Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 38
H E I L S U R Ú M
FORTE
Þægilegir
rafdrifnir
hægindastólar
og sófar
með leðri
á slitflötum.
FORTE 1
FORTE 2
JÓLATILBOÐ
67.760 kr.
JÓLATILBOÐ
109.038 kr.
Fullt verð: 96.800 kr.
Fullt verð: 155.768 kr.
A
R
G
H
!!!
2
11
21
7
Það líður að jólum
Laugavegur 8
Íslensk hönnun &
þjóðlegar vörur fyrir
alla fjölskylduna
Landsl
iðsbún
ingur Í
slands
Lopavö
rur
Hálsme
n og ar
mbönd
Slaufur
Húfur o
g trefla
r
Geysiv
insælu
tré-só
lglerau
gun
og mar
gt mar
gt fleir
a.
Verið mee..lkomin
Bækur
Ekki gleyma mér
HHHHH
kristín Jóhannsdóttir
Bjartur
Kápa: Jón Ásgeir
283 bls.
Prentuð í Finnlandi
Árið 1987 bjó ung, íslensk stúlka í
Austur- Þýskalandi í nokkra mánuði
og kynntist manni sem hún lýsir
svo á bókarkápu: „Hann hafði verið
maðurinn í lífi mínu, með honum
átti ég fallegustu og æðisgengnustu
daga og nætur ævinnar á dögum
undirliggjandi ótta og einræðis-
stjórnar Þýska alþýðulýðveldisins.
Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust
úr lífi mínu?“
Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir
Kristín Jóhannsdóttir þessu ástar-
ævintýri sem átti eftir að hafa djúp-
stæð áhrif á líf hennar, kynnum
sínum af hinum dularfulla og ómót-
stæðilega Sebastian sem var heill og
sannur þegar hann var með henni en
aðrir hlutar lífs hans voru óræðir og
leyndardómsfullir sem varð til þess
að þegar hún leit til baka mörgum
árum síðar varð henni ljóst að hún
yrði að fá svarið við því af hverju
hann hvarf þegar hún þarfnaðist
hans mest. Hún leggur því af stað til
Leipzig til að rekja þræði og slóðir úr
hinu gamla Austur-Þýskalandi þar
sem allt var skrásett og enginn vissi
hver fylgdist með öðrum.
Þetta er sönn saga og mjög per-
sónuleg bók, má jafnvel segja að hún
sé ævisöguleg, þó hún reki kannski
ekki nema hluta lífs höfundar þá er
það sá hluti sem mest áhrif hefur
haft á líf hennar. Höfundur styðst
við nákvæmar dagbækur sem hún
hélt á þessum árum og tekst þann-
ig að draga upp mjög áhugaverða
og sannfærandi mynd af daglegu
lífi í Austur-Þýskalandi á árunum
áður en Berlínarmúrinn féll. Hún
lýsir fábreyttu vöruúrvali,
jafnvel skorti, á meðan voru starf-
ræktar verslanir þar sem allt fékkst
en aðeins var hægt að versla fyrir
erlenda gjaldmiðla. Öllu alvarlegri
voru þó njósnirnar sem allir vissu
af en enginn ræddi um, sú stað-
reynd að haldnar voru skýrslur um
minnstu hreyfingu hvers og eins,
bæði erlendra gesta sem heima-
manna, og út frá því teknar ákvarð-
anir um framtíð og tækifæri við-
komandi.
Það er eiginlega þessi hluti bók-
arinnar sem er áhugaverðastur þó
sagan af elskendunum sem hefði
næstum verið hægt að líma utan
á umslagið af Heroes David Bowie
sé vissulega markverð fyrir margra
hluta sakir. Höf-
undur starfaði
árum saman sem
blaðamaður og
pistlahöfundur og
henni lætur betur
að lýsa umhverfi,
st a ð h átt u m o g
atburðum en til-
finningum. Stund-
um leyfir hún dag-
bókinni að tala og
það er einna helst
í þeim köflum sem
lesandinn kemst
næst því að hrífast
með af tilfinningum
og persónuleika
elskendanna.
