Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Qupperneq 16
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Aðalfundur skátafélagsins Faxa
Aðalfundur skátafélagsins Faxa var
haldinn laugardaginn 7. mars. Mæting á
fundinn var góð, voru flestallir foringjar
í félaginu mættir ásamt fleirum. Farið
var yfir ársskýrslu og reikninga
félagsins. Kom þar fram að mótð sem
haldið var síðasta sumar heppnaðist
mjög vel og horfa menn með tilhlökkun
til mótsins sem verður í sumar. Þegar
farið var yfir reikningana kom í ljós að
staða félagsins er ágæt þrátt fyrir bygg-
ingaframkvæmdir suður í Skátastykki,
er þar miklu að þakka störfum Sigríðar
gjaldkera sem haldið hefur um öll
peningamál félagsins af mikilli áræðni.
Eftir umræður um skýrslu og reikninga
var kosin stjórn. Páll Zóphóníasson var
kjörinn félagsforingi, Marinó
Sigursteinsson aðstoðarfélagsforingi,
Sigríður Guðmundsdóttir gjaldkeri,
Rósa Sigurjónsdóttir ritari og Auróra
Friðriksdóttir meðstjórnandi. Einnig
voru kjörnir endurskoðendur, Edda
Ólafsdóttir og Birna Hilmisdóttir.
Undir liðnum önnur mál urðu til mikl-
ar og góðar umræður, m.a. um það
hvernig mætti gera Skátaheimilið að
meira félagsheimili fyrir skáta og um
framtíð félagsins og stöðu þess á nýrri
öld. Sömuleiðis var ræddur sá mögu-
leiki að halda skátamót árlega í
Vestmannaeyjum, var hugmyndin að
hafa mótilð smátt í sniðum nema á fimm
ára fresti þá mundi mótið verða stærra.
Voru mjög skiptar skoðanir á þessum
málum og gaman að heyra hversu mikl-
an áhuga yngstu foringjarnir höfðu á
þessum málefnum.
Eftir fundinn var auðvitað hið klass-
íska kakó og kex. I leiðinni voru
sviðsettar auglýsingar og komu þar fram
ýmsar fyrirsætur sem allar gætu sómt
sér sem talsmenn kexins góða.
Bílaverkstæði
Harðar og Matta
HUSEY
B Y G GIN G AV ÖRUVERSLUN
VESTMANNAEYINGA
Garðavegi 5 • Sími 481 1151 • Fax 481 3202
HUSEY