Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 5
að hugsa um það sem einkenndi skátas-
tarf á hverjum stað. íslenskir skátar hafa
löngum tvístigið milli þess að auka dug-
nað sinn við að bjarga sér við íslenskar
aðstæður og svo hins að flytja inn hæfni
skáta til að bjarga sér við erlendar
aðstæður. Annars vegar er það íslensk
náttúra með hraun, kletta, ár og sjó,
hrjóstrug en heillandi. Hins vegar eru
það skógar og annar gróður, mildari
veðrátta og þrengra umhverfi. Við heim-
sóknina á afmælismót Faxa var ég þægi-
lega minnt á að íslenskar aðstæður eru
heldur ekki alls staðar þær sömu. Það
sem við stundum í Eyjum til þess að
njóta og kunna á náttúruna þar er ekki
það sama sem Strókur stundar í
Hveragerði eða Landnemar í Reykjavík.
En um leið fannst mér það spennandi
tilhugsun að íslensku skátafélögin gerðu
meira af því að kynnast heimahögum og
aðstæðum annarra félaga, notuðu skáta-
tengslin til þess að læra meira um Island
í fjölbreytni sinni og hvernig íslensk
náttúra birtist okkur á hverjum stað.
Dálitlu síðar um sumarið áttum við
Freydís (Vigfúsdóttir) þess kost að ræða
nokkuð um þetta þegar við gistum
finnska skóga í ferð Landnema og fleiri
skátavina. Og okkur þótti þetta báðum
spennandi möguleiki.
Um leið og ég þakka skátunum í Faxa
fyrir afmælismótið kem ég hugmynd-
inni okkar á framfæri og vona að beint
samband og vinátta skátafélaga í milli
eigi eftir að aukast enn til muna á
komandi árum.
Með skátak\>eðju,
Anna Kristjánsdóttir
Svona var mótið:
Dagskrá mótsins var fjölbreytt eins og
gerist gjarnan á skátamótum en það sem
var öðruvísi við þessa dagskrá var að
hún var sniðin eftir þema mótsins:
„Náttúran og umhverfið". í því fólgst
að kynnast hvernig hægt er að njóta
náttúrunnar á umhverfisvænan hátt.
Fyrir utan almenna tjaldbúðarvinnu og
kvöldskemmtanir voru í boði þrjú
svokölluð dagskrálönd sem skátamir (á
öllum aldri) skemmtu sér frá morgni og
þangað til hungrið fór að kalla, eftir
kvöldmat.
Þessi þrjú dagskrálönd hétu spröngu-
land, þrauta- og metaland og gönguland
og öll byggðust þau á ákveðnu þema. I
spröngulandi var áhersla lögð á
þjóðaríþrótt Vestmanneyinga, sprangið
en einnig var hægt að síga niður
þverhnípt björg, klifra í bjarginu og á
lóðréttum staur eins og þeir gera sem
klifra eftir kókoshnetum! í Þrauta og
metalandi voru þrautir þreyttar og met
sett og slegin. Þar var svakaleg
þrautabraut sem engir nema skátar og
Tarsan komast yfir, þar var risastór
apahönd (hnútur) sem kasta þurfti eins
langt og maður gat, þar var bíll sem
troða þurfti eins mörgum inní og hægt
var og svo framvegis og svo framvegis.
I Göngulandi voru fjölbreyttar göngur í
boði og allir gátu valið sér gönguleið
sem hentaði sér því leiðirnar voru
Sigling með
víkingaskipinu
íslendingi var eitt af
fjölmörgu sem ská-
tarnir gerðu á mótinu
merktar og mældar eftir hversu erfiðar
þær voru. Það voru ekki margir sem
fóru erfiðustu leiðina, risagönguna,
enda geta ekki allir verið hetjur. Eftir
hverja göngu gátu menn svo slappað af
í sundi eða úti á sjó á víkingaskipinu
íslendingi.
Ekki þarf að efast um að allir hafi
upplifað skemmtileg ævintýri þessa
daga í Eyjum og vonum við að í
framtíðinni muni vera vilji og kraftur
fyrir að halda annað mót í þessum dúr.
Jafnframl því að þakka öllum fyrir
ómetanlega aðstoð við mótið, þá viljum
við þakka eftirtöldum félögum fyrir
þátttökuna: Fossbúar Selfossi og
Danirnir sem þar voru með í för, Strókur
Hvergerði með Búkollufjölskylduna í
fararbroddi, Landnemar Rvk.,
Hólmverjar Stykkisthólmi, Melur
Þorlákshöfn, Vogabúar Vogum,
Vogabúar Rvk., Hraunbúar Hafnafirði,
Skátasveitin Húgó og Ds.Serve ísafirði,
Heiðabúar Keflavík, Matti frá Njarðvík
og ???????.
Sjáumst öll hress á Landsmótinu
næsta sumar.
Stjórn Skf. Faxa
~0
SKÁTABLAÐIÐ FAXI