Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 10
I þusundvatna landinu Skátafélagið Landnemar fór í ferð til Finnlands 7.-14. ágúst síðastliðinn og var svo rausnarlegt að bjóða okkur syskinunum með ásamt Armanni Fossbúa og Stefaníu frá „Vera-hvergi“. Þema ferðarinnar voru finnskir skógar, við áttum sem sagt að fá að kynnast þeim vel eins og hægt var. Mummi fékk einnig að kynnast finnska flugfélaginu vel því farangurinn hans týndist á leið- inni og var hann farangurslaus fyrstu þrjá dagana. Þá daga vorum við á 300 manna skátamóti á eyjunni Kemiö. Þetta var alveg ný reynsla fyrir okkur þar sem við höfum ekki tækifæri að halda skátamót út í skógi sem þessum og nýta okkur hann líkt og Finnarnir sýndu okkur hvernig á að gera. Sem dæmi má nefna að tjöldin voru einfaldir dúkar, stagaðir niður með tálguðum hælum og súlumar voru einungis úr trjágreinum. Ofan á allt saman var tjaldið botnlaust sem gerði þetta alveg ógurlega ofurskátalegt. En það sem okkur fannst enn merkilegra voru kamrarnir sem eins og sjá má á meðfylgjandi mynd að þeir voru mjög náttúrulegir eða eins og gerðist á ská- tamótum hér áður en kröfur um þægindi eins og Grænu Byltinguna (vatnsrenn- andi salerni á Ulfljótsvatni) komu upp á borðið. Dagskrá mótsins var fjölbreytt og mjög skátaleg! Það voru haldnir Olympíuleikar milli skátafélaga, farið í „stríðsleiki“ og við fórum í siglingu út í eyju en til marks um hve lítil hún var tók það Mumma tæpar 2 mínútur að hlaupa í kringum hana. Þar hentum við okkur í sjóinn í kring, fórum ýmist í sólbað eða skýldum okkur fyrir rigningunni. Veðrið var mjög lljótt að breytast. Við þetta breytilega veður tóku öldurnar á sjónum einn- ig að ýfast og gerði það erfiðara að komast aftur út Kemiö. Sú leið er sem betur fer ekki nema um 500 m löng því á 1 e i ð i n n i h v o 1 f d i kænunni sem við sigldum á. Það var nú bara ævintýri útaf fyrir sig en versta var að myndavélin mín og ferðadagbókin drukknaði og því er frásögnin kannski svolítið loðin því ég er gleymin! Þó man ég að öll kvöld kveiktum við varðeld og skelltum okkur í „sauna“ en eins og flestir vita er mikil „saunamenn-ing“ í Finnlandi. Það var hörku-stuð, sérstaklega er við synt- um í ísköldum sjónum undir stjörnu- björtum himni og hoppuðum svo í gegn- um skóginn og upp í saununa aftur. Mjög hressandi!! Á 4. degi fórum við í heimsókn í pappírsverksmiðju og lærðum þar allan þann feril sem pappír tekur að búa til, eða svona næstum því. Næsta dag fengum við að sjá margt af hinni fallegu borg Helsinki. Við fórum á markaðstorg og í risastórt „mall“ eða kringlu. Við fórum einnig út fræga eyju sem á stendur 250 ára gamalt virki, Suomelinna eða Svegeborg, sem var einnig einskonar bær. Á 6. degi litum við inn á skátaskrifstofurnar í Helsinki og vorum frædd um finnsku skáta-hreyfinguna...mjög athyglivert og margt þar sem nota mætti til fyrirmynd- ar í íslensku skátastarfi. Þá næst fórum við að eyða peningum fyrir alvöru, við fórum í skátabúðir. Um kvöldið skellt- um við okkur í skemmtigarð með tilheyrandi tryllitækjum og skemmti- húsum. Skemmtilegast þótti okkur samt svokallað „fun house“ en maður kom alveg kolringlaður út úr því. Ármann og Mummi gerðu líka misheppnaða tilraun til að drepa Freydísi með því að setja hana í eitthvað sem átti víst að vera raf- magnsstóll en væri frekar réttnefnt titringsstóll! Til 7. dags hlökkuðu marg- ir en þá var nammiverksmiðja heimsótt og mátti éta eins og maður gat í sig látið og svo ofan á allt að kaupa á ótrúlega lágu verði úr lagernum. Ef sú för var farin í þeim tilgangi að láta mann fá ógeð af nammi með því að sjá fram- leiðsluna þá held ég að þeim tilgangi hafi ekki verið framgengt. Onefndir komu þaðan með fullt fang af nammi eða réttara sagt marga kassa af „Turkis peber“ og þess má geta að einn kassi inniheldur að mig minnir 40 poka af „góðgætinu“! Ekki get ég sagt að nammiátið hafi verið góð undirstað næringafræðilega séð fyrir næsta SKÁTABLAÐI0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.