Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 14
Engar verslanir á Laugarveginum! ...ekki á hinum eina sanna Laugarvegi heldur á gönguleiðinni sem liggur frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk, 52 km alls! í júlímánuði síðastliðnum var ég meðal hóps sem gekk þessa vinsælu gönguleið, en einnig yfir Fimm- vörðuhálsinn sem er í beinu framhaldi frá Þórsmörk niður að Skógum. Þessi ferð var farin í styrktarskyni við Félag sjálfstæðra ostruvina á Nýfundnalandi. Þeir sem vilja styrkja þennan göfuga málstað er bent á UPS! (Universal pro- tection of seafood). Nei, nei ég er bara að gantast !!! Þessi ferð var hluti af dagskrá fyrir danska skáta sem heim- sóttu Fossbúa, skátana á Selfossi. Ég og Raggi búkollubróðir frá Flveragerði fengum bara svona að fljóta með. En hér kemur ferðasagan: Við lögðum að stað um hádegisbil frá Landmannalaugum föstudaginn 17 júlí. Éins og reyndir höfðu sagt mér þá var fyrsti dagurinn erfiðastur að því leyti að gangan var upp í móti að mestu leyti og ef ég man rétt þá var hækkunin um 900 m á 5 klst. en þennan dag gengum við í 7 klst. Áfangastaðurinn var Hrafntinnu- sker, ekki myndi hver sem er láta bjóða sér að borga 400 kr. fyrir að gista á því tjaldstæði (sjá mynd). Þar snæddum við orkuríkan kvöldverð fyrir næsta dag og af einhverri ástæðu sem ég „virðist hafa gleymt” var ég kosin kokkur kvöldsins! Morguninn eftir var haldið snemma af stað til að hafa nægan tíma til að stoppa á skemmtilegum stöðum eins og í íshell- um og við bullandi hverapytti. Dönunum fannst landslagið alveg frábært, sögðust aldrei gengið á einum degi í jafn fjölbreyttu umhverfi, sögðu það vera eins og á Tunglinu, jöklum, aldingörðum og eyði- merkum. Við geng- um áfram niður Bröttu- brekku, fram- hjá Álftavatni og enduðum í fallegum grasi- grónum dal rétt utan við H v a n n g i 1 . Þrátt fyrir þreytu í hóp- num eftir erf- iðið héldum við kvöldvöku eins og skátum er einum lagið, sungum og fórum í limbó. Töfradrykkur- inn kakó flutti okkur inn í draumalandið. En morgunin eftir vöknuðum við við úrhelli eins og gerðist víst títt þarna á eyjunni fyrir norðan Vest- manneyjar! Sú dagleið sem við héldurn nú í er víst sögð leið- inlegasti hlut- inn af leiðnni og ætla ég að það sé vegna hversu mikinn sand þarf að troða en það getur orðið ansi leiðigjarnt til lengdar. En ekki var laust við að hæt- tan stefndi að okkur líkt og fyrri daginn því mikill sandstormur stefndi að okkur með ógnarhraða. Við rétt náðum að forða okkur inn í skálann í Emstrum. Það vill svo til að Markafljót rennur þar rétt hjá og gerðum við okkur því ferð til að skoða gljúfrið...vá hvað það hefði verið gaman að vera fugl á þeirri stundu og svífa niður í dýpið. En ekki gerðist það nú í þetta sinn og ferðinni var haldið áfram næsta dag og var stefnan tekin á Þórsmörk. Nokkrar sprækar sauma- klúbbskonur voru samferða okkur áleiðis úr Emstrum en æskan er alltaf að flýta sér og fjótlega hurfu þær úr augnsýn en þá rákumst við á hóp af dönsk- um skátum sem er ekki frásögu færandi nema að okkur blöskraði að heyra að þessir 13-15 ára krakkar voru flestir með 26 kg. á bakinu! Þess skal geta að hæfilegt þykir að vera ekki með yfir 15 kg. í bakpokanum í ferð sem þessari. Með bros á vör og raddböndin þanin af lögum Sól- strandagæjanna lentum við í Þórsmörk SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.