Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 14
$uð sem skátut látu át át sét! Eins og allir vita eru skátar ekkifull- komnir frekar en annað fólk. Hér á eftir koma frásagnir afýmsu skrautlegu sem skátar hafa látið út úr sér í vetur. Það var í nýársútilegu dróttskátanna að hluti af hópnurn að keyra í rútu yfir Hellisheiðina í janúar. (Þar er nær undantekningarlaust snjór í janúar) Tvær stelpur voru að leita að skála þar en fengu það skot á sig að þær myndu ekki sjá í skálann fyrir snjó. Og þá heyrist í annarri þeirra: En það er enginn snjór úti! :jc ;fc cjccjc tfc Dróttskátarnir voru í nýársútilegu og þurftu að taka strætó. Við vorum ekki viss um hvenær vagninn kæmi. Og þá sagði ein stelpan: Getum við ekki bara hringt í strætóskýlið? Dróttskátarnir voru að ferðast í rútu með Armanni Fossbúa. Því miður þá festist rútan. Þá segir ein stelpan: Getum við ekki bara staðið upp til að létta á rútunni? Dróttskátasveitin var stödd í Haugahelli. Þá segir ein stelpan: Hellirinn lekur! Tvær stelpur úr Faxa voru á sveitar- foringjanámskeiði. A námskeiðum er þannig skipt í flokka að engir tveir úr sama félagi eru saman í flokk. Svo var skipt þannig í flokka að það voru festir stafir á ennið á þeim, enginn mátti segja hinum hvaða staf hann væri með.Svo átti að reyna að para sig saman þannig að þeir sem höfðu sama staf á enninu yrðu saman í flokk. Þá segir önnur stelp- an við hina: Eg veit að ég er alla vega ekki með G! Ein stelpan var í matreiðslu í skólanum og er að fara að nota púðursykur. Hún opnar dósina og segir þannig að allir heyra: Hver setti eigin- lega brauð í púðursykurinn, og hún hendir brauðinu!! Dróttskátarnir voru að fara á námskeið og þurftu að fljúga í brjáluðu veðri. Þá segir ein stelpan: Ef við hröpum þá dey ég! Tvær stelpur drógust aftur úr í göngu. Það þurfti að bíða eftir þeim og þegar önnur þeirra sá alla bíða sagði hún: Hey!! Það er komin önnur pása!! Ein stelpan spurði einhvern tímann hvort orðið stillasi þýddi það sama og orðið jarðarber! Dróttskátar voru á sundfundi og þá spurði ein stelpan aðra hvort hún væri með vatnsheldar linsur. (Stelpan sem spurði notar sjálf linsur.) Það var í sveitarútilegu að ein stelpan spurði einn strákinn hvort hann væri hrein mey. Þegar önnur stelpa heyrði hvað hin hefði sagt umstrákinn varð hún mjög hissa og sagði þá: Ertu ekki að djóka!? -Hann á nú aldrei eftir að missa mey- dóminn! Það var þegar verið var að smíða í dróttskátaherberginu að einn strákurinn bað kærustuna sína um að rétta sér vinkilinn, sem hann kallaði beinus appa- ratus. Þá heyrðist í henni: Ó! Ég hélt að þetta héti víxill! Á dróttskátafundi einum heyrðist í einni stelpunni: Ég rak olnbogann í vit- lausabeinið. Á dróttskátafundi einum var verið að tala um eitthvað sem einni stelpunni fannst frekar flókið, en eftir einhvern tíma og mikla umhugsum heyrðist í henni: Hey, Já! -Nú er þetta komið inn í hausinn á mér! SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.