Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Síða 8
SKÁTABLAÐIÐ
8
Samhengi í skátastarfi
Verkefni fyrir skáta koma þeim fyrir
sjónir í margvíslegum búningi í bókum,
heftum og bæklingum, en þegar grannt er
skoðað er þess gætt að í þeim sé ákveðið
samhengi. Á ferðum sínum austur, suður,
vestur og norður kemur skátin aftur og
aftur að skyldum verkefnum. Þau varða
hæfni hans til að bjarga sér og hjálpa
öðrum, samskipti við fólk og náttúru og
þekkingu hans á eigin þjóðfélagi og öðrum
þjóðum.
Skátastarf felur í höfuðdráttum hið sama í
sér á hvaða aldri sem skátin er.
Hann lærir að verða sjálfbjarga í nán-
asta umhverfi sínu og úti í náttúrunni,
lærir að taka tillit til annarra og virða
skoðanir þeirra og þroska afstöðu sína til
skáta-hugsjónarinnar.
Kröfurnar og leiðirnar eru hinsvegar
mismunandi eftir aldri skátans og þroska.
Verkefnin stigþyngjast og gera auknar
kröfur til skátans, en þótt leiðin liggi til
allra átta má líkja henni við ferðir skátans
til að safna steinum í vörðu - vörðu
þekkingar og kunnáttu.
Það gefur skátastarfinu mikið gildi að
allir, sem kynnast skátastarfi að eigin raun,
tengjast innri böndum. Það gerist með þvf
að skátarnir fást við verkefni af sama toga
þótt þau séu miserfið, tileinka sér sömu
siðvenjur, skátakveðjurnar og skátasöng-
vana, vinna sama skátaheitið og leitast við
að lifa eftir sömu skátalögunum.
Myndgátan