Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 7
ýolafuntíur (faxu 1999 Það var jólafundur hjá skátafélaginu eins og venjulega um jólin. Það mættu margir og var mjög gaman. Sungin voru skátalög og farið var í svokallaðan pakkaleik sem gekk út á það að skátamir fyndu falinn pakka í húsinu. Til þess fengu þau vísbendingu um að pakkinn væri inni í húsi þar sem væru margir bílar og þeir myndu gera mikið gagn hér í bænum. Og auðvitað föttuðu skátarnir að pakkinn væri í slökkvistöðinni svo allir hlupu þangað eins hratt og þeir gátu. Mikið var leitað uns stelpa úr Fífli fann jólapakkann. Þegar allir voru kom- nir aftur upp í skátaheimilið héldum við áfram að syngja og þá kom jólasveinn í heimsókn með eitthvað í poka. Skátarnir dönsuðu með sveinka í kiingum jólatréð og sungu hátt og dátt. Þegar var komið að því að sveinki þurfti að fara þá gaf hann skátunum mandarínur. Þegar hann var farinn þá var drukkið kakó og smákökur með. Fundurinn heppnaðist mætavel og vonandi skemmtu sér allir vel. Helga Jóhanna. Krakkarmr voru anægðir með sveinka Dönsum við i kringum sumciK « SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA sumcir pp RAi\INSÓKNARSTOFI\IUN FISKIÐNAÐARINS SUMARDAGURINN FYRSTI skemmtun ÞROSKAHJÁLPAR í íþróttahúsinu Skátafélagið Faxi verður með kaffisölu í Skátaheimilinu við Faxastíg SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.