Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 23
Rigningarvapp Snemma í september ákváðum við Inkar að leggja land undir fót. Við stefn- dum á að klífa sem flest fjöll í Vestmannaeyjum! Leiðin lá fyrst á Eldfell en vegna ausandi rigningar og illsku Kára fórum við ekki alla leið á toppinn en gengum lengri leiðina um hraunið. Við tókum okkur pásu á Flakkaranum, fengum okkur kvöldverð og til að ná okkur í smá hita sungum við danska hákarla lagið því það vill svo til að með því eru mjög svo skemmtilegar hreyfingar sem koma blóðinu á hreyfin- gu. Mettar og glaðar í bragði héldum við áfram en þar sem veðurguðimir voru ekki okkar megin þennan dag ákváðum við að lalla bara niður í dal en auðveldu leiðina skyldum við sko ekki fara. Nei þvert á móti ætluðum við að kóróna Sumar með Landnemum Það var skemmtilegt skátastarf á þessu sumri. Amlaugur sem er félags- foringi yfir Landnemum tók vel á móti mér og allir Landnemar. Eg fór m.a. í göngu með þeim og margt annað skemmtilegt. Hrönn hringdi í írisi frænku mína sem var í Landnemum og spurði hana hvort hún vildi koma í Jötnagöngu á Kerlingarskarði. Ég fékk að fara með í gönguna. Við sváfum í sæluhúsi upp á Kerlingarskarði. Á laug- ardeginum fórum við Landnemar (4) og nokkrir Hólmverjar í langa göngu við lögðum af stað kl 10:00 og gengum til kl. 18.00. Það var gaman að labba. Við stoppuðum oft á leiðinni. Svo sváfum við í Sauraskóg með Hólmverjum. Á sunnudeginum var haldið til Reykjavíkur. Það var haldið ylfingamót á Ulfljóts- vatni sem ég, íris, Dúa, Mummi, Hrönn og Hanna förum með ylfingana úr Landnemum. Það var rosa gaman og ylfingunum fannst gaman að haldið væri mót sérstaklega fyrir þau. Svo var komið að Landnemamóti í Viðey. Flest allur undirbúningur var í höndum unglinga og það hafði mikil áhrif á mótið. Þetta mót var mjög skemmtilegt. Það var gaman að vera með í undirbúningnum. SKÁTABLAÐIÐ FAXI daginn með því að klífa Dalfjall á leiðinni í Dalinn. Á leiðinn frá Eldfelli og að Dalfjalli beið okkar mikil hættuför því freistingar voru á hverju horni...SJOPPUR. Við héldum ótrauðar afram þar til ónefndar létu freistast. Ekki virtist þó sykurinn hafa góð áhrif á þær því þær guggnuðu er brekkumar við Dalfjall nálguðust. Ekki létu þó allar bugast og héldu galvaskar upp meðan sykurboltarnir vöppuðu niður í dal eftir veginum og lítill fugl hvíslaði að okkur að íssjoppan hafi fengið klink í safnið frá þeim á leiðinni! Vindurinn var geysi- lega sterkur og rigningunni hafði ekki slotað þegar upp var komið. Ekki laust við að þetta var frekar ógnvekjandi aðstæðúr án gríns þó að við skemmtum okkur konunglega sérstaklega er hæð tók að halla niður á við, í dalinn. Þá vorum við komnar á þokkalegt skjól fyrir vindinum en rigningin gerði grasið skemmtilega blautt þannig að niður renndum við okkur á rassinum á fleygi- ferð. Á þeirri leið hittum við fyrir nokkra erlenda ferðamenn sem undruðst á þessu íslenska veðurfari en voru ennþá meira hissa á þessum brjáluðu stelpum sem sögðust vera skátar. Það var gott að komst í hlýjuna og þurkinn inn í skálanum en við vorum ekki einar um það því svo vildi til að gestir á tjaldstæðinu höfðu hreiðrað um sig þar. Ekki kom það að sök heldur gerði ferðina bara enn sérstæðari. Við spjölluðum við þá og fengum að vita hversu falleg þessi eyja væri og hversu frábært þeim fannst þetta náttúrulega tjaldstæði umkringt hrikalegri náttúru og laust við alla umferðarmengun. Á þessu frábæra og öðruvísi tjaldstæði héldum við í draumalandið, dauðþreyt- tar en jafnframt glaðar og stoltar. Fyrir hönd Inka; Sigga, Steinunn og Freydís Ds. Keiko Frá 50 ára afmæli Faxa

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.