Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 7
Daldónar Skátaflokkurinn Daldónar var stofn- aður einhvern tímann haustið ‘93. Þá voru meðlimir hans um 6 en síðan tók að fjölga í honum um heilan helling og vorum við mest 13 í flokknum. Arið sem flokkurinn var stofnaður og alveg fram til ‘96 var Baldvin „Chelsea“ Elíasson flokksforinginn í flokknum. Hann kom okkur vel af stað og fór með okkur í margar skemmtilegar útilegur þar á meðal fór hann með okkur á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Þegar hann hætti með flokkinn tóku Sigurjón og Andri við flokknum og ég býst bara við að við höfum stjórnað flokknum ágætlega. Þegar við tókum við flokknum hættu frekar margir. Það var reyndar örugglega ekki okkar sök. Eftir að Baldvin fluttist upp á land til að vinna sem öskukarl þá höfum við farið í þó nokkrar útilegur en greinarhöfudur hefur verið veikur í 2 af 4 þeirra. Síðustu tvær útilegur voru alveg stórskemmtinlegar en því miður get ég ekkert sagt um hinar tvær. Sigurjón Viðarsson Skátasveitin Dögnn. í dögun eru 7 flokkar. Það eru alltaf haldnir foringjafundir Vi mánaðarlega. Flokkamir halda sjálfir sína fundi 1 sinni í viku. I Dögun er 1 ylfingaflokkur sem hóf starf í sept. síðastliðnum. í ylfingaflokknum eru bæði strákar og stelpur á aldrinum 8-9 ára. í hinum flokknum em kynjaskipti og eru krakkamir á aldrinum 10-13 ára. Anna Lára Gísladóttir Þórína Baldursdóttir. Skátaflokkurinn Lubbar Við erum í Lubbum, við erum 8 með foringjum og heitum Jónas, Bjössi, Birkir I, Birkir A, Svanur og Hannes og foringjar Smári og Þór. Við höfum gert allskonar hluti í sumar og ætlum að reyna aftur í ár. Vonandi fáum við að vígjast bráðum en við erum að vinna verkefni úr Skáti á ferð suður. Skátaflokkurinn Kanínur I flokknum okkar eru 13 stelpur og þær heita Andrea, Anna Kristín, Birgitta, Eva Ösp, Erna ,Kristín Alda, Kristný, Sólrún, Sólveig, Þórgunnur, Þórdís, Þóra Birgit og Sigrún. Síðan við byrjuðum í sept. þá höfum við gert margt t.d verkefni, útileikjafund og haldið skátafund í Skátastykkinu. Viljum við óska öllum bæjarbúum gleðilegra jóla. Kærar kveðjur; Kanínur. Ylíingar Zorro I Zorro eru 12 fjörugir krakkar á aldrinum 8-9 ára. í flokknum eru blandað strákum og stelpum saman. Við höfum lélega aðstöðu í Féló. Við erum með verkefnabókina Skátinn á ferð aus- tur. Þau syngja mikið og eru alltaf að læra nýja leiki. Ylfingastarfíð gengur út á að segja þeim söguna. Ylfingaforingjarnir Anna Brynja og Guðrún Lilja Flokkurinn Dropar Meðlimir í Dropum eru þær Anna, Guðrún Eir, Hrafnhildur, Jóna Heiða, Sara, Kristín Ósk og Kristín Sjöfn, flokksforingi Dropa er HERDÍS. Dropum finnst gaman að syngja og fara í leiki. flokkurinn fór í útilegu 16-18 okt. og var þemað „ganga“, gengið var niður í Kaplagjótu, meðfram Hamr- inum, út á Skans og farið í næturleik. Gönguútilegunni lauk á hádegi á laug- ardag og við tók sovétútileiga uppí Stykki. Flokkurinn Dropar óska öllum gleði- legra jóla og farsæls komandi skátaárs. Skátaflokkurinn Rottur!! Skátaflokkurinn Rottur hefur verið starfræktur í rúm þrjú ár. Flokksforingjar eru Jóhann Friðriksson og Guðbergur Geir Erlendsson, en við tókum við af þeim Smára Pál McCarthy og Snorra Pál Snorrasyni. Við gerum oft verkefni á fundum en auðvitað er einnig mikið farið út. Aðalgallin við það er sá að við vitum aldrei hvað við ætlum að gera úti, en það endar yfirleitt með því að við förum niður á Stakkó í leiki.Við stefnum á að fara í útilegu á næstunni en ekki er búið að ákveða hvenær. Flug’ur Hæ! Við erum flokkurinn Flugur og ætlum að segja ykkur svolítið um okkur. Við erum í sveitinni Dögun og erum með fund 1 sinni í viku niðrí Gamla golfskála þá förum við í leiki, syngjum, vinnum að verkefnum, förum í göngur og fleira. Og ekki fyrir löngu fórum við í útilegu í Skátastykkinu þá gerðum við margt skemmtilegt t.d. komu 2 geimverur um kvöldið og rændu öðrum skátaforingj- anum og við þurftum að fara út að leita að henni og bjarga frá þeim svo var haldin kvöldvaka og líka var farið í póstaleik og fleira. Það er rosalega gaman í skátunum og hvetjum alla til að prófa!!! Flugur SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.