Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Selfyssingar í heimsókn Helgina 30. okt.-l. nóv. komu drótt- skátar frá Selfossi í heimsókn til Eyja. Þau komu á föstudeginum með flugi.Síðan gengu þau rakleiðis frá flugvellinum og inn í dal þar sem þau komu sér fyrir í gamla golfskálanum. Síðan ákváðu þau upp á sitt einsdæmi að fara út að borða á Cafe Maria. Kl. 9 um kvöldið héldu nokkrir hress- ir Eyjaskátar af stað niður í Dal og komum við þá að tómum kofanum!! Þá hlóðum við upp varðeld og útbjuggum ljósaleik. Við fórum í nokkra leiki til að halda á okkur hita á meðan við biðum...og biðum. Svo birtust skátarnir kl. 10:30. Þau voru húðskömmuð fyrir að vera svona lengi!! Síðan var öllum hópnum skipt niður í nokkra flokka. Svo var farið í leik það sem flokkarnir áttu að elta nokkra „álfa” með vasaljós. Þegar allir „álfarnir” voru fundnir var kveiktur stór varðeldur. Þar sem vind- urinn blés svolítið í „allar áttir”. Þurfti fólk mikið að færa sig á varðeldinum. Þegar varðeldurinn var búinn gengum við út í Kaplagjótu þar sem líftóran var hrædd úr Selfyssingunum. Rósa sem var með munnræpu var með mjög skemmti- lega útúrsnúninga. Svo héldu allir skíthræddir af stað niður í skála. Síðan var slökkt í eldinum. Þá fóru Selfyssingamir inn að sofa en Faxarnir héldu heim. Laugardagspúlið Morguninn eftir kl. 9 mættu nokkrir „morgunhanar” frá Eyjum niður í dal. Ætlunin var að ræsa liðið en það gekk frekar brösulega. Þegar allir voru kom- nir á lappir kl.l l.lögðum við af stað upp á Blátind með Einar Örn sem leiðsögu- mann. Ekki voru allir sem komust alveg upp vegna lofthræðslu. Þegar allir sem komust voru komnir upp héldum við áfram eftir hryggnum og upp á Klif. Þar stoppuðum við í smátíma og lékum okkur í möstrunum. Síðan gengum við niður í Skýli og voru margir fegnir að komast þangað enda þreyttir og svangir eftir gönguna. Eftir stutta viðdvöl í Skýlinu héldum við út í spröngu þar sem skátar frá Selfossi fengu að reyna sig í þessari þjóðaríþrótt Vestmannaeyja. Eftir það gengu hressustu og „bestu” skátarnir upp á Heimaklett en hinir fóru aftur út í gamla gólfskála. Uppi á Heimakletti ákváðum við að kíkja aðeins á Keikó og urðu margir fyrir von- brigðum yfir því hvað hann lét lítið sjá sig. Þegar við vorum komin dauðþreytt niður af Heimakletti var klukkan orðin 17:30. Vestmannaeyingarnir fóru svo út að borða á Pizza 67 kl. 18. Næturleikurinn! Kl. 20. var Selfyssingunum sögð saga um vitaverði (hún er svo löng að ekki er hægt að segja hana hér). Þau voru svo send að minnisvarðanum um Sigríðar- slysið. Þar biðu þeirra nokkrir „gátuálf- ar” sem bentu þeim á að fara út í Skátastykki. Þar var svo borðað. Vel södd héldu þau svo áfram og yfir flugvöllinn. Hjá einu ljósinu beið þeirra svo „draugur” sem benti þeim á að fara út í Urðavita. Á leiðinni hittu þau nokkra skáta í útilegu. Þeir fylgdu þeim svo áfram. Vegna „ofsahræðslu” og þreytu eftir erfiði dagsins ákváðu þau að fara út í gamla gólfskála. Þar var farið að sofa. Selfyssingarnir fóru svo heim daginn eftir. Anna Jóna. P.S. SELFYSSINGAR!! Það var mjög gaman að fá ykkur og við hlökkum mikið til að fá ykkur aftur í heimsókn. SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.