Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 9
höfnina var smá hlé og eftir þá byrjaði valhópavinnan það endaði allt þannig að það var hópur sem átti að taka til (útaf sumir voru mjög latir og nenntu ekki út) og svo var það fjöruferð og sundhópur. Sundhópurinn ætlaði að horfa á sund- mót sem var niðrí íþróttahúsi útaf nokkrir í sveitinni voru að keppa. þessi hópavinna gekk mjög vel. Fjöruferðahópnum fannst svo gaman að þau fóru aftur niðrí fjöru og ekki leiddist þeim það. Eftir þetta fórum við að spila smá og píndum Palla smá og máluðum hann (hann fílaði það í botn) síðan fórum við að skipuleggja kvöld- vöku. Eftir að við vorum búin að skipu- leggja kvöldvökuna þá var hún haldin með promp og prakt. kvöldvakan átti að fara fram í Haugahelli en svo voru svo margir orðnir svo þreyttir eftir erfiðu nóttina og sumir bara með blaut föt þannig að eftir kvöldvökuna ákváðu nokkrir að fara í haugahelli á meðan voru hinir bara að spjalla. Þegar hinir komu úr haugahelli þá fóru allir að sofa og sváfu mjög vært. Þegar við vöknuðum þá fórum við að taka til og svo slitum við útilegunni og allir fóru heim ánægðir eftir ágætlega góða úti- legu. Eg vil nota tækifærið og enda þessa frábæru grein með því að þakka Rósu mömmu fyrir æðislega gott kakó. Helga Jóhanna 2000 vanbinn Kom einhver 2000 vandi ? Hvað kom fyrir? Jú skátasveitin Fífill fór í útilegu upp í skátastykki og fannst mjög gaman. það var gert alls- konar en samt var þetta meira svona frjáls dagskrá. Við foringjarnir byrjuð- um á að mæta klukk- an 14:00 á föstudegi til að þrífa skálann og taka aðeins til og var þar mikið fjör. Klukkan 20 mættu krakkamir og komu sér fyrir þegar þeir voru búnir að því þá fórum við í sam- einingu að undirbúa kvöldvöku. Rósa mamma kom til okkar í heimsókn til okkar og eldaði handa okkur æðislega gott kakó. Kvöldvakan heppnaðist mjög vel og eftir hana fórum við bara að spjalla saman og hafa gaman. Nú var komið að því að það yrði ró og auðvitað tók það næstum því alla nóttina. Helga ætlaði að byrja með stæl og segja leiðinlega sögu sem allir hafa heyrt. Sagan af henni rauðhettu en auðvitað var þá bara gripið fram í og byrjað að breyta og skreyta söguna. Það plan gekk ekki nógu vel hjá henni. Þá prófuðu foringjarnir að fara bara upp þar sem þeir sváfu og próf- uðu að láta krakkana í friði og athuga hvort þau myndu ekki fara að sofa. En ekki gekk það því þegar foringjarnir komu niður þá voru auðvitað allir búnir að sjá drauga og heyra allskyns hljóð og meira að segja að myndin af Baden Powell var liggur við búin að lifna við en allavega pirraði það krakkana útaf auðvitað var Baden Powel að stara á þau svo að það þurfti að snúa myndinni við. eftir langa og erfiða nótt ákváðu allir foringjarnir að sofa bara niðri hjá krökkunum og gekk það loksins. Um morguninn vökn- uðu allir soldið mikið þreyttir eftir erfiða nótt og fengu sér morgunmat og þá var komið að fánaathöfninni við masseruðum upp að fánastönginni það sem tveir strák- ar spiluðu á tromm- ur upp að fána- stönginni og top- paði það allt nát- túrulega. eftir at- sumar ISLANDSBANKI (gCeðíCe^ ij t sumar u ▼ STÍefýfk !▼ r/u/1 hf. SKÁTABLABIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.