Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 2
SKÁTABLAÐIÐ
2
Vel að verki staðið
Hvert bæjarfélag á mikið undir því,
að vel sé staðið að æskulýðs-, tóm-
stunda- og íþróttastarfi, hvort heldur
að það sé unnið af opinberum aðilum
eða af hinum ýmsu félögum sem hafa
slíka starfsemi með höndum. Hér í
Vestmannaeyjum er unnið mjög öflugt
starf, í þessum málaflokki, af fjölmörgum
aðilum og það af stærstum hluta í
sjálfboðavinnu. Vart er á nokkurn hal-
lað þó að fullyrt sé að í þessu bæjar-
félagi, og líklega í öðrum, eru það
félögin og félagarnir í þeim sem vinna
mesta æskulýðstarfið. Starfið er
ómetanlegt og í reynd gera sér ekki
allir nægilega mikla grein fyrir því,
hvaða grunn er verið að leggja, fyrir
betra lífi í óráðinni framtíð. Með
óyggjandi hætti hefur verið sýnt fram
á, að því öflugri sem starfsemi félag-
anna er og þátttaka barna og unglinga
er meiri í því starfi sem boðið er uppá,
eru minni líkur á því að viðkomandi
leiðist út í vandræði. Eða eins og það
var orðað, því meiri sem þátttakan er í
góðu málunum, því minni í þeim
slæmu.
Kannanir hafa verið gerðar, meðal
annars þar sem þátttaka í íþróttum,
skátastarfi, trúarstarfi, félagsmiðstöð-
varstarfi, félagslífi í skólum o.fl. var
könnuð og gerður samanburður út frá
því hvað nám snerti. I ljós kom að þeir
sem stunduðu starfsemi félaganna
mest, gekk nær undantekningarlaust
betur í skóla og stunduðu námið betur
en þeir sem lítinn þátt tóku í starfinu.
Auðvitað verður alltaf að fara varlega
í að alhæfa um hlutina, en í könnum
sem gerð var árið 1992 og oft er vitnað
í, þóttu niðurstöður vera svo skýrar að
fullyrða mætti um hlutina. Könnun
þessi “Ungt fólk 92” og niðurstöður úr
henni, voru um margt nokkuð merki-
leg og fræðandi. Að könnun lokinni
var unnið sérstakt úrtak fyrir
Vestmannaeyjar, þar sem Eyjarnar
voru bornar saman við landið í heild
annarsvegar og hinsvegar við
höfuðborgarsvæðið. Niðurstöður voru
nokkuð á einn veg okkur í hag.
Þátttakan í því sem boðið var uppá, var
mest hér. Mér er minnistæð súlan sem
mældi þátttökuna í skátastarfinu. Hún
var með slíkum eindæmum að við
fyrstu sýn virtist sem um innsláttar-
villu hafi verið að ræða, en svo var
ekki. Um 15,8 % þeirra sem spurðir
voru hér í Eyjum, tóku þátt í skáta-
starfinu, á móti 7,2 % á landinu öllu og
4,1 % á höfuðborgarsvæðinu. Ef ein-
hverjar breytingar hafa orðið síðan
könnunin var gerð, þá er það til
aukninnar þátttöku, hér í Eyjum. Á
það hefur verið bent, að í þeim sveitar-
félögum þar sem lítið framboð er í
þeim málaflokkum sem að ofan er
getið, hafa kannanir sýnt að verra
ástand ríkir í málefnum unglinga. Með
þetta í huga og eftir að vera búinn að
starfa við málaflokkinn í mörg ár,
hefur mér oft verið hugsað til þess
hversu mikið við eigum að þakka,
þeim fjölmörgu aðilum sem standa
undir starfsemi hinna ýmsu félaga og
bera þar hita og þunga.
Það er ómetanlegt sem þar er verið
að skila til samfélagsins og gott að
allir geri sér grein fyrir því.
Skátafélagið Faxi hefúr verið eitt öflug-
asta félag bæjarins og hefur lagt sitt af
mörkum við að gera góðan bæ betri.
Megum við sem lengst njóta krafta
skátanna, samfélaginu til heilla.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
tómstunda - og íþróttafulltrúi.
Með sínu lagi
Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm,
vængjaþytur heyrist í himingeim,
hýmar yfir landi' af þeim fuglasveim.
Hærra’ og hærra stígur á himinból
hetjan lífsins sterka - hin milda sól,
geislastraumum hellir á höf og fjöll,
hlær, svo roðna vellir og bráðnar mjöll.
Gróðurmagnað lífsaflið leysist skjótt,
læsir sig um fræin, er sváfu rótt,
vakna þau af blundi’ og sér bylta' í mold,
blessa Guð um leið og þau rísa’ úr fold.
Guði sé lof, er sumarið gefur blítt,
gefur líka í hjörtunum sumar nýtt,
taka að vaxa ávextir andans brátt,
eilíft þar sem náðin fær vöxt og mátt.
Blessuð sumardýrðin unt láð og lá,
lífsins færir boðskap oss himnum frá:
“Vakna þú, sem sefur, því surnar skjótt
sigrað kuldann hefur og vetramótt”.
Friðrik Friðriksson.
Útgefið í april 1997
Utgefendur:
Skátafélagið Faxi
Abyrgðarmaður:
Sigursteinn Marínósson
Ritstjóri:
Páll Arnar Georgsson
Auglýsingar:
Sigríður Guðmundsdóttir
Prófarkarlestur:
Hannes G. Guðnason
Ritnefnd:
Sveitarforingjar í Faxa
Upplag:
1600 eintök
Prentun:
Prentsmiðjan Eyrún