Bókin er eins og
áður sagði sjálfsævi-
söguleg og eins og
stundum vill verða í
slíkum bókum gerist
það að eins konar
glufa eða eyðiland
verður milli sannleik-
ans og frásagnarinnar
sem lesandinn finnur
fyrir, einhver fjarlægð
sem stundum verður
til þess að lesandinn
nær ekki að lifa sig
inn í atburðarásina. Dagbækur
Kristínar hjálpa henni vafalaust að
halda sig við sannleikann og stað-
reyndirnar en það má aðeins velta
fyrir sér hvort frásögn þar sem heitar
og sterkar tilfinningar leika svo stórt
hlutverk hefði þurft aðeins meira
krydd eða safa þó slíkt hafi mögu-
lega ekki verið fyrir hendi í hinum
skrásetta veruleika. Það breytir því
ekki að sagan er spennandi og ríg-
heldur lesandanum, ekki hvað síst
vegna sögu elskendanna og örlaga
þeirra. Brynhildur Björnsdóttir
Niðurstaða: Áhugaverð bók en
hefði þurft aðeins meira krydd í
tilfinningalíf persónanna.
Rómeó og Júlía í Leipzig
V i ð m u n u m f a ra misvel með ýmsa þekkta jólasmelli, bæði gamla og nýrri, popp og djass. Það er svo mikið af tón-
list sem tilheyrir þessum árstíma
sem gaman er að fara með í ýmsar
áttir,“ segir djassarinn Sigurður
Flosason sem leiðir jóladjasssveit
Flosason fjölskyldunnar á Kexi
Hosteli í kvöld. Hann nefnir lögin
Jólin eru að koma, Ég hlakka svo
til, Ó Grýla, Þú komst með jólin
til mín og fleiri kunnugleg lög sem
munu lenda í djasshakkavélinni
og kannski aldrei bíða þess bætur,
að sögn Sigurðar. „Jólakötturinn
verður líka fyrir djassofbeldi og það
er óvíst að jólasveinarnir beri nokk-
urn tíma aftur sitt barr,“ segir hann
hlæjandi.
Með Sigurði er Anna Gréta dóttir
hans, píanóleikari, og auk þeirra
feðgina er sveitin að þessu sinni
skipuð þeim Þorgrími Jónssyni og
Gunnlaugi Briem, sem Sigurður
titlar jólasvein og jólakött!
Anna Gréta býr í Stokkhólmi. Þar
er hún á fjórða og síðasta ári í fram-
haldsnámi í djasspíanóleik en
er komin heim í jólafrí. „Við reynum
alltaf að nota tækifærin þegar við
hittumst og spila saman, ýmist hér
heima eða úti. Við höfum komið
fram í klúbbum í Stokkhólmi og í
sumar vorum við í seríu með djass í
almenningsgörðum, það er gaman
þegar gott er veður en minna gaman
þegar mikið rignir sem gerist stund-
um líka.“
Ekki segir Sigurður Önnu Grétu
þó koma með sænskt þema inn í
Litlu Kexdjassjólin heldur sé dag-
skráin meira íslensk/amerísk.
„Þetta eru allt lög sem sungin eru
með íslenskum textum en eru nú
flutt instrúmentalt og spunnið út frá
þeim eins og fara gerir í djassinum,
settir einhverjir nýir ryþmar og svo-
leiðis.“ Spurður hvort allt sé blandað
á staðnum svarar hann: „Nei, þetta
eru litlar útsetningar sem við höfum
gert og endurhljómsett, æft og
undirbúið – rándýrt alveg! En alltaf
er viss partur sem gerist á staðnum,
eðli málsins samkvæmt.
Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.30 og
aðgangur er ókeypis.
gun@frettabladid.is
Kunnugleg jólalög lenda í djasshakkavélinni
Litlu Kexdjassjól Flosason fjölskyldunnar verða haldin í kvöld á Kexi Hosteli. Feðginin Sigurður og Anna Gréta,
ásamt Þorgrími Jónssyni jólasveini og Gunnlaugi Briem jólaketti, ætla þá að ganga í skrokk á jólalögunum.
Feðginin Anna Gréta og Sigurður nota hvert tækifæri sem gefst til að spila djass saman. Mynd MAGnúS AnderSen
JóLAKötturinn
verður LíKA Fyrir
dJASSoFBeLdi oG ÞAð er
óvíSt Að JóLASveinArnir
Beri noKKurn tímA AFtur
Sitt BArr.
1 9 . d E s E m B E r 2 0 1 7 Þ r i ð J u d a G u r26 m E N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
menning
1
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
8
9
-D
3
C
8
1
E
8
9
-D
2
8
C
1
E
8
9
-D
1
5
0
1
E
8
9
-D
0
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K