Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 13

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 13
«• ;////;/ &ttökkum til uð {u stíyinn ftu bænum!!! Skátafélgaið Faxi varð 60 ára 22. febniar 1998 og var haldin vegleg afmælisveisla af því tilefni. Margir velunarar færðu okkur góðar og nytsamlegar gjafír t.d. sjúkrakassa, veggklukku og myndin af Baden Powell. Ein gjöf stóð þó hinum framar og var mikil hrifning með það framlag. Okkur var gefinn gön- gustígur sem á að liggja frá Brekuhúsi við V-enda flugbrautarinnar út í skáta- stykki. Því var lofað með handabandi (sjá mynd) í viðurvist fjölmennis að stígurinn skyldi vera tilbúinn fyrir sumarið er skátamót yrði haldið á þessu fall- ega svæði skátanna. Einhvern veginn hefur gefendum þó láðst að framkvæma verkið en skátamir í Faxa bíða enn spenntir eftir skemmtilegri og mjög nauðsyn- legri gjöf bæjarins. Með fyrirfram þökk Skátarnir í Faxa Ævisuyu (Zulðvins £líussonur Baldvin „Ruslakall Chelsea" Elíasson fæddist eikkern tíman í kringum 1977 úti á túni einn blautan febrúardag (eða mars en það skiptir ekki máli). Hann ólst að mestu leiti upp að heimili sínu ásamt 7 systkinum s í n u m . F y r s t a leikfangið hans var s v a r t u r bangsi sem elsta systir hans hafði fundið uppá háalofti hjá kærastanum sínum. Hann var sannkallað undrabarn, byrjaði að ganga 4ra ára og sagði fyrsta orðið sitt rétt áður en hann varð 5 ára og var það „ruslabíll“. Þegar hann varð 6 ára var hann sendur sem skiptinemi til Taiwan þar sem hann vann við að þrífa upp bananahýði eftir apa í sirkus þar um slóðir. Hann og einn apanna urðu síðar mjög góðir vinir... eiginlega meira en vinir. Með þessum apa sem hann kallaði Api JóJó átti hann margar gleðistundir. En eftir öll þessi gleðiár í Taiwan kom þó að því að hann þurfti að koma heim að sjá fyrir veikri kærustu frænda vinar mömmu sinnar. Hann var svo tekinn fram fyrir „alla“ hina umsækjendurnar um stöðu vara-undir-hjálparmanns við götusópunar-störf vegna reynslu sinnar á sínum yngri árum. Fyrir peningana sem hann safnaði var svo hægt að veita kærustu frænda vinar mömmu hans sæmilega jarðaför Meðan hann vann í öskunni kynntist hann æðislegri stelpu með svipuð áhugamál og hann sjálfur. Síðan fermd- ist hann og fékk heilan banana í fer- mingagjöf frá mömmu, pabba og syst- kinunum 7. Þennan banana sendi hann svo til Apa JóJó á Taiwan en Api JóJó var fluttur og hann fékk bananann send- an til baka rúmu ári seinna og varð þá kátt í koti. Eftir fermingu fékk hann svo að vinna morgunvinnu við að hreinsa sorp frá fólki og í því fann hann marga verðmæta muni t.d. plastkórónu sem á stóð 5 ára, 2 sprungnar blöðrur og margt fleira nytsamlegt rusl. Þegar hann varð 19 ára náði hann loksins bílprófinu og fékk að keyra rusla- bílinn. Hins- vegar kom það á daginn að hann hafði bara feikað bílprófið og hefur r u s 1 a - b í I 1 i n n v e r i ð ónothæfur síðan. Nú er hann orðinn yfir- ruslakall á Jan Mayen. Þar býr hann ásamt einni beygl- aðri kókdós og bananahýði í mjög nýlegum pappa- kassa. SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.