Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 4
Á afmælismótinu var vel tjaldað í öllum
skilningi. Uti um allan bæ mátti sjá
skáta í dagskrá. Þeir sprönguðu, unnu
frumbyggjastörf, fóru í siglingar og
skoluðu þess á milli af sér í lauginni. Á
kvöldin ómaði hress og kröftugur ská-
tasöngur frá stórum hópi sem safnaðist
kringum bálið og þar var bæði mikið
hlegið að góðum skemmtiatriðum og líf
og fjör undir stjórn varðeldastjóranna.
Gjafir voru færðar m.a. plöntur frá
Stróki sem virðist hafa það á stefnuskrá
að auka hvergerðskan gróður í
Vestmannaeyjum. Það var í fáum orðum
sagt frábært að sækja Faxa heim og
njóta gestrisni þeirra. Kær þökk sé
hópnum sem undirbjó mótið og stjór-
naði því af skörungsskap. Og alltaf með
bros á vör.
Á leiðinni heim með Herjólfi fór ég
Það var fallegt veður þegar við
lögðum frá landi í Þorlákshöfn fimmtu-
daginn 9. júlí 1998. Herjólfur klauf
ölduna og brátt fengum við frábært
útsýni yfir sveitir Suðurlands og þó
miklu fremur fjallasýnina. Þessa fjalla-
sýn sem Eyjabúar eru svo öfundsverðir
af.
Á leiðinni var margt spjallað. Það yrði
gaman að heimsækja skátana í Faxa og
sjá Stykkið þeirra sem talsvert hafði
verið rætt um í Landnemahópnum um
veturinn og hann Mummi (Guðmundur
Vigfússon) hafði oft sagt fólki frá.
„Hvað er þetta Stykki?“ spurðu menn,
og nú skyldi fengið svar við því. Við
ræddum líka um hvað það væri
skemmtilegt að ungir skátaforingjar
ættu ekki aðeins sitt heimafélag heldur
kæmu til liðs við þau skátafélög þar sem
þeir væru staddir hverju sinni. Með því
móti vex samstarf félaganna og skiln-
ingur þeirra í milli og þetta er um leið
ágætis skátaskóli fyrir foringjana sjálfa
og þá sem njóta krafta þeirra. Land-
nemar höfðu einmitt bundist Faxa vin-
áttuböndum gegnum slíkt starf.
Og nú nálguðumst við Eyjar. Það
hvessti dálítið svona rétt til þess að sýna
okkur að aldan gæti verið stórtæk á
þessum slóðum en brátt var siglt inn í
höfnina og á bryggjunni var ljóst að ská-
tarnir áttu bæinn þessa daga! Enda ekki
lítil ástæða, skátastarf í Vestmanna-
eyjum fagnaði 60 ára afmæli. Faxi eldist
vel og er ungur þó!
Mér eru í fersku minni fyrstu kynni
mín af Faxa. Þau voru reyndar gegnum
brottflutta skáta sem kölluðu sig Útlaga.
Eg man að ég hugsaði, þegar ég heyrði
þetta nafn, að römm væri sú taug er
rekka drægi heimahaga til, úr því að þeir
veldu þetta nafn til þess að lýsa hópnum
sem hafði valið sér aðsetur til Iangframa
í Reykjavík og víðar fjarri átthögum. En
nú vorum við sem sagt komin þangað
sem Útlagar áttu rætur sínar.
Á bryggjunni var tekið á móti okkur og
ekið beint upp í Stykki þar sem tjald-
borg var risin, í kastfæri frá bæjarlífínu í
Vestmannaeyjum en samt í fullri ró og
allt eins og við værum uppi í sveit.
Aðsetur skátanna þar í burstabænum er
óvenju skemmtilegt og ekki að undra að
menn séu stoltir og ánægðir af því. Það
er gaman að sjá hve Stykkið gefur góða
möguleika á uppbyggingu spennandi
útivistarsvæðis.
Afmælismót Faxa
60 ára skátafélag
SKÁTABLAÐIÐ FAXI