Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau
einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur
NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónu-
legri aðstoð.
Í ljósi þess hve NPA skiptir fatlað fólk miklu máli
og hve lengi fólk hefur beðið þess að NPA verði hluti
af sjálfsagðri þjónustu við fatlaða sem uppfylla skil-
yrði til að njóta hennar er það afar ánægjulegt fyrir
mig að fyrstu frumvörp mín sem ráðherra félags-
mála snúa einmitt að þessu.
Um nýliðna helgi lagði ég fram á Alþingi frumvarp
til nýrra heildarlaga sem kveða á um þjónustu við
fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda og
frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu
sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á
grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um
mitt næsta ár. Til að brúa bilið lagði ég einnig fram
frumvörp sem eiga að tryggja að unnt verði að
veita NPA-þjónustu á grundvelli samninga fram að
gildistöku heildarlaganna. Áherslan á NPA birtist
einnig í fjárlagafrumvarpinu þar sem framlög til
þjónustunnar eru aukin um 70 milljónir króna sem
gerir kleift að fjölga samningum úr 55 á þessu ári í
80 samninga árið 2018.
Þessi frumvörp eru nú komin til umfjöllunar
í velferðarnefnd Alþingis. Þar er ég viss um að
nefndarmenn taki höndum saman um að leiða
þetta mikilvæga mál til lykta, hratt og örugglega í
góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert
á stjórnmálaflokka. Þetta er ekki aðeins mikilvægt
hagsmunamál fatlaðs fólks, þetta er mál sem snýst
um mannréttindi og að við sýnum í verki vilja okkar
til að stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks og
ófatlaðra í samfélaginu eins og kostur er.
Langþráður áfangi
í þjónustu við
fatlað fólk í augsýn
Ásmundur Einar
Daðason
félags- og
jafnréttismála-
ráðherra
Þetta er ekki
aðeins
mikilvægt
hagsmuna
mál fatlaðs
fólks, þetta er
mál sem snýst
um mann
réttindi.
Jólin
Veðurstofan spáir góðum líkum
á hvítum jólum hér á landi. Frá
því var greint í gær. En ekki er
víst að allir komist til lands
ins til að fagna jólunum með
fjölskyldunni í tæka tíð vegna
verkfalls flugvirkja hjá Ice
landair. Þegar þetta var skrifað
virtist að minnsta kosti ekkert
benda til þess að það drægi
saman með samningsaðilum.
Verkföll eru rótgróið verkfæri
vinnandi fólks til að berjast
fyrir bættum kjörum og oftar
en ekki hafa landsmenn samúð
með þeim stéttum sem því
verkfæri beita. Sú virðist ekki
raunin nú, enda verkfallið á
versta tíma. „Trúi því ekki að
þið séuð að fara að eyðileggja
jólin okkar,“ stóð í einum
ummælum við frétt Vísis frá því
í gær.
Ofbeldi
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að sveitarstjórar á Vest
fjörðum fögnuðu umræðu um
kynbundið ofbeldi. Það þykir
þeim sem hér heldur um penna
gott viðhorf. Það er nauð
synlegt að horfast í augu við
vandamálin í stað þess að líta
fram hjá þeim. Vonandi mun
#MeToo bylting hugrakkra
kvenna verða til þess að útrýma
því samfélagsmeini sem kyn
bundið ofbeldi og kynferðisleg
áreitni er.
thorgnyr@frettabladid.is
Ef ein stétt á
rétt 20
prósenta
launahækkun
á einu bretti
er greinilegt
að Icelandair,
sem greiðir
launin, hefur
látið reka á
reiðanum
– nema kröfur
flugvirkja séu
út úr kortinu.
