Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 18

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Blaðsíða 18
Dróttskátanáms Helgina 20. - 22. Nóvember 1998 var haldið Dróttskátanámskeið hér í Eyjum og var Edvin (Eddí) fenginn til þess að leiðbeina okkur. Hann er ættaður frá Akureyri og því ekki vanur „dallinum” og var klósettsetan mjög náin honum í Herjólfi. Skátarnir sem komu voru flest allir frá Hveragerði en samt lét einn Selfyssingur sjá sig. Þar var hann Maggi Gullfiskur. Eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir og skipt hafði verið í flokka var borið fram kakó og kex og kynningar- leikur fór fram. Þegar honum var lokið skriðu allir ofaní svefnpoka og lesin var saga um stofnanda skáthreyfingarinnar. A laugardagsmorguninn vorum við vakin í snatri með ógeðslegum morgun- söng og við drifin út í morgunleikfimi og fána. Eftir morgunleikinn voru fyrir- lestrar til hádegis, en eftir það var haldinn stuttur fyrirlestur. Á honum lágu allir skátarnir á dýnum og slöppuðu af. Að því loknu var haldið í sund og kroppurinn þveginn. Gamli golfskálinn beið okkar opnum örmum með gotterí úr bakaríinu. Eftir að allir voru vel saddir var farið niður í Spröngu og hangið í spottanum nokkrar ferðir. Þaðan var rölt niður á Skans og upp á hraun að skoða inn í gamlar húsarústir. Týndust nú skátarnir smám saman niður í K.F.U.M. og K. hús (en þar var námskeiðið haldið) og klæddu sig í búning. Þegar allir voru tilbúnir löbbuðum við til Rósu mömmu og sungum borðsöng fyrir utan og bauð hún okkur þá inn í kjúkling og franskar. Eftir matinn fórum við í K.F.U.M. og K. húsið og héld- um dúndur kvöldvöku og drif- um okkur í frábæran næturleik í miðri kvöldvöku. Nætur- leikurinn gekk út á það að koma skilaboðum til Eddí án þess að hitt liðið næði manni. Eftir tap hjá báðum liðum fórum við og kláruðum kvöldvökuna með óskalagi frá Faxa. Svo kláraði Eddí söguna og eftir það átti að vera kyrrð með þeim skilyrðum að við myndum ekki vekja Eddí, en samt var mikið um sjoppuráp og spilaði Magnús Fossbúi á gítarinn sinn með kór undir. Við sofnuðum á misjöfnum tímum. Á sunnudagsmorguninn vorum við vakin og dregin út í morgunleikfimi, fána og svo morgunmat. Síðan var okkur troðið öllum í bíl og keyrt upp í stykki þar sem endurmat fór fram svo var okkur keyrt aftur niður í K.F.U.M. og K. hús og tóku allir dótið sitt sarnan og drifu sig niður í Herjólf. Sigga og Rósa. Við viljum þakka K.F.U.M og K. fólki fyrir lánið á húsinu. TAKK - TAKK. BRANDARAR Ljósmóðirin: „Þetta er ekki búið. Það er annað á leiðinni". - „Hvað segirðu“ svaraði bóndakonan. - Er þetta frá fjósamanninum líka að koma? Maður gekk inn á bílapartasölu og fór til afgreiðlumannsins og sagði: - Eg ætla að fá benísnlok fyrir Lönduna mína. - Alveg sjálfsagt. Það eru ágætis skipti. -Pabbi í dag skrifuðum við ritgerð um það við hvað feður okkar störf- uðu. - Nú, hvernig gekk? - Já, kenn- arinn stendur hérna fyrir utan með tveimur lögregluþjónum. Svo var það kona Hafnfirðingsins sem eignaðist tvíbura. Hún fór út með hlaðna byssu í leit að hinum föðurnum. - Pabbi, hvar varstu? - Ég var með Önnu úti í hlöðu, - Já, og hvað voruð þið að gera? - Ég veit það ekki, en það verður uppáhaldsleikurinn minn hér eftir. 85 ára gömul ekkja fór á blint stefnumót með níræðum manni. Þegar hún kont til dóttur sinnar sein- na um kvöldið virtist hún í uppnámi. - Hvað gerðist? spurði dóttirin. - Ég þurfti að slá hann tvisvar utan undir. -Var hann svona ágengur? - Nei, ég hélt hann væri dauður. Ylfínga- foringja- námskeið Ylfingaforingjanámskeið var haldið á Ulfljótsvatni auk, flokksforingja-, sveitaforingja-, og dróttskátanámseið, en þau voru öll haldin í sitthvoru lagi (allir voru sér). Á ylfingaforingjanámskeiðinu voru 11 stelpur og konur. Ylfinganámskeið er ekki uppbyggt af fyrirlestrum eins og önnur námskeið. Við vorum oftast í leikjum og að læra nýja söngva og leiki. Snemma var farið að sofa og vaknað snemma. Á laugardagskvöldi var haldin sameiginleg kvöldvaka. Dróttskátanámskeiðið sá um hana. Hver hópur kom með skemmtiatriði. Ylfingaforingjanámskeiðið var byggt upp á Mowgli sögum. Við þökkum Faxa fyrir að borga ferð- ina fyrir okkur. Við lærðunt mikið. Anna Brynja og Guðrún Lilja. SKÁTABLAÐI0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.