Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 2

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 2
m m öflugt skátusturf tfuxu Skátafélagið Faxi hefur starfað hér í Vestmanaeyjum í rúm 60 ár við góðan orðstýr og oftast gengið vel: Markmiðin hafa verið ljós og frá upphafi verið þau sömu, að leiða börn og ungt fólk til þroska svo að þau verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Þessum markmiðum vill Faxi ná með öflugu starfi í flokkum og sveitum og m.a.: •Með því að starfa í hópvinnu, sem þroskar tillitsemi, samstarfshæfileika, ábyrgð og stjórnunarhæfileika. ■Með útilífi sem eflir líkamsþrek og vekur áhuga barna og ungs fólks á nátt- úrunni og eflir skilning og áhuga á að vernda hana. Þetta eru háleit marmið og það getur oft reynst erfitt að uppfylla væntingar allra þeirra sem í hreyfinguna ganga. Félagsstjórnin gerir sér grein fyrir þessu og vill með góðum undirbúningi og gerð áætlana standa á bak við og styðja við störf skátanna í félaginu, sem tekur mið af skipulagi hreyfingarinnar. Skipulag skátahreyfingarinnar byggir á flokkakerfi, 4-8 skátar í hverjum flokki sem stjórnað er af flokksforingja og 2-4 slíkir flokkar mynda sveitir sem sveitarforingi stjórnar. I Skátafélaginu Faxa eru 4 almennar sveitir og ein dróttskátsveit eða rúmlega 100 starf- andi skátar. Nú er það svo að þrátt fyrir þessi háleitu markmið, sem reynt er að ná eins og lýst er hér að framan hefur skát-um í félaginu fækkað frá því þegar þeir voru um 150 fyrir tveimur árum. Af hverju hefur skátunum fækkað? Það eru fleiri sem hætta fyrr og það hafa verið færri sem byrja. Öll þekkjum við ástæður sem nefndar eru þegar skáti hættir, eins og: of mikið að gera, hef Páll Zóphóníasson, félagsforingi ekki tíma, starfið ekki skemmtilegt, foringinn mætti ekki eða sinnti starfi sínu ekki nógu vel og margar aðrar skýringar sem félagsstjómin verður að taka alvarlega. Á ábyrgð félagsstjórnar- innar eru m.a. fjármál, húsnæðismál og allur hinn ytri rammi um félagsstarfið, ennfremur foringjaþjálfunarmál. Félagsstjórnin gerir sér ljóst að það er ekki hægt að bjóða upp á skátastarf sem stendur undir nafni nema til séu nægi- lega margir vel menntaðir og þjálfaðir foringjar. Foringjar hafa verið duglegir og farið á námskeið eftir því sem fram- boð hefur verið og þeir haft tök á að fara. Skátafélagið hefur stutt við bakið á foringjum sínum og allur útlagður kostnaður er greiddur úr félagssjóði en þrátt fyrir það, er kostnaður þeirra umtalsverður og menn finna fyrir því, sérstaklega þegar þess er gætt að öll vinna skátaforingja er sjálfboðavinna. Þá er einnig mikilvægt að ytri rammi um félagsstarfið sé í góðu lagi. Skátafélagið leigði húsnæði sitt í eitt ár og flutti starfið annað, en nú er félagið aftur komið inn í Skátaheimilið og er að koma sér þar fyrir. Hver sveit hefur sitt eigið herbergi fyrir sína starfsemi. Skátarnir í sveitunum máluðu herbergin sín í haust og hafa verið að innrétta og skreyta eftir eigin höfði. Þetta mun setja sterkan svip á Skátaheimilið, sérstak- lega þegar haft er í huga ekki þarf að taka þetta niður á hverju vori, því ákveðið hefur verið að hætta útleigu á húsinu undir Farfuglaheimili. I Skátastykkinu sem er 4 hektara útivistarsvæði, er nýr 100 m2 skáli sem notaður er fyrir útilegur og aðra starf- semi sem tengist útivist og námskeiða- haldi. Auk þess hefur félagið umsjón með gamla golfsskálanum sem enn er notaður fyrir útilegur. Nú er verið að semja um leigu á skála uppi á landi, sem félagið hefur oft fengið afnot af, nánar tiltekið í Bláfjöllum. Áformað er að leigutíminn verði þrjú ár fyrst um sinn. Skáli þessi sem ber nafnið Glitrutt er skáli í eigu Bláfjallanefndar. Félagsstjórnin hefur miklar væntingar til komandi ára, með góða foringja, gott skátaheimili og ágæt útivistarsvæði sem hvaða félag sem er, ætti að vera stolt af. Rekstarkostnaður félagsins er í beinu hlutfalli við starfið, því er sá stuðningur sem bæjarbúar veita mikilvægur m.a með því að senda skátaskeyti á ferm- ingardaginn. Við þökkum fyrir okkur. Páll Zóphóníasson félagsforingi Útgefið í apríl 2000 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Freydís Vigfúsdóttir Auglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir Prófarkalestur: Freydís Vigfúsdóttir Prentvinna: Prentsm. Eyrún ehf. Ritnefnd: Júlía Ólafsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Anna Jóna Kristjánsdóttir D.S Weztmenn 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.