Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Síða 6

Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Síða 6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0 60 ára afmæli Faxa 22. febrúar 1998 Sunnudagurinn 22. febrúar var mikill hátíðisdagur hjá skátunum því þann dag átti skátafélagið Faxi 60 ára afmæli. Dagskráin hófst með göngu frá Skátaheimilinu í Landakirkju, þar sem haldin var skátamessa. Skátahöfðingi flutti hátíðarræðu auk þess sem fjöldi ylfinga og skáta var vígður. Að lokinni messu var haldið í skáta- stykkið, en þar fór fram afmælis- dagskrá. Þegar þangað var komið beið fríður hópur með kakó og vöfflur sem var vel þegið eftir góða göngu. Eftir að allir höfðu nært sig tók við öflug skemmtidagskrá að hætti skáta. Mikið var sungið og trallað auk mjög góðra skemmtiatriða sem tengdust sögu félagsins s.s. stofnun Hjálparsveitar- innar, upphaf skíðaferðar o.fl. Skátafélaginu bárust góðar gjafir í tilefni afmælisins, t.d. klukka frá skátaflokknum Inkum, sjúkrakassi, slökkvitæki og brunaboðar frá Björgunarfélaginu, o.fl. Einnig var Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri mættur á svæðið og sagði frá gjöf bæjaryfir- valda til Skátafélagsins sem er göngu- og hjólastígur að Skátastykkinu. Öll dagskrá heppnaðist með ein- dæmum vel. Það var gott veður, snjór yfir öllu og skátar almennt mjög lukkulegir með daginn. Ekki er þó öll afmælisdagsrá skátanna búin, því mikið afmælismót verður haldið í Skáta- stykkinu í sumar, nánar tiltekið 8. - 12. júlí. Ólafur Ásgeirsson skátahöfðingi kom og flutti ræðu í skátamessunni. Þau voru meðal þeirra sem voru heiðruð á afmælisdaginn.

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.