CELY PC-50 talningavog
Áður 57.109,- NÚ 45.688,-
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
TALNINGAVOGIR
Mikið úrval
af talningavogum, sem einfalda
talningu á smáhlutum
FÆRIBANDAVOGIR - RANNSÓKNAVOGIR - IÐNAÐARVOGIR - SMÁVOGIR
VERÐÚTREIKNINGSVOGIR - FITUMÆLINGAVOGIR - KRÓKAVOGIR
BAÐVOGIR - BARNAVOGIR - GÓLFVOGIR - LÍMMIÐAVOGIR
GOTT
VERÐ
Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda farþega og tugum ferða hefur verið aflýst. Örtröð hefur skapast hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli, þar sem örþreyttir ferðalangar hafa reynt að fá
úrlausn.
Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flug-
félagsins vegna innhringinga frá farþegum. Kvört-
unum hefur rignt inn á samfélagsmiðla fyrirtækisins.
Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá
niðri. Ferðamenn hafa eins og gefur að skilja borið sig
illa undan skorti á upplýsingum. Sumir hafa talað um
hreina vanrækslu.
Verð hlutabréfa í Icelandair lækkaði um tvö pró-
sent í gær. Skyldi engan undra í ljósi ringulreiðar
síðustu tveggja daga.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, hefur miklar áhyggjur af stöð-
unni, eins og fram kom á Bylgjunni í gær. Hún segir
óþolandi að svona verkföll eigi sér stað á nokkurra
mánaða fresti.
Hún benti á, að undanfarin sjö ár hefði fjórtán
sinnum verið boðað til verkfalla, sem tengjast flugi
til og frá landinu. Að meðaltali hefur því verið boðað
til verkfalls á þessum sjö árum á sex mánaða fresti.
Flugvirkjar hafa frá árinu 2009 boðað til verkfalls að
meðaltali á eins og hálfs árs fresti.
Verkfall, eins og þetta, er ekki einkamál þeirra sem
deila. Það hefur keðjuverkandi áhrif út um sam-
félagið. Traust glatast og orðspor lands og þjóðar bíður
hnekki. Fjöldi fólks, sem ekkert hefur um deiluna að
segja, bíður fjárhagslegt tjón.
Ferðaþjónustan er burðarás í efnahagslífinu. Árið
2015 komu hingað til lands um 1,3 milljónir ferða-
manna, sem var um 30 prósenta fjölgun frá árinu áður.
Í fyrra voru ferðamennirnir um 1,8 milljónir, um 40
prósenta fjölgun frá fyrra ári. Og í ár er reiknað með
að ferðamennirnir verði rúmlega tvær milljónir. Alda-
mótaárið komu hingað um 300 þúsund ferðamenn.
Talan hefur um það bil sjöfaldast frá aldamótum.
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni á síðasta ári
voru tæpir 500 milljarðar króna eða nálægt einum og
hálfum milljarði á dag. Þá eru ónefnd alls konar óbein
áhrif.
Þetta snýst ekki bara um peninga heldur öryggi
fólksins – samgöngur til og frá eyríki sem er gersam-
lega háð því að fólk komist hnökralaust landa á milli.
Ef ein stétt á rétt á 20 prósenta launahækkun á einu
bretti er greinilegt að Icelandair, sem greiðir launin,
hefur látið reka á reiðanum – nema kröfur flugvirkja
séu út úr kortinu. Hér er ekki dómur lagður á það því
sjaldan liggur sökin bara hjá öðrum deiluaðilanum. En
stór stökk hafa áhrif á allan launamarkaðinn og geta
kallað yfir okkur kollsteypur. Tal um að umsamdar
launahækkanir á almenna markaðnum á næsta ári
verði þrjú prósent hljómar afar óraunsætt í þessu ljósi.
Það er nauðsynlegt að tryggja hér stöðugt rekstrar-
umhverfi til lengri tíma. Ljóst er, að vinnustaða-
líkanið, sem unnið er eftir, gengur ekki upp.
Flug lækkað
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
9
-D
D
A
8
1
E
8
9
-D
C
6
C
1
E
8
9
-D
B
3
0
1
E
8
9
-D
9
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K