Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Page 4
SKÁTABLAÐIÐ FAXI Utilega hjá Fálkum 4.-5. apríl Hópurinn kom saman við Skátaheimilið klukkan fimm á laug- ardeginum. Auk Einars Amar sveitar- foringja og Fálkanna, þá var Davíð Friðgeirsson félagi í Björgunarfélaginu og HSSR með í för. Farið var upp skarðið ofan við Hásteinsblokkina og þaðan á Há. Síðan var gengið sem leið lá upp á Klif. Eftir að búið var að koma upp tjöldum fengu menn sér að borða. Einar Örn og Davíð sýndu listir sínar á bensínprímus og var tvíréttaður kvöldverður hjá þeim, aðrir elduðu sér núðlusúpur. Eftir matinn var farið í göngu. Byrjað var á því að ganga austur að Helgafelli þar sem Inkarnir voru í útilegu. Þegar þangað var komið hvíldu menn sig. Svo var gengið niður með Eldfelli, skokkað frá Eldfelli, framhjá Sorpu og niður að Fiskiðju. Á meðan skokkað var, voru Fálkar frá vinstri: Víkingur, Ivar Örn, Páll ívar, Einar Örn, Hlynur og Hafþór. Davíð tók myndina ofan úr mastrinu á Klifi . kyrjaðir hermisöngvar í stíl við þá sem hermenn syngja í bíómyndunum. Eftir stutt stopp í Veitingaskálanum hjá honum Þorkeli var aftur haldið á brattann. Farin var hefðbundin leið uppá Klif að þessu sinni. Uppá Klifi bjuggu menn sig undir svefninn og ræddu um drauga og annað sem menn ræða á tunglbjörtu kvöldi. Fálkarnir sváfu í tjöldum en Davíð og Einar Öm undir berum himni. Snemma um morguninn þurftu Davíð og Einar að yfirgefa hópinn. Hinir sváfu lengur. Eftir morgunmatinn skoðuðu Fálkamir sig um á Klifinu, horfðu yfir bæinn og gengu frá. Á leiðinni fóm þeir að spranga. Síðan lifðu þeir happily ever after. Fálkar Tjaldbúðirnar á Kliflnu

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.