Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 11

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 11
Anna Jóna smile ds.áætlun og kynnt- um hana, við komum með hugmynd að dróttskáta- vígslu, við bjuggum til næturleik og kvöldvöku, við töluðum um Nordjamb. Svo þarna ein- hvern tímann á milli fóru allir út í Svehartáðsnámskeið göngu nema María Sif og Helga. Við löbbuðum að einhverjum leikvelli og stoppuðum þar í einhvern tíma að leika okkur. Svo fóru þeir sem nenntu með upp á einhvern hól í brjáluðu roki. Það var ískalt og við vorum búin að hringja niður í skála og heimta að það yrði tilbúið kakó handa okkur þegar við kæmum til baka. Það var ekki tilbúið svo að við þurftum að bíða. Að lokum fengum við svo kakó. Einhvem tímann var svo kvöldamtur. Um kvöldið var farið í næturleik þar sem einn maður átti að vera slasaður einhvers staðar úti. Við björguðum honum og fórum svo með hann niður í skála. Svo var talað um vígslugrunn og haldin kvöldvaka. Svo var bara farið að ,,sofa”. Um morguninn vorum við svo vakin á sama hátt og morguninn áður. Svo var aftur fmfm. Svo var farið inn og haldið endurmat á námskeiðinu. Allir voru sammála um að það hafi heppnast mjög vel. Þá var farið að taka til og svoleiðis. Þegar það var búið var námskeiðinu slitið og við fengum hinn helminginn af reimunum. Svo var labbað niður að rútu og haldið heim. Anna Jóna Kristjánsdóttir Við fórum tvær á þetta námskeið sem átti að fara fram á Hellisheiðinni og átti svo að ganga á Úlfljótsvatn. Allan föstu- daginn var vont veður og ófært nema seint um kvöldið vorum við sóttar á flugvölinn í Reykjavík og keyrðar í skátaheimilið á Snorrabraut. Við vorum læstar úti og misstum þar á meðal af einum fyrirlestri (ædemm). Svo var haldið í rútuna sem keyrði okkur á Úlfljótsvatn en ekki var farið Hellisheiðina vegna slæmst veðurs. Komum við okkur fyrir og fórum að sofa. Við vorum vakin um morguninn, elduðum okkur morgunmat úti á prímus og borðuðum úti í kuldanum. Voru Þann 4. febrúar ætlaði galvaskur hópur skáta úr Eyjum Sveitarráðs- námskeið á Úlfljóftsvatni en komst ekki vegna þess að við vorum veðurteppt. Því fórum við með Herjólfi daginn eftir. Það var ógeðslegt í sjóinn en af því að við vorum skátar þá tók það ekkert á. Á leiðinni upp á Úlfljótsvatn komum við við í Hveragerði og fengum okkur pizzu og kók. Svo mættum við upp á Úlfljóts- vatn og komum inn í miðjan fyrirlestur. Okkur var skipað í búninga, nema hvað ein ónefnd eyjastelpa fann ekki búninginn sinn og fór þess í stað í rauðan kjól sem hún svo skartaði restina af námskeiðinu. Þegar kom að því að koma sér fyrir kom upp það vanda- mál að það væri ekki nógu mörg her- bergi í skálanum fyrir alla. Þess vegna fékk annar eyjahópurinn sér skála til að gista í. Mörg verkefni voru leyst m.a. snerist eitt um það að skipuleggja göngu og framkvæma hana svo. Við vorum svo haldnir fyrirlestrar um útivist s.s. kort, áttavita, fatnað og fleira. Farið var að klifra í kastalanum á Úlfljótsvatni. Það var ekki létt því það var svo kalt. Fórum við að sofa seint um kvöldið og vorum vakin kl: 07:00 (og það á sunnudegi). Tveimur tímum seinna vorum við komnar út í gallana að pakka niður dót- inu okkar. Núna byrjaði það allra skemmtilegasta það var að ganga í Hveragerði en við enduðum í einhverj- um Grænadal. Mér og Stínu var skutlað í Herjólf. Blautar og kaldar vorum við fegnar að fleygja okkur í kojurnar um borð í Herjólfi. Rósa göngugarpur Við og flotti snjókarlinn okkar sniðug að ákveða bara að það skyldi vera óvssuferð því við nenntum ekki að skipuleggja. Við fórum m.a. niður að Úlfljótsvatni þar sem Anna Jóna labbaði út á mitt vatnið (vatnið var frosið). Þegar við komum til baka var henni svo sagt að það hafi verið stórhættulegt. Svo var okkur hent út aftur því við höfðum ekki verið nógu lengi úti. Þá fórum við og gerðum þennan líka fína snjókarl. Svo var aftur farið inn og var talað um hvernig ætti að leysa ýmis vandamál sem gætu komið upp í sveitum og flokkum. Það var aðallega gert með því að fara í hlutverkaleiki (þá voru vanda- málin leikin og svo áttu allir að hjálpa að reyna að leysa úr þeim). Um kvöldið var svo farið á skemmti- legan næturleik og var svo haldin eftirminnileg kvöldvaka með mikið af skemmtilegum skemmtiatriðum. Svo var bara farið að sofa. Morguninn eftir var tekið til og lá leiðin svo beint í Herjólf. Það var ekki mjög vinsælt því daginn áður hafði „ælumetið“ verið 16 skipti!! Heimleiðin gekk hins vegar betur og metið varð bara 2 skipti. Við ákváðum svo að vera geðveikir súper- skátar og tókum svefnpokana með okkur upp og hvíldum okkur. Takkfyrír, Páll Magnús Utilífsnámslceiðið „við {rosnuðum fteyur við mátum ekki {ara til Selfossat" SKÁTABLAÐI0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.