Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Síða 7
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
o
Skíðaferðalag Faxa 98
Skíðakapparnir kasta mæðinni.
fjallajeppa, sem hannaður er fyrir
erfiðustu aðstæður. Þetta var þó hraust-
um skátum frá Eyjum auðvelt verk,
enda ekki um neina meðalmenn að
ræða.
Klukkan 6 um morguninn vaknaði ég
við það að komið var snælduvitlaust
veður. Var Páll Zóphóníasson einnig
vaknaðu og hafði áhyggjur af skíðunum
sem voru geymd úti. Var þá ekkert
annað að gera en að fara út og ganga frá
skíðunum inn í geymslu. Gekk það fljótt
fyrir sig og sannaðist hið fornkveðna, að
margar hendur vinna létt verk.
Farið var að skíða aftur á sunnu-
deginum og skíðað alveg þar til tími var
kominn til að fara í skálann að ganga
frá. Gekk það allt að óskum og var hægt
að stoppa í Duggunni til að snæða ham-
borgara og franskar sem skolað var
niður með Coca Cola. Herjólfur beið
svo við bryggjuna reiðubúinn að flytja
þreytta en ánægða skáta aftur heim á
eyjuna fögru fyrir sunnan Island.
Einar Örn
Þrátt fyrir vota spá og lítinn snjó í
Bláfjöllum fóru 20 galvaskir skátar í
skíðaferðalag föstudaginn 20. mars.
Notaðar voru hefðbundnar samgöngur
og komum við með rútunni alla leið að
Bláfjöllum. Þar blasti við okkur ófögur
sjón, þoka og rigning. Eftir töluverðar
vangaveltur fór undirritaður í kön-
nunarleiðangur og tókst eftir þó nokkrar
svaðilfarir, að finna skálann Gilitrutt.
Leiðin að skálanum var ógreiðfær.
Það þurfti að ganga snjó og krapa,
stökkva yfir vatnselg og stikla upp
klakasvell mikið. Til marks um það
hversu erfið leiðin var, tókst Mumma
ekki að komast hana á sovétsmíðuðum
Fljótlega var ljóst að ekki yrði farið á
skíði þann daginn. Vestmannaeyskir
skátar létu það þó ekki á sig fá, heldur
fóru flestir í göngu. Var markmiðið að
sigra tind þann er blasir við mönnum
þegar þeir koma úr stólalyftunni. Var
þessu markmiði náð með miklu harð-
fylgi og ekki látið deigan síga fyrr en á
toppinn var komið. Á hinum háa fjalla-
tindi var stoppað stutt og haldið niður í
skálann. Til að flýta fyrir för gripu menn
ýmist lauslegt til að nota sem þoturassa.
Þar má til dæmis nefna skóflu og bút úr
þakplötu. Öðrum þótti nægja að notast
við sinn eiginn rass. Ekki er nokkur vafi
Brjálaðir brettakappar
á því að þetta flýtti ferðinni niður
umtalsvert. Þegar menn komu svo aftur
í skálann voru allir ofnar fylltir af
sokkum og öðrum fatnaði sem óum-
flýjanlega blotnaði.
Morguninn eftir voru Eyjamenn
heppnir því hægt var að komast á skíði.
Var sem þungu fargi væri af þeim létt og
fljótlega eftir að gleðifréttirnar bárust í
skálann, voru skátarnir lagðir af stað í
átt að skíðasvæðinu. Ekki var færið gott
en nægjusamir skátar úr Eyjum skemm-
tu sér mjög vel. Gekk dagurinn
stórslysalaust og var skíðað framyfir
miðjan dag.
Um kvöldið var kvöldvaka. Voru þar
frumsýnd mörg verk, ýmist af
leikhópum eða einstaklingum. í hléi
skemmti lúsin Jósep okkur með heljar-
stökkum sínum. Ekki gekk sýningin
stórslysalaust því þjálfari lúsarinnar gat
ekki gripið Jósep eftir eitt stökkið og
endaði hann í hári eins sýningargest-
anna. Sem betur fer sluppu þeir með
skrámur.