Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 19

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 19
Sveitaforingjanámskeið Ég, Matthías Þór Rafnkelsson og fleiri fóru á sveitaforingjnámskeið á Úlfljóts- vatni helgina 2. - 4. október. Það byrj- aði á föstudeginum um kl. 10:00 um kvöldið, en þá var komið sér fyrir, skipt í hópa og svoleiðis vesen sem engum leist á, en svo var þetta allt í lagi þegar allir fóru að kynnast Laugardaginn byrjaði allt þetta kl.8:00 með því að farið var í morgun- leikfimi, en eftir það voru allir vel vakn- aðir og hressir og tóku upp glósubókina og voru að skrifa allan daginn. Fórum við Vestmanneyjaskátarnir og fleiri að kynnast hvert öðru og tókst það allt saman vel og var enginn skilinn útund- an. Þegar að kvöldinu kom fóru allir að gera skemmtiatriði sem ekki allir gerðu en þetta gekk allt saman upp. Kl. 12:00 á miðnætti var kyrrð og átti að vera kominn upp í rúm kl.LOO sem bara sumir gerðu, en við stálumst út eftir að foringjar okkar voru sofnaðir og vorum við úti til kl.3:00 og fórum þá að sofa. A sunnudeginum var aftur leikfimi og líka glósuvesen allan liðlangan daginn. Við fengum aldrei frí til þess að leika okkur að síga eða að klifra heldur bara 10-20 mínúntur til að fara út að fá okkur frískt loft. Svo kl.4:00 eftir há- degi var farið að taka til eftir okkur því það átti að fara að halda heim eftir þreytta vinnu. Rútan kom kl.5:00 og fór hún með okkur til Þorlákshafnar. Allir voru mjög glaðir með þessa góðu ferð og heldum við þá bara heim. Matti. Sendum öllum bœjarbúum bestu Sendum öllum bœjarbúum bestu óskir um óskir um GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL ogfarsœlt komandi ár ogfarsœlt komandi ár Þökkum ykkur góð viðskipti Þökkum ykkur góð viðskipti á árinu sem er að líða. á árinu sem er að líða. BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA ÍSLANDSBANKI SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.