Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Síða 5
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
©
Utilega hjá Inkum
Sætu stelpurnar í Inkum í góðum gír á Ieið í útilegu.
Það má með sanni segja að nú sé
sumarið ekki langt undan af veður-
blíðunni í byrjun apríl að dæma.
Við dróttskátastelpurnar í flokknum
Inkar tókum forskot á sæluna og skellt-
um okkur í tjaldútilegu bakvið Eldfell.
Sumum fannst gangan uppeftir erfið og
nánast óréttlát en vægðarlaus foringinn
vildi ekki hlusta á neitt kettlingavæl. Er
tjöldin voru kornin upp grilluðum við
yfir opnum eldi. Oft vill eldurinn verða
mjög spennandi svo nokkra langaði að
grilla brauðið, sem ætlað var hestunum.
Hina mestu furðu vakti að brauðið
bragðaðist bara fjári vel og minnkaði
heldur í brauðhrúgunni.
Að loknu gullfallegu sólsetri skelltum
við okkur í göngu og var stefnan tekin út
á Skans. Á leiðinni hittum við Fálkana,
strákaflokkinn í dróttskátasveitinni sem
tjaldað hafði uppi á Klifi. Leiðir skildu
og út á Skans var farið. Er þangað kom
blasti við okkur varðeldur mikill, sem
nokkrir vaskir og skrambi söngelskir
unglingar höfðu kveikt. Við létum það
vera að deila með þeim söngsnilld
okkar, en sungum aftur á móti
svokallaða hermisöngva þar sem það
kom í hlut Heimakletts að herma eftir.
Áfram gengum við út á fjall þar sem við
höfðum góða yfirsýn yfir bæinn,
norðurljósin og stjörnurnar.
Við vorum orðnar ansi þreyttar og
kakóþyrstar svo við komum við heima
hjá Freydísi foringja og bruddum kex
með kakói. Freistingin var mikil að
leggjast bara í sófann þar og sofna. Við
létum ekki bugast og héldum galvaskar
af stað upp í tjöldin. Nokkra viðarbita
áttum við eftir svo við kveiktum eld og
kyrjuðum lög og horfðum á stjörnuhröp
og gervitungl, sem sumum fannst afar
erfitt að koma auga á. Nokkrar
“ódraugalegar” draugasögur voru lesnar
og svo hrotið í kapp.
Skínandi sólskin vakti okkur.........
flestar. Sumar sváfu lengur eins og
vanalega !!! Morgunmatur var etinn og
var hestabrauð þar í sérflokki ásamt
ógeðfelldum reykgrilluðum pylsum.
Galvaskar héldum við af stað í göngu,
rúlluðum okkur niður brekkur og hóla
og enduðum í Páskahelli. Því miður
gleymdum við vasaljósi og fórum því
ekki langt inn. Upp var haldið aftur til
gamalla skreiðarhjalla þar sem við út-
bjuggum ýmis tæki s.s. rólur, vegasalt
og hengirúm sem sumum tókst alltaf að
detta úr !!! Það var mikið fjör að klifra
í trönunum. Hestamir biðu okkar því
brauðið, eða það litla sem eftir var af
því, var ætlað þeim. Utilegan var á enda
en síðust stundirnar sóluðum við okkur
og gengum svo heim á ný.
Hjúfrað sig saman við varðeld.
'/eðileatáumaw
SPARISJOÐUR
VESTMANNAEYJA
Inkar