir fjöldinn allur af vönduðum ljósmyndum sem varpa ljósi á stórkostlegt
umhverfi Vopnafjarðar ásamt kortum af veiðisvæðinu. Bókin Selá er langþráð viðbót í
safnið um laxveiðibækur. Fæst í öllum helstu bókaverslunum.
SELÁ
Í VOPNA-
FIRÐI
VEIÐIPERLAN SELÁ
Sími 563 6000 • www.litrof.is
Flóttamenn sem
hafa hvorki unnið
stakan vinnudag né greitt til
velferðarkerfisins munu ekki
lengur fá þúsundir evra í
bætur.
Heinz-Christian Strache, formaður
Frelsisflokksins
1 9 . d E s E m B E r 2 0 1 7 þ r i Ð J u d A G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A Ð i Ð
1
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
9
-C
E
D
8
1
E
8
9
-C
D
9
C
1
E
8
9
-C
C
6
0
1
E
8
9
-C
B
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K