Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 8

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Blaðsíða 8
(Jtost og vesen -í nýársútUegu ds.Weztmunnu Við, frábæru krakkarnir í ds. Weztmönnum mættum hress og kát niður á Herjólf Sunnudaginn 2,jan. Það var ógeðslegt í sjóinn og langflestir ældu. Svo tókum við rútuna á BSÍ. Þar hitt- um við Freydísi. Hún tjáði okkur það að Armann Fossbúi ætlaði að sækja okkur þangað og skutla okkur upp í Þrist. Við bjuggumst við smá seinkun. Klukkan var u.þ.b. 18:00. Og við biðum, en ekki kom Armann. Svo reyndum við að hringja en ekki náðist í Armann. Þegar við vorum búin að hringja u.þ.b. 10 sinnum náðum við loks í Ármann. Þá var hann fastur á rútunni sinni nálægt Þristi og hann átti eftir að skutla Fossbúunum heim á Selfoss. Hann bjóst ekki við að vera kominn fljótlega þannig að við höfðum drjúgan tíma til að gera eitthvað annað. Við fórum á bæjarrölt. Svo fórum við niður á BSÍ og Ármann var kominn um kl.23:00. Hann skutlaði okkur eins langt og hann komst upp að Þristi en festi rútuna á sama stað og áður! Og við fengum að ýta. Eftir ein- hvern tíma datt einhverjum snillingi í hug að draga rútuna ájeppa. Það tókst!! Svo skutlaði Mummi okkur restina á jeppanum sínum. Það var víst ekki nóg pláss fyrir farangurinn og okkur öll inni í bílnum þannig að Freydís, Matti og Darri fengu að hanga utan á bflnum. Þrátt fyrir það var ekkert verið að keyra neitt varlega þannig að það endaði með því að Darri flaug af og ofaní snjóskafl!!! Á endanum komumst við svo í skálann. Þar voru fyrir einhverjir frá Kópum í Kópavogi, Strók í Hveragerði og einhverjir fleiri. Það var rosalega þröngt á þingi. Okkur tókst samt að troðast einhvers staðar. Svo ætlaði maður að reyna að sofna en það reyndist mjög erfitt þar sem sumir voru að leika sér með mjög svo böggandi ljós og aðrir að spila á símana sína langt fram á nótt. Flestir voru sofnaðir um kl.7:00. Svo vaknaði ég fyrst um kl. 12:00 og svo allir hinir u.þ.b. hálftíma síðar. Svo var ákveðið að enda útileguna en við Vestmannaeyingarnir ákváðum að fara á Selfoss og gista þar. Farangurinn okkar fékk því far með Hvergerðingunum. Við þurftum að labba mjög langa vegalengd með hann. Þegar við komum aftur í skálann til að taka til var helmingurinn af sveitinni okkar horfinn, þ.e.a.s. Sigga, Steinunn, Herdís, Helga og Stína. Eftir einhvern tíma vorum við orðin mjög áhyggjufull. Við náðum engu símasambandi við þær. Á endanum komumst við að því að þær væru komnar til Hveragerðis! Þær höfðu þá fengið far með farangrinum. Þá var kornið að því að við hin færum. spotta. Svo feggum við far með pick-up að strætóskýli rétt fyrir utan Mosfells- bæ. Þegarþarna var komið var okkur orðið mjög kalt enda mikið frosl úti. Við komumst svo að því að strætó kæmi ekki fyrr en einum og hálfum klukkutíma síðar!! Þá ákváðum við snjókarlarnir að reyna að redda okkur fari. Það tókst á endanum. Darri og Matti voru hins vegar svo frosnir að þeir gátu ekki beðið. Þeir röltu af stað og inn í Mosfellsbæ þar sem þeir húkkuðu sér far í bæinn! Okkur hinum var svo skutl- að á Pizza Hut. Strákarnir komu svo stuttu seinna. Þar fengum við okkur að borða enda orðin sársvöng. Eftir matinn var okkur skutlað niður á BSI. Þaðan tókum við rútu á Selfoss Kl.22:00. Strokufangarnir tóku svo á móti okkur í Fossnesti. Þaðan var haldið beint á videoleigu og teknar þrjár spólur. Við fórum svo í skátaheimilið á Selfossi og horfðum á þær. Það var einstaklega rómantískt, sérstaklega fyrir Palla og Helgu því þau byrjuðu saman þá. Eftir Videoið fóru sumir og gerðu skandal á Selfossi (það þarf ekkert að vera að fara nánar út í það!). Þegar klukkan var orðin 9:00 og við ennþá vakandi ákváðum við að nenna ekki í Herjólf því rútan fór frá Selfossi kl. 10:00 og við orðin þreytt. Við athuguðum með flug en það var ófært. Þess vegna ákváðum við að vera aðra nótt.Við fórurn að sofa kl. 10:00 og vöknuðum kl.l5:00.Þá lágum við í leti smá stund en drösluðum okkur svo í KÁ að versla. Svo var farið á videoleigu og teknar aðrar þrjár spólur. Svo lágum við í leti og elduðum og borðuðum. Þeir sem nenntu fóru að glápa á video. Hinir voru bara að spjalla við Fossbúana sem kíktu á okkur. Svo enduðum við kvöldið á að taka rækilega til í skátaheimilinu. Svo voru allir sofnaðir kl.5:00. Við vorum svo vakin um kl. 7.30 því að Mummi kom að sækja Palla til að skutla honum í skólan. Að sjálfsögðu vorum við hin vakin í leiðinni með miklum látum okkur til ómældrar ánægju og yndis auka (a.t.h., það var ekkert verið að fara varlega upp stigann og rétt ýta við Palla heldur var hlaupið upp stigann með þessum lfka látum, hrundið upp hurðinni og gargað!!) Svo fórum við í Herjólf og allir steinrotuðust enda dauðþreyttir eftir erfitt ferðalag. Anna Jóna og Herdís 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.