Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 6
Sveitir og flokkar
KYNMING
Skátasveitin Fífill
Hæ
Við erum Fíflar og erum á aldrinum
12-15 ára. I sveitinni okkar eru 5
flokkar, Eskimóar, Refir, Apríkósur,
Daldónar og Skítugar naríur. Við höld-
um fundi hvern miðvikudag þar sem
íoringjaráðið leiðir saman hesta sína.
Þar flytur sveitarforinginn foringjanum
fréttir af stjórnarfundum félagsins og
þannig komast málefni frá stjórn
félagsins auðveldlega til grunneiningar
skátastarfsins, skátaflokksins. En að
sitja á fundum er ekki það eina sem
foringjaliðið aðhefst. Asamt öðrum
foringjum félagsins hittum við aðra
foringja á Selfossi, fórum á námskeið á
Úlfljótsvatni, tókum á móti foringjunum
frá Selfossi og fórum í útilegu í Dalakot
núna fyrir stuttu. Þetta er einungis
nokkur atriði af mörgum sem foringja-
ráðið hefur aðhafst í vetur. Annað starf
sveitarinnar er mest fólgið í starfi
skátaflokkanna sjálfra. Þeir hafa sinn
eigin fundartíma, fara í útilegur og ferð-
ir og starfa eftir sinni eigin áætlun í átt
að hverri vörðu en það eru viðurkenn-
ingar fyrir að hafa lokið ákveðnum
verkefnum. Eftir áramót er á dagskrá að
fara í sveitarútilegu og fleiri ferðir eins
og tíundaðar voru hér að ofan.
Skátarnir í Fífli óska öllum Eyjabúum
gleðilegra jóla og farsælda á komandi
ári.
Fyrir hönd Fífils;
Freydís sveitarforingi.
Eskimóar f /gm
Við erum fimm W
stelpur í Eski- \
móum. Við heit- —-jJ
um: Anna Jóna, ff™™™
Lísa. Tinna. Sóley !
og Ella. Við fór- \ /
um i útilegu þar
sem við bjuggum
m.a. til mokkasiur
úr leðri. Það má |
lesa um útileguna ;
annars staðar í
blaðinu. Svo eigum við dagbók þar sem
við skrifum niður og setjum í myndir af
því sem við höfum gert. Þið eigið
vonandir eftir að heyra meira af okkur í
næsta skátablaði.
F.h. Eskimóa: Anna Jóna f.l. foringi.
Skítupar Naríur
Hæ!
Við erum Skítugar naríur og við
viljum segja svolítið frá skátastarfi
okkar í sumar og í haust. Eins og marg-
ir vita var haldið skátamót hér í sumar
og var það alveg æðislega skemmtilegt
mót. Við fórum m.a. í bátsferð á
víkingaskipinu Islendingi, þreyttum
þrautir í hinu frábæra Þrauta og meta-
landi og síðast en ekki síst fórum við í
risarall. Þá gengum við upp á Helgafell
og svo niður í Páskahella og þaðan upp
á Eldfell, niður á Skans, út í Spröngu,
upp A Klif og löbbuðum Eggjarnar
(hrygginn) og upp á Blátind. Nokkrir
Danir löbbuðu þetta með okkur og voru
þeir þá með orðið „fiskibollur” á
heilanum því það hafði verið í matinn
kvöldið áður. Svo sváfum við líka undir
berum himni síðustu nóttina. Við hitt-
um fullt af skemmtilegum krökkum og
vonum að þetta verði gert fljótlega aftur.
Tvær af okkur fóru upp á Selfoss í sept-
ember og sögðu þær hafa verið alveg
þvílíkt gaman. Við fórum allar upp á
Úlfljótsvatn á flokksforingjanámskeið 1
og var það frábærlega gaman enda
kynntumst við mörgum skemmtilegum
krökkum. Þar gerðurn við líka margt
gaman t.d. fórum við í 3 tíma „hike“ í
mígandi rigningu, reyndum að koma
öllum flokknum yfir 2 metra hátt band,
fórum í hátíðarkvöldmat hjá mjg svo
vitlausum dreka og að lokum í næturleik
þar sem keppt var um hver næði að ræna
gullinu af drekanum ógurlega. Og svo
fórum við í Herjólf með góðar minn-
ingar.
Hugmyndir hjá okkur um áframhald-
andi skátastarf eru að komast í skíðafer-
ðalag upp í Bláfjöll og fara á flokks-
foringjanámskeið 2 og ekki að spyrja að
því að fara á Landsmótið í sumar og
labba Laugarveginn. Við vonum að
þetta geti gengið og þökkum fyrir okkur.
Skítugar naríur,
Elva Dögg, Leifa,
Berglind, Sjöfii og Kristín.